Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Page 6
578 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mórinn er mikils virði arfirði, smíðaður 1914; „Gullfoss*- eldri; uppdráttur, er sýnir helztu fiskimið við ísland, og kútter með vél frá Vestmanneyum 1919. Þá kemur seglskipið „Reykjavík“ 1876 með dálítið laundrjúgri áletrun, sem telur það „íslands firsta fiski- skip“. Skipstjóri var Markús Bjarnason, síðar skólastjóri Stýri- mannaskólans. Þá er líkan í um- gerð og undir gleri af þilskipi, (kútter) frá því um 1900, og tvær ljósmyndir af gömlum hjöllum til að verka og herða fisk og hákarl í. Þá koma uppdrættir, sem sýna byggðir íslendinga á Grænlandi að fornu, og nokkrar siglingaleiðir og staði, er íslendingar sóttu á þjóð- veldisöld, bæði í austri og vestri, og loks íslandskort, er Hollending- urinn Jorris Carolus gerði og gaf út í Amsterdam 1632, en það er að mestu bvggt á uppdrætti Guð- brands biskups Þorlákssonar. Á þverveggnum, beggja megin inngangsdyra, hanga: fyrst ljós- prentun af íslandsuppdrætti Þórð- ar biskups Þorlákssonar frá 1668, gerður samkvæmt mælingum og uppdrætti frænda hans, Guðbrands biskups. Frummyndin er varðveitt í Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn. Næst er uppdráttur af „Holmens Havn“, þ. e. Hólmshöfn við Reykjavík, ljósprentun af upp- drætti eftir Hans Hoffgaard 1715 — frummyndin er í Háskólabóka- safninu í Kaupmannahöfn. En hand -an við dyrnar er ljósprentun af hinum endurbætta Íslandsupp- drætti Þórðar biskups frá 1670, sem hann mun hafa gert fyrir kon- unginn, Kristján V. Frummyndin er í Háskólabókasafninu í Kaup- mannahöfn. — Austast hanga svo tvær htlar myndir; er önnur þeirra af Þuríði.formanni hinni alþekktu sjóhetju á Stokkseyri; er það frum- teikning gerð af Finni á Kjörseyri Jónssyni og er sjálfsagt einasta mynd, sem til er af Þuríði. — Fyrir CUM LÖND eiga því láni að fagna að hafa nóg eldsneyti, en önn- ur mega heita alveg á flæðiskeri stödd að því leyti. Svo er um ír- land. Þar eru engir skógar, engin olía og kol af svo skornum skammti, að þau geta naumast til- izt til hlunninda. En á írlandi er mikið af mó og það hefir hjálpað þjóðinni fram á þennan dag. Á bændabýlum hefir það verið venja að brenna mónum í opnum hlóðum og þess var jafnan vand- lega gætt að láta eldinn aldrei deya. Á hverju kvöldi var glóðinni dreift og tveir mókögglar látnir þar í miðju, en síðan var eimyrju og ösku rakað þar að og byrgt yfir kögglana. Þessi siður að fela eld í hlóðum neðan hana er ljósmynd frá því um 1910 af skinnklæddum sjó- manni, Magnúsi Guðmundssyni í Ánanaustum, sem margir eldri Reykvíkingar kánriast við. Á austurvegg eru fyrst níu mynd- ir úr Ferðabók Paul Gaimards hins franska, ein sýnir höfnina í Reykjavík 1836 og önnur ungan sjómann, Pétur Ólafsson að nafni, í skinnklæðum, hinar sýna bústaði og störf sjómanna í Reykjavík um þessar mundir, nema ein, sem er úr Ólafsvík. Þar innar af eru marg- ar stækkaðar ljósmyndir, teknar af Magnúsi ljósmyndara Ólafssyni; sýna tvær þeirra höfnina í Reykja- vík um 1907, hinar eru bæði frá Reykjavík og Keflavík og sýna ýms störf eins og netjagerð, fiski- aðgerð, fiskverkun o. fl., er heyrir útgerðinni til. Hér er reyndar ekki allt talið, sem í salnum má sjá, en samt nóg til að gefa hugmynd um þær minj- ar, sem til eru frá veiðiskap og út- gerð landsmanna. hefir og viðgengist hér á íslandi frá ómunatíð. Skyldi hann ekki einmitt hafa borizt hingað með ír- um á landnámstíð? Varla hefir þessi siður verið í Noregi, þar sem eingöngu var notað brenni til elds- neytis. Þar var ekki hægt að fela eld, því að glóðin helzt ekki, held- ur brann allt upp til ösku. í mó og taði leynist aftur á móti lengi glóð ef eldurinn er falinn, og það hefir verið hagnýtt þannig á íslandi og írlandi, að hægt væri að taka upp eld á hverjum morgni, án þess að þurfa að kveikja nýan eld. Ekki hefir verið rannsakað hve mikið af gömlum búskaparvenjum vér höfum fengið frá hinu keltneska þjóðarbroti, sem kom hingað á landnámsöld, en þetta gæti verið ein af þeim. Eldsneytis og orkuþörf íra hefir mjög aukizt á seinni árum, og þeir hafa ekki haft í annað hús að venda en mómýrarnar. En það hefði verið seinlegt að afla nægi- legra birgða með gömlu aðferðinni, að stinga móinn upp með spaða, aka honum út á völl og þurrka hnausana þar. Því að nú er mór- inn notaður sem aflgjafi í iðnaði og til þess að framleiða rafmagn. Hafa því verið teknar upp stór- virkar vélar til þess að grafa mó- inn úr jörð. í fyrra voru teknar upp 708.509 smálestir af mó og af því fóru 386.098 lestir handa raforku- stöðvum. Mórinn er ýmist notaður mulinn eða fergður í töflur. Mómylsnan er notuð til kyndingar í verksmiðjum og raforkustöðvum, en töflurnar eru aðallega til heimilisnotkunar. Rannsóknir hér á landi sýna, að ísland á mikinn fjársjóð þar sem mómýrarnar eru. Gætum vér ekki lært eitthvað af írum hvernig bezt er að hagnýta þann Ijársjóð?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.