Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 15
Þegar birti sýndist áin ekki jafn breið né ægileg og hún hafði sýnzt í myrkrinu, en þó var hún slæmur farartálmi. Við gengum nokkuð upp með henni þangað sem hún var breiðari og grynnri. Ég gekk fram á skörina og varð heldur en ekki hverft við er hún brotnaði undan mér og ég fell í ána. Til allrar hamingju var hún ekki nema í miðjan legg. Ég óð yfir og vatnið náði hvergi í kné. Og þá þóttist ég vita að flestar árnar mundu vera grunnar hér uppi á hálendinu, svo skammt frá upptökunum. Við þetta urðum við miklu hugrakkari en áður. Eitthvað klukkustund síðar rof- aði til sólar og þá sáum við flug- vél, og þóttumst vita að hún væri að leita að okkur. Og enda þótt við hefðum engin tæki til þess að vekja athygli hennar á okkur var það samt hughressandi að fá að sjá hana þarna yfir öræfunum. — Skömmu seinna komum við að annari á. Hún var bæði straum- harðari og dýpri en hin. Við lögð- um ótrauðir út í hana, en hún var í mitti og það lá við sjálft að við misstum nestipokann okkar í hana. En yfir komumst við samt heilu og höldnu. Særði fóturinn á Willý var nú orðinn stokkbólginn, og Willy verkjaði mjög í hann, og það var alvarlegt. Um miðjan dag komum við að snotru dalverpi. Lítill lækur liðaðist þar fram og þar voru klett- ar, sem veittu skjól fyrir stormin- um. Sólin skein beint inn í dal- verpið og þarna hvíldum við okk- ur í tvær klukkustundir, átum vel, þurrkuðum sokkana okkar og feng- um okkur ofurlítinn blund. Um leið og sóhn hvarf í dalverp- inu varð svo nístings kalt að við urðum að halda áfram. En nú gat Willy varla gengið. Hann hafði stirðnað meðan við hvíldumst. Ég varð að nudda fótinn á honum lengi LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 475 áður en hann treystist að rölta á stað. Eftir það varð ég að bera baggann einn. Mér var alveg ljóst að við yrðum að komast sem fyrst niður af há- lendinu, ef við ættum lífi að halda. Önnur nótt á fjöllum mundi ríða okkur að iullu. Við hurfum þess vegna frá þeirri fyrirætlan að fylgja ánum og stefndum nú nær í hásuður. Á þessum slóðum er geisimunur á lofthita við hver hundrað fet, sem landið haekkar eða lækkar. Með miklum erfiðismunum stauluðumst við áfram. Eftir nokkr ar klukkustundir sáum við reyk, er virtist koma undan hlíð og standa í stað. Mér datt í hug að þarna væri hverir og það mundi hlýtt í námunda við þá. Þar mund- um við líka geta fengið heitt vatn og lagt bakstur við fót Willys. Við tókum stefnu þangað og ætluðum að vera þar um nóttina ef okkur litist á það. Við vorum nú komnir niður af hinum frosnu mýrum og það hall- aði undan fæti. Þarna voru ávaiar hæðir með hraunklettum og víða niðandi lækir. Nú var kuldinn ekki jafn bitur og áður, en háði okkur þó mjög af því að við vorum blaut- ir. í rökkurbyrjun komum við fram á gínandi gljúfur og er við litum þar fram af, sáum við að reykur- inn var ekki upp af hverum, heldur var það úði úr stórum fossi. Þetta urðu okkur mikil vonbrigði. En nú var ekki um annað að gera en leita sér skjóls fyrir nóttina. Aumingja Willy var að þrotum kominn. Haiin hafði óþolandi verki í fætinum, svo það var ekkert vit í því að halda áfram í myrkrinu. Ég fór að leita að náttstað og framan í gljúfurbrúninni fann ég ofurlítinn skúta. Þar var dálítið afdrep fyrir storminum, en þó sló þar fyrir, svo þarna var ekki full- komið skjól. Hér bjó ég uxn okkur eins og hægt var og svo hnipruð- um við okkur saman og vorum sammála um að það væri slembi- lukka ef við lifðum af þessa nótt. Við eyddum eins löngum tíma og við gátum í það að ná okkur í mat og borða. Síðan reyktum við lengi, en hreyfðum okkur við og við svo að við yrðum ekki dofnir af kulda. Seinast lögðum við okkur út af hlið við hlið og reyndum að sofna. En það gekk illa, enda þótt við vær- um ákaflega þreyttir. Um miðja nótt fórum við út til að hreyfa okkur. Mér fannst þá einhver breyting vera orðin á, en gat ekki áttað mig á henni fyrst í stað. Eftir litla stund áttaði ég mig þó og hrópaði: „Það er komið logn!“ Þetta var rétt og því verður ekki með orðum lýst hve fegnir við urðum. í rúmar 20 klukku- stundir hafði stormurinn þjakað okkur. En nú, þegar komið var logn og norðurljósin dönsuðu yfir höfð- um okkar, þá fannst okkur sem við yrðum að nýum mönnum. Nú urð- um við vongóðir aftur. Og við fór- um aftur inn í skútann ög fengum okkur þar blund — óværan þó. Við snæddum í birtingu og fór- um svo að ræða um hvernig við ættum að komast yfir gljúfrið. — Qkkur kom saman um að við yrð- um að fara nokkuð langt upp fyrir fossinn og reyna að vaða ána þar. Þetta var þó enginn hægðarleikur. Áin var straumhörð og virtist djúp, og við vorum illa undir það búnir að fást við hana. Við gengum upp og niður með henni og að lokum afréðum við að leggja í hana neðan við hyl nokkurn þar sem hún var lygn. Hún var undir hendur, en yfir komumst við þó. Svona blaut- um hefði okkur þá ekki verið lífs- von, ef stormurinn og frostið hefði haldizt. Nú skein sól í heiði og yljaði okkur. Allan morguninn heldum vjð í áttina þó seint gengi. Um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.