Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Síða 6
466
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þetta gerðist í júnímárLubi
FORSETI ÍSLANDS, herra Ásgeir
Asgeirsson, hefur verið gerður heið-
ursfélagi Norræna félagsins.
Forsetahjónin fóru í opinbera heim-
sókn til Norðurlands hinn 27. Var
þeim hjartanlega fagnað á Akureyri
og með mikilli viðhöfn. Þaðan var
farið fram i Eyafjörð og síðan til Ól-
afsfjarðar og Siglufjarðar. Síðan
verður komið við í Skagafirði, Húna-
vatnssýslum og Strandasýslu og ekki
gert ráð fyrir að koma heim fyrr en
viku af júlí.
Ttu ára afmælis lýðveldisins 17. júnf
var minnst með hátíðahöidum víðs-
vegar um land. Mest var viðhöfnin í
Reykjavik. Hafði bæjarstjóm kosið
nefnd til þess að sjá um hátíðahöidin
og hófust þau kl. rúmlega 9 að morgni
og lauk ekki fyrr en eftir miðnætti.
Borgin var fagurlega fánum skreytt.
Ásmundur Guðmundsson var vígð-
ur biskupsvigslu af séra Bjarna Jóns-
syni vígslubiskupi í dómkirkjunni 20.
Hann er hinn 11. biskup yfir öllu ís-
landi, en 52. biskup í Skálholtsbisk-
upsdæmi. Vígslan fór fram með mik-
illi viðhöfn og voru rúmlega 80
hempuklæddir prestar viðstaddir. Guð-
fræðideild Háskólans sæmdi hinn nýja
biskup doktorsnafnbót.
VEÐRÁTTA
var mjög þurrkasöm sunnan lands all-
an mánuðinn. Laust fyrir miðjan mánuð
kólnaði í veðri norðan lands og var kuida
og vætutíð cftir það og stundum snjóaði
í fjöll. Undir mánaðamót varð Siglu-
fjarðarskarð illfært af snjó, og varð að
moka honum af veginum. . .
ÚTGERÐ
Afli var góður víða um land á smá-
báta og þess er sérstaklega getið að langt
sé síðan jafn mikill fiskur hafi komið
inn í Eyafjörð. Togarar fengu ágætan
karfaafla fyrra hluta mánaðarins- ,en
hættu svo allir veiðum nema fjórir, sem
voru á Grænlandsmiðum. Þar var sagð-
ur góður afli. — Síldveiðiflotinn bjóst á
veiðar og munu fleiri skip stunda veið-
ar í sumar en áður hefur verið. Nýir
samningar voru gerðir um kjör á skip-
unum og hækkar kauptrygging nokkuð,
bvo og hundraðshlutur þegar veitt hefur
Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
leggur hornstein að Dvalarheimili
sjómanna.
verið fyrir útgerðarkostnaði. Bræðslu-
síldarverðið var ákveðið 60 kr. .á tunnu.
Síldarverksmiðjurnar áttu að vera til-
búnar um mánaðamót, en nokkrir bátar
voru komnir norður fyrr. Engin síld var
komin á land um mánaðamót, enda hafði
verið slæmt sjóveður seinustu dagana.
LANDBÚNAÐUR
Grasvöxtur var orðinn óvenju mikill í
byrjun mánaðarins, svo að elztu menn
muna ekki annan eins á þeim tíma. Voru
þá tún sums stáðar að spretta úr sér, svo
að bændur urðu að byrja heyskap mánuði
fyrr en vant er. Á Nesi við Seltjörn höfðu
verið hirtir 1200 hestar af töðu fyrir Jóns-
messu, og er það víst eins dæmi.
Á sauðfjárræktarbúinu að Hesti í Borg-
arfirði voru nokkrum ám gefnar hor-
móna innspýtingar í vetur til þess að
reyna að auka frjóvsemi þeirra. Margar
ærnar urðu þrílembdar og ein fimm-
lembd. — Hjá manni norður á Raufar-
höfn varð ein ær fimmlembd, önnur fjór-
lembd og nokkrar þrílembdar, og höfðu
þó ekki fengið hormóna-gjöf.
Mæðiveiki kom að nýu upp í Borgar-
firði. Drapst ein kind á Lundum og hafði
áður komist saman við fé frá næsta bæ,
Miðgarði. Féð á þessum bæjum var ein-
angrað og á að slátra því öllu í sumar (30.)
SLYSFARIR OG ÓHÖPP
ísfirðingar gerðu út leiðangur til eggja-
tekju á Hornströndum. Sigmaðurinn, Guð-
mundur Óli Guðjónsson, var að síga í
Hornbjarg, en þá hrundi úr bjarginu að
honum og beið hann bana (1.)
Fjórtán ára drengur, flugsyndur,
drukknaði í Sundlaugunum i Reykjavík
er hann þreytti kafsund (10.)
Víkinga-
skipiS, sem
fór á undan
bópgöng-
unni á sjó-
mannadag-
inn.