Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Blaðsíða 2
534
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
fór því fyrir þeim eins og svo
mörgum öðrum, er ofsóknum hafa
sætt vegna trúarbragða sinna, að
þeir flýðu. Þeir yfirgáfu hin frjó-
sömu héruð hjá Miðjarðarhafi og
leituðu suður á bóginn, inn í eyði-
mörkina Sahara. Hvar sem þeir
komu var amast við þeim og þess
vegna heldu þeir lengra og lengra
suður á bóginn í leit að dvalar-
stað, því að þeir voru einráðnir í
því að halda saman og varðveita
frelsi sitt.
Að lokum komu þeir í þennan
mikla dal, sem nefnist M’Zab nú
á dögum'. Þarna var enginn gróð-
ur og ekkert vatn sjáanlegt, ekk-
ert nema grýtt eyðimörkin, sviðin
af brennandi sólargeislum.
Margs konar landslag er að
finna í hinni miklu Sahara eyði-
mörk og þrátt fyrir ömurleik henn-
ar er þar mikla fegurð að finna.
Hin miklu Hoggar-fjöll eru ber og
blásin, en tignarleg fegurð hvílir
yfir þeim. En hinir grýttu staðir
eyðimerkurinnar eru sviftir allri
fegurð, ömurlegir og hörkulegir.
Og þegar Mozabítar komu nú í
þennan grýtta dal, þá voru þeir
vissir um að engir menn mundu á-
gimast hann. Hér gæti þeir því
lifað í friði, ef þeim aðeins tækist
að afla sér lífsviðurværis. — Og
þeir hófust þegar handa og byrj-
uðu á því að grafa brunn, því að
ekki var viðlit að hafast þarna við,
ef ekkert var vatnið. Verkfæri
þeirra hafa sjálfsagt verið léleg,
en þeir réðust á klappirnar og
grófu sig niður, hundrað fet, tvö
hundruð fet og jafnvel þrjú
hundruð fet í gegn um hart bergið.
Og að lokum tókst þeim að finna
vatn, þennan lífgjafa alls, sem á
jörðinni er. Og þá fóru þeir að
reisa sér hús og gera áveitur til
þess að knýja fram gróður úr hinni
grýttu og sendnu jörð. Og eftir
margra ára erfiði og harða baráttu
voru komin þarna pálmatré,
sítrónulundir og grænmetisgarðar.
Af pálmatrjánum fá þeir mest
til viðhalds lífsins og því eru pálm-
arnir helgir í þeirra augum, ‘eins
og sjá má á þessum málshætti
þeirra: „Að fella pálmatré er sama
sem að drepa sjötíu spámenn“. Og
þarna í þessum dal hafast þeir við
enn í dag, lítill þjóðflokkur með
sitt eigið þjóðskipulag, alls um
50.000 sálir. Þeir hafa nú grafið um
þrjú þúsund brunna og dag og nótt
er vatni ausið úr þeim. Aðferðin
sem þeir hafa til þessa er úrelt og
seinlegt að afla vatnsins. Því er
ausið upp í leðurbelgjum, en asn-
ar eru látnir draga brunnvindurn-
ar. Þessu höfðu þeir vanist fyrir
þúsund árum, og þeir halda sama
hætti enn. En með þessu móti hef-
ir þeim tekist að gera dalinn frjó-
saman. Þar eru nú um 250.000
döðlupálmar. Þeir eru af ýmsum
tegundum, en bezta tegundin er
kölluð „Deglet en Nour“ og af þeim
pálmum fá þeir árlega um 3000
tonn af döðlum. En svo fá þeir enn
meiri uppskeru af öllum hinum
tegundunum .
Tæpri öld eftir að þeir námu dal-
inn, höfðu þeir byggt öll þessi fimm
þorp, sem þar eru. Húsin eru gerð
úr leiri og standa á hækkandi
stöllum umhverfis hæðirnar. Helzta
þorpið heitir Ghardaia. Hin heita
Melika, Beni Isguen, Bou Noura og
E1 Ateuf. Úr musteristurnunum,
sem gnæfa yfir þorpin, er ágætt
útsýni yfir dalinn og hrjóstrin þar
um kring. Upphaflega voru þessir
turnar jafnframt notaðir sem varð-
turnar. Musterin sjálf eru skraut-
laus, ber og kuldaleg.
Um aldir lifðu Mozabitar þarna
í friði og óáreittir og þangað voru
engar mannaferðir, nema hvað
einu sinni kom þangað hópur Gyð-
inga, sem voru á flótta og beiddust
ásjár. Ekki tóku Mozabitar þeim
með neinum fögnuði, en þeir
aumkuðust yfir Gyðingana vegna
þess að þeir höfðu ratað í hina
sömu ógæfu og þeir sjálfir, og gáfu
þeim því leyfi til að setjast að utan
við þorpið Ghardaia. Jafnan hafa
Mozabitar tekið útlendingum með
tortryggni, og Gyðingum er’bann-
að að koma inn í þorp þeirra.
Mozabitar unnu stöðugt að rækt-
un landsins og færðu út kvíarnar.
En fyrir einni öld komu Frakkar
þangað. Þeir höfðu þá lagt undir
sig löndin þar allt um kring. Ekki
lögðu þeir þó M’Zab dalinn undir
sig, heldur neyddu þeir Mozabita
að gera samning við sig um yfir-
ráð. Þetta varð óvinsælt og olli
mikilli óánægju og deilum, svo að
1882 lögðu Frakkar dalinn undir
sig, en voru þó svo hyggnir að láta
Mozabita hafa sjálfstjórn. Nú er
Ghardaia í þjóðbrautinni, sem
kennd er við Hoggar-fjöllin og
tengir saman Algier og frönsku
miðjarðar-nýlendurnar. Utan við
hið gamla þorp er nú Arabahverfi,
herbúðir, sjúkrahús og skóli. En
þorp Mozabita halda sér einangr-
uðum og vilja ekki hafa neitt
samneyti við aðskotadýrin.
★
Aldrei á ævi minni hefi ég verið
svo rækilega hundsaður eins og
þegar ég gekk hinar þröngu stræt-
issmugur í þessum þorpum. Lág-
vaxnir og skeggjaðir menn gengu
fram hjá mér og litu ekki við mér.
Á þennan hátt létu þeir mig finna
að aðkomumenn eru ekki vel-
komnir, enda þótt þeim sé ekki
bannað að koma. Hvorki gætti
fjandskapar né vingirni í augna-
tilliti þeirra. Þeir létust aðeins
ekki sjá mig. Konurnar gengu fram
hjá mér eins og vofur ,klæddar í
hvítan hjúp frá hvirfli til ilja. And-
litið er algerlega hulið, en þær
horfa út um eitt lítið gat á hjúpn-
um, sem er aðeins fyrir annað aug-
að. Og oftast sneru þær sér upp
að vegg til þess að þurfa ekki að
horfa á mig. Það var jafnvel eins