Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 8
580
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þorsteinn prýðir, þróttbúinn,
Þverárhlíðar-oddvitinn.
Jón Þórðarson að Einfætingsgili í
Bitru, byrjar sína Bæarímu á
þessu fallega erindi:
Sigtýs kjósa svanur minn,
sér vill drós í kvenflokkinn,
sú er hrósi hlaðbúin
hafnarljósa drottningin.
Nú heyrast ekki kveðnar Bæarím-
ur, og fer líklega bezt á því. Ég
held að Mýramönnum hafi yfirleitt
þótt gaman að vísnagerð, og falleg-
um vísum. Eða svo var það þar sem
ég þekkti til. Ég man t. d. eftir litlu
atviki, sem kom fyrir á bæ, þar sem
ég var. Einhver á heimilinu fann
lítið vísnakver, sem hafði verið
týnt í 16 ár. Húsbóndinn, sem var
látinn, kom með það heim úr ver-
inu stuttu fyrir andlát sitt. En
hann reri suður í Höfnum, að mig
minnir, hjá Vilhjálmi Hákonarsvni.
í kveri þessu kenndi margra grasa,
og misjafn þótti skáldskapurinn.
En fundur þessa litla kvers kom af
stað hörku rökræðum milli fólksins
á heimilinu, um rímur og höfunda
þeirra. Hver lagði sitt til. Ekki skal
ég segja um gildi þessarar rökræðu,
en gaman þótti mér að hlusta á
hana, og það hygg ég að nokkrar
ályktanir hefði mátt af henni draga
t. d. þær, að konur væru dómbær-
ari um efnið, og — eins og mér
að vísu hefur alltaf fundizt —
skildu fleiri Eddukenningar. Ein-
kennilegt fannst mér það, að í
þessu litla kveri voru höfundar
vísnanna ekki nefndir með nafni,
heldur bara: „Norðanmaður“ og
„Austanmaður“, eftir því hvort
höfundurinn var að norðan eða
austan. — Þar sá ég þessa aikunnu
vísu:
Skakkir staula í skinnhöldum
skammir raula ólinir,
þið eruð aular austanmenn,
eins og baulu synir.
Norðanmaður.
Þá kom auðsjáanlega svarvísan:
Þótt við séum aular austanmenn,
að því samt við gáum,
að níðings-þræla norðlinginn
neitt ei aktað fáum.
Austanmaður.
Ekki þótti vísa austanmannsins
mikill skáldskapur.
Fljótt komst ég að því, að víða
gátu hagyrðingar verið á næstu
grösum í Borgarfirði. Á leiðinni
heim að bæ Runólfs bónda að Norð-
tungu kom ég og fylgdarmaður
minn að bæ, þar sem okkur var
boðið kaffi, sem við og þáðum. Þar
inni sat kona og prjónaði. Fylgdar-
maður minn, sem var utansveitar-
maður, úr sömu sveit og konan,
sem mig minnir að héti Helga og
væri vestan af Snæfellsnesi, bað
hana að yrkja vísu, en hún tók
lítið í það. En þegar hún hafði
drukkið kaffið, rétti hún húsmóð-
urinni bollan og sagði:
Gakktu hingað glöð í lyndi,
greitt, án trega,
hvar þú ferð um foldarvega,
fylgi þér gæfan æfinlega.
Vera má að þetta sé litill skáld-
skapur, en mér þótti samt gaman
að hevra konuna fara með vísuna,
svo látlaust og eðlilega sem hún
gerði það.
Margir hafa fyr og síðar haft
gaman af vel gerðum lausavísum.
meðan þær léku hagvrðingunum á
tungu. Og gaman þótti að fá þá sem
gesti á heimilin, með hagmælsku
sína og andans fjör. Það kom og
fyrir að hagyrðingar tóku á móti
gestum sínum með vísu. Þegar Jór-
unn ljósmóðir Jónsdót.tir að Rauða-
nesi reið eitt sinn í hlaðið á Öl-
valdsstöðum í Borgarhreppi, kom
húsbóndinn, Jón Guðmundsson, út
úr smiðju sinni kolugur frá hvirfli
til ilja og tók á móti henni með
þessum vísum:
Allur ég er eins og svín,
en þú grá af hærum,
æskufegurð okkar dvín,
elskulega Jórunn mín.
Fyrst ei Guðrún hreppti hel,
en hjarir iífs við tórunn,
alla daga við þig vel,
vera skal mér Jórunn.
Þegar tilrætt var um nýafstaðið
brúðkaup, sem þau höfðu verið í,
segir Jón:
Engin hringing, ekkert ljós,
ekkert var að gera, _
eins og væri farið í fjós,
fannst mér þetta vera.
Og gaman þótti Jórunni ljósmóður
á Þingvöllum 1874, þegar Jón skáld
Árnason á Víðimýri, lyfti upp tjald-
skörinni og kvað þessa vísu:
Boldangs undir bjartri súð,
borð er staupum faldið,
það er mikil blessuð búð,
Borgfirðingatjaldið.
Ekki sagðist Jórunn heldur hafa
viljað verða að því að sjá og heyra
Guðríði Grímsdóttur fara með eft-
irfarandi vísu, er hún afhenti
Bleikáling sinn, manni, sem ætlaði
að útvega henni soðningu á hann
úti á Akranesi á vertíðinni 1887.
En vísan er svona:
Heyrðu drottinn, svo ég syng,
sorgarkvæðin löngum,
sendu björg á Bleikáling,
börnum mínum svöngum.
Og gaman þótti mér, þegar Finn-
bogi Kristófersson frá Stóra-Fjaili
hljóp út á móti Símoni Dalaskáldi,
þegar hann sá hann koma heim
traðirnar í Galtarholti, og heilsaði
honum með þessari vísu:
Sæil og biessaður Símon minn,
segir þú nokkur tíðindin,
livernig stendur hagur þinn,
hefurðu gifzt í annað sinn?
Og gaman mun konunni hafa þótt,
sem bauðst til að hreinsa smíðahús-
ið fyrir Finnboga, en hann svaraði
því með þessum orðum: