Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 13
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 473 og gæði flugvélanna, að mjög fá slys urðu sumarið og haustið 1940. En hér kemur þó saga af einu óhappi er þá kom fyrir. ITM þær mundir var ég foringi við 49. herdeild, sem tók þátt í her- námi Islands og ég hafði gert samn- ing um það við flugforingjann að fá að fara með einni sprengjuflug- vélinni norður til Akureyrar til þess að heilsa upp á herdeildina, sem þar var. Flugdagurinn var ákveðinn föstudagurinn 13. sept- ember, sem sennilega hefur venð óstundadagur fyrir slíkt ferðalag. Ég fór í bíl frá Reykjavík snemma morguns. Var ætlunin að leggja á stað frá Kaldaðamesi kl. 4 og áttum við þá að vera komnir til flugvallarins hjá Akureyxi kl. 5.30. Flugleiðin liggur á kafla með- fram vesturrönd Vatnajökuls, sem er hundrað enskar mílur á lengd frá vestri til austurs og fimmtíu mílur á breidd. Þarna er hið hrika- legasta umhverfi. Jökullinn er einn óskapnaður, þar sem ægir saman jokli, hraunum og fjallatoppum. Af einhverjum ástæðum tafðist burtför okkar nokkuð. En þegar lagt var á stað, komst ég að því að í hinum þröngva klefa, þar sem við flugmaðurinn áttum að sitja, var einnig flugvélarskrúfa. Hún átti að fara norður á Akureyri handa flugvél, sem hafði orðið fyrir áfalla nýlega. Veðurfregnin frá Akureyri var ekki sem álitlegust. Þó var gert ráð fyrir að þar mundi nokkurn veginn bjart, en norður undan væri mikill skýabakki. Við lögðum því óhræddir á stað um miðaftan. Ekki höfðum við farið langt er dimm þoka varð fyrir okkur, svo að við urðum að hækka flugið upp í 10 þúsund fet áður en við kæm- umst upp úr henni. Af þessu leiddi það, að við sáum ekki til jarðar og höfðum ekki við neitt að styðjast á fluginu. Var því sýnt að við mundum ekki geta íundið hinn mjóa dal, þar sem við áttum að lenda, nema því aðeins að létti þeg- ar komið væri norður yfir há- lendið. Það kom þó fljótt í ljós að svo var ekki. Ekkert sást nema þykk og hvít veltandi þoka og hvergi sá nein kennileiti. — Flugmaðurinn, Willy Willcox frá Kanada, afréð þó að reyna að stinga sér í gegn um þokuna og vita hvort hann fengi þar ekki nægilegt svigrúm til þess að komast til Akureyrar utan af hafi. Hann helt áfram norð- ur á bóginn þangað til hann var viss um að vera laus við fjöllin, og lækkaði svo flugið hægt og gætilega. Mér leizt ekki á þetta, enda skall hurð nærri hælum, því að þegar við komum niður úr þok- unni, þá var sjórinn aðeins nokkur hundruð fet undir okkur. í dauð- ans ofboði hækkuðum við flugið aftur, og það var sem þungu fargi létti af okkur er við komumst aft- ur upp úr skýaþykkninu og kvöld- sólin brosti við okkur. TVrÚ var það sýnt að við mundum ekki geta náð áfangastað, og um annað var ekki að gera en fljúga aftur suður til Kaldaðarness. Þegar kom suður að vatnaskilum, tók að birta svo að við sáum til jarðar og gátum áttað okkur á af- stöðunni. Til vinstri handar var brún Vatnajökuls, en fram undan til hægri var annar jökull, sem nefnist Hofsjökull. Við flugum svo hátt, að við sáum suður af og þar reis Hekla og setti sinn svip á um- hverfið. Þarna var það svo að hreyfillinn bilaði. Ég ímynda mér að við höf- um lent í lofttómu rúmi, því að flugvélin hrapaði mðrg hundruð fet eins og steinn. Þegar flugmaður- inn gat rétt hana við aftur, þá fór hreyfillinn ekki í gang. Við fórum þarna á svifflugi og stefndum beint á hraunin hjá Hofsjökli. „Við verðum víst að nauðlenda,“ kallaði Willy aftur yfir öxlina til mín. Ég man að ég spurði hann hvort ég ætti að stökkva út, og vonaði jafnframt að hann mundi segja nei, því að ég sat á fallhlíf- inni og ég var svo loppinn að ég treysti mér ekki til þess að leysa hana. Hann svaraði að við værum svo lágt á lofti að ekki væri hægt að nota fallhlíf. Hann kvaðst vera að hugsa um að reyna að lenda á jökli. Annað töluðum við ekki sam- an. Willy hafði um nóg að hugsa, og ég var að hugsa um það að bráð- um mundi öllu lokið, og mér fannst það undarlegt að ég var ekkert óánægður með það. Ég var ekki hræddur, en reyndi að gera mér grein fyrir því hvernig það mundi vera að koma til jarðar. Varð mér þá litið á skrúfuna, sem við höfð- um meðferðis, og fannst það ekki hugnanlegt að annar endinn á henni stefndi beint á magann á mér, og ég sá í anda hvernig hún mundi stingast í gegn um mig við hnykkinn þegar flugvélin tækj niðri. Ég mjakaði mér því fram hjá henni og fram til flugmannsins. Við fórum á renniflugi og ótrú- lega hægt. Ekkert heyrðist nema hvinurinn af því er flugvélin skar loftið. Mér varð nú ljóst að Willy hafði hætt við að lenda á jökli, en stefndi á mela nokkra undir skrið- jökli úr Hofsjökli. Ekki var stað- urinn álitlegur. Þar voru stórir steinar á víð og dreif, en melurinn sundur skorinn af farvegum og lækjum úr skriðjöklinum. Svo tók flugvélin niðri. Árekst- urinn varð mikill og hún hentist upp í loftið aftur og flutti svo kerlingar, en brothljóð og braml heyrðist í undirbyggingu hennar. Svo hentist hún til hægri og stóð svo kyrr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.