Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Page 1
32. tbL t V aygtmMaíiáinð Sunnudagur 29. ágúst 1954. XXIX. á ar§- EYÐIMERKURÞJÓ Landnám inni í miðri Sahara * r« ■> 3V Stræti í Ghardaia. þorpi Beni Isguen. TTA hundruð kílómetra suður af Algier, inni í miðri Sdhara eyðimörkinni, er grýttur dalur, sem nefnist M'Zab. í þessum dal eru fimm einkennileg þorp. Stend- ur hvert þeirra á ofurlitlum hóli og efst á hverjum stað gnæfir hvít- ur musteristurn yfir byggðina. Á þessum stað býr sérstakur þjóðflokkur, sem menn vita lítil deili á, en ýmsar sagnir ganga um hvaðan hann sé runninn. Þeir eru nefndir Mozabítar óg vitað er að þeir áttu heima á hinni frjósömu Miðjarðarhafsströnd Afríku fyrir þúsund árum. Þeim svipar mjög til Gyðinga í útliti, en eru Múhameds- trúar, eins og Arabar. Sumir segja að þeir sé afkomendur einnar hinna „týndu“ kynkvísla Gyðinga. Aðrir segja að þeir muni vera af- komendur Kartagóborgarmanna, er komist hafi undan, er Rómverjar lögðu borgina í eyði. Sumir halda að þeir sé ein ættkvísl Berba, sem byggðu Miðjarðarhafsströnd áður en Arabar komu þar til sögunnar. En þá ber þess að gæta, að Berbar hafa verið herskáir menn allt fram á þennan dag, en hið sama verður ekki sagt um Mozabíta, því að þeir eru friðelskandi menn. Verður því ekkert með vissur sagt um, hverjir hafi verið forfeður þeirra, og viti þeir það sjálfir, þá halda þeir því leyndu. En eitt er víst, að kynflokkur þessi varð fyrir miklum ofsóknum af hálfu þeirra Múhamedsmanna, er næstir þeim bjuggu, vegna þess að þeir væri blendnir í trúnni og heldu ýmsum fornum átrúnaði. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.