Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1954, Síða 8
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sviti manna er saltur vegna þess að saltefni skolast með honum úr líkamanum. Verkamenn, sem vinna í miklum hita og svitna því mjög, eta miklu meira af salti held- ur en aðrir menn, til þess að bæta líkamanum upp það, er hann hefur misst. Þessu hafa vinnuvísindin veitt athygli, og þess vegna er það nú venja í mörgum verksmiðjum, þar sem mikill hiti er, að verka- fólkinu eru gefnar salttöflur a hverjum degi til þess að hressa það. Hefur þetta reynst ágætlega, fólkið hefur unnið betur og afköst- in aukist. _____ Vciðivötn. Þegar menn gæta þess, hvað stöðu- vötnin á íslandi eru mörg og stór, og hugsa sér það vatnsmegin, sem í þeim er, þá er það mjög cðlilcgt, að menn spyrji, hvað mikíli hagur sé að þeim sem fiskivötnum. En mcnn verða þá um leið að muna eftir því, að það þarf meira en vatn eitt til þess að nokkurt fiskalíf geti þrifizt, að veðráttan og það, hvernig landinu i kring er háttað, hefir lika mjög mikla þýðingu. Það er til veðráttunnar kemur, þá stendur hún þeim fiskitegundum, sem þar eru, mjög fyrir þrifum. Enn þá meiri þýð- ingu hefir það þó fyrir líf fiskanna, hversu landi háttar við veiðivötn. Á íslandi hagar nú svo víðast hvar til við vötn, að ekki er mikils góðs að vænta þar af landsgæðum. Flákaauðnir, þar sem snjó tekur stundum ekki upp fyr en mjög ssint, mslar, sandflæmi og gróðurlaus hraun, verða aldrei til þess að veita neinu kvikindi góð lífs- skilyrði. Langa dali og háar hlíðar er sjaldgæft að sjá, og gróðurmoldarlagið er of þunnt þar og jurtagróðinn of lítill, til þess að geta borið mikið og marg- breytt dýralíf. Menn munu og reka sig á það, að þar sem fiskur er mikill í vötnum og ám, þar liggja að frjóvsöm héruð, grösugar engjar eða kjarrvaxnir bakkar. (Bjarni Sæmundsson). HVERAGERÐI OG IÍAMBAVEGUR — Á fögrum stað í fjaJlalaðmi hefir þorpið Hveragerði risið upp á nokkrum árum, og eru þar nú um 500 ibúar. Úðrum megin við það er Ingólfsfjail, en hinum megin Kambar, sem var ill- ræmdur fjallvegur þegar bílar komu hér fyrst. Þá var akvegurinn mjór og í 52 hlykkjum ofan írá brún niöur á jafnsléttu. Nú hcfir Kambavegurinn ver- ið lagfærður svo, að engum óar við að fara hann. Neðst hcfir hann þó enn á sér hinn gamla svip, hina makalausu hlykki, sem sjá má hér á myndinni. Þeir voru hér áður cn nokkurt hús var til í Hveragerði, og þeir eru hér enn. Ilvcnær vcrða þeir afnumdir og vegurinn gerður beinn? (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Slæmar samgöngur miili Akureyrar og Oddeyrar. Fyrir 70 árum (1884) ferðaðist Nials Hovdenak hér um landsem vegfræðing- ur og í ál^ti hans um vegagerð á íslandi ssgir svo: Milli Akureyrar og Odd- eyrar er fjaran farin nú, þótt svo sem enginn vegur liggi þar og þótt menn sé farnir hin síðustu árin að hafa vagna. Þegar flóð er, er mjög illt að komast þar um, og þegar nú þar við bætist, að ísjakar liggja í fjörunni, þá er farið upp á bratta sandhrygginn fyrir of- an fjöruna, og er örðugt að komast upp á hann. Akureyrarbúar sögðu líka, að þegar vont væri veður, væri fjarska erfitt að komast milli þessara tveggja hluta bæarins. Nú eru sumir af Ak- ureyrarbúum farnir að rækta tún út hjá Oddeyri og flytja þangað mikinn áburð frá Akureyri. Þykir mönnum því mikið illt, að eigi skuli vera góður vegur þar í milli. Það liggur líka í augum uppi, að umferðin milli þess- ara tveggja verslunarstáða er mjög mikil og þar við bætist umferð úr stóru upphéraði. Og loks fer pósturinn þessa leið. — Hovdenak lagði því til við landshöfðingja að hæfilegur ak- vegur, 2 faðma breiður, væri lagður milli Akureyrar og Oddeyrar, og mundi hann kosta um 4700 krónur. Sé það ekki mikið er tillit sé tekið til þess hve vegurinn sé mikilvægur fyrir marga, og það yrði ekki lítill hesta- sparnaður er hægt væri að fara þarna á milli með vagna. Öræfaferð. „Hvergi sést hátignarleg fegurð fs- lenzkrar náttúru eins og í öræfum milli fjalla í góðu veðri“, segir Þor- valdur Thoroddsen í Ferðabók sirini, og mátti hann trútt um tala, maður sem hafði ferðast um allt land.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.