Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Page 6
538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tir ríki náttúrunnar IVIOLDVÖRPLR (Eftir B. MELVILLE NICHOLAS) NGIJM manni mundi koma til hugar að ala moldvörpur sem kjördýr. Þær eru hvorki viðmótsþýðar né fagr- ar álitum. Eg ól þær aðeins í tilrauna- skyni, og mér létti alltaf þegar ég gat sleppt þeim og verið laus við þær. Það er enginn efi á því, að mold- vörpur eru ljósasta dæmi þess hvernig skepnur samlaga sig umhverfi sínu. Þær ala aldur sinn neðan jarðar og þær eru orðnar mjög vel út búnar til þess. Fyrst og fremst er þá að nefna loðnuna á þeim. Hárin leggjast ekki, eins og á öðrum skepnum og það er því alveg sama hvernig þær eru strokn- ar, að hárið leggst alltaf undan mjúkt og slétt. Moldvörpurnar geta því troð- izt aftur á bak og áfram um hinar þröngu holur sínar og alltaf verið slétt- ar og gljáandi á belginn. Loðnan hrind- ir einnig frá sér öllum óhreinindum og vætu. Ég hef stundum náð moldvörp- um, sem voru að grafa sér göng í mýr- lendi og belgurinn á þeim var jafn sléttur og áferðarfallegur eins og þær hefði hvergi komið nærri aur og bleytu. Moldvörpurnar grafa með framfót- unum, sem standa eins og spaðar þvert um 1 stig á Celsius, en það lætur nærri að slík sé orðin aukning meðalhitans á hálfri öld. Það er því ekki loku fyrir það skotið að mannkynið hafi sjálft hjálpað til þess að fá betra tíðarfar en áður var. Og sé þetta rétt, þá er líklegt að veðurfar fari hlýnandi á næstu öldum, en verði yfirleitt þurka- samara. Þá verður hægt að taka til ræktunar stór landflæmi, sem áð- ur hafa verið óbyggileg. Sú var tíðin að hámenning dafn- aði á íslandi og Grænlandi. Þeir tímar koma sennilega aftur. (Úr „The Courier" útg. af t Unesco í París). út frá skrokknum. A hvorum fæti eru fimm tær með sterkum og hvössum klóm. Moldvörpurnar eru alveg síval- ar, hálsinn örstuttur, en trjóna eða rani fram úr hausnum. Veitist þeim því auðvelt að skríða um þrönga og krókótta ganga. Það er alveg furðulegt hve fljótar moldvörpurnar eru að því að grafa sér göng neðanjarðar. Ég þekki dæmi þess að moldvarpa gróf sér 50 metra löng göng á einum sólarhring, og það getur maður kallað afreksverk. Og einu sinni sá ég stóran moldarhaug líkt og spretta upp úr garði kunningja míns á 45 mínútum. Af þessu má ráða að moldvörpurnar eru gríðarlega sterkar, miðað við stærð. En þær eru líka sívinnandi dag og nótt allan ársins hring. Með því að athuga mörg mol^vörpugöng hef ég komizt að raun um, að útskot eru á þeim hingað og þangað. Ég hygg að þau sé gerð til þess að tvær moldvörpur geti mætzt. Göngin eru alls staðar svo þröng, að það er rétt svo að ein moldvarpa getur skriðið eftir þeim og komi tvær mold- vörpur sín úr hverri átt, þá hafa þær ekkert svigrúm að komast hvor fram hjá annarri. Það er ætlan mín, að þeg- ar slíkt kemur fyrir, þá grafi önnur sér skot út í vegginn og skríði þar inn meðan hin fer fram hjá. En hvor þeirra verður að leggja á sig það erfiði og víkja? Það gilda sjálfsagt engar um- ferðareglur í leynigöngum moldvarp- anna. Hitt veit maður að karldýrin eru grimm og miskunnarlaus, jafnvel við sína nánustu. En þarna gilda eflaust hin óskráðu lög náttúrunnar um rétt hins sterka. Af því virðist mega draga þá ályktan, að það sé hin vanmáttugri moldvarpan sem verður að hliðra til og grafa sér skot til að skríða inn í meðan hin sterkari fer fram hjá. Um sjón moldvörpunnar er það að segja að hún getur aðeins séð skil dags og nætur. Augun eru örlítil — ekki stærri en títuprjónshaus — og þau hverfa hér um bil alveg inn í loðn- ima á höfðinu. Engin eyru eru á moldvörpunni, en hún er þó síður en svo heyrnarlaus. Hún er með hlustir og auk þess er allur líkami hennar svo næmur fyrir, að hún getur greint hið léttasta fóta- tak. Það er sífelldur asi á moldvörpunni. Hún er á sífelldum þönum, eins og hún eigi óskaplega annríkt, en tíminn afar naumur. Hún býr sér til rúmgott hreiður neðanjarðar úr sinu, laufum og mosa, sem hún sækir upp á yfirborð jarðar. Þær verða því oft að koma undir bert loft, enda þótt þær sé neðanjarðar dýr. Þær eru líka syndar vel, en ég efast 5m að þær leggi í vatn nema þær megi til. Einu sinni horfði ég á tvo mold- vörpukarla fljúgast á í illu, og mátti ekki á milli sjá. Þetta var á hallfleytt- um lækjarbakka. Þeir læstu klónum hvor í hálsinn á öðrum og veltust þarna um í grasinu, og það var auðséð, að hér var barizt upp á líf og dauða. En skyndilega ultu þeir báðir eins og hnykill í lækinn. Þá brá þeim svo að þeir slepptu tökum og komust svo upp á sinn bakkann hvor. Ekki veit ég hvort þeir hafa nokkuru sinni síðan hitzt. Það eru aðallega karldýrin sem berj- ast og bítast upp á líf og dauða, eink- um um fengitimann, þegar tveir girn- ast hina sömu ástmey. Eina ráðið til þess að skera úr hvor hana skuli hljóta, er að ganga til einvígis. Sá, sem pá ber sigur úr býtum, hreppir hnossið. Grislingarnir fæðast allsnaktir, blindir og gjörsamlega ósjálfbjarga. Venjulega mun moldvarpa gjóta fjór- um eða fimm grislingum, en þó þekki ég þess dæmi að moldvarpa hefur eign- azt sjö grislinga. Móðirin hefur áður útbúið þeim mjúkt og gott hreiður neðanjarðar, dyngju, sem er á stærð við lítinn fótknött. Víða má sjá margar moldarhrúgur, eða moldvörpuhrúgur, út um hagann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.