Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 9
y- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
' ‘ 581
Þakka þér Kristín, ég þarf ekki kúst,
um þetta allt seinna við tölum,
á dót mitt þótt falli ryk bæði og rúst,
ég rif það alit af með þjölum.
í þá daga lærði fólkið vísurnar og
mundi þær, hafði gaman af þeim
og söng þær á stundum undir fal-
legu lagi. Falleg var vísan, sem
Jónatan bóndi Þorsteinsson að
Vatnshömrum kvað til konu sinn-
ar, Snjófríðar Pétursdóttur frá
Grund (sem síðar giftist Kristleifi
bónda að Stóra-Kroppi), er hún
kom heim eftir stundar burtveru:
Þótt bærinn minn sé lítill og lár,
og litla auðlegð hafi að geyma,
mér finnst hann bæði fagur og hár,
og fullur af auð, ef þú ert heima.
Oft segir lítil vísa meira en langt
kvæði. Jónatan bóndi að Vatns-
hömrum orti einnig, er honum
fannst um of hallað á vin sinn,
látinn:
Hörð voru orðin, en hvað var að því,
og hvað, þó á vörina biti?
Hann var þó, sá drengur, sem dugur
var í,
með dáðrökku hjarta og — viti.
Oft lýsa hagyrðingarnir skemmti-
lega hrifningu sinni og hugar-
ástandi, í þann og þann svipinn, í
laglegu ljóði. Jón alþingismaður
Sigurðsson að Haukagili orti er
hann var að flytja sig heim að
Haukagili, eftir nokkurra ára veru
úti á Akranesi:
Unaðs nýtur andi minn,
er ég lít þig, fríða,
mér ég flýti í faðminn þinn,
fagra Hvítársíða.
Stundum getur líka kveðið við
annan tón. Sagt var að Bólu-Hjálm-
ari hafi sárnað, þegar Elínborg
Pétursdóttir svaraði smávegis
glettni hans með þessari vísu:
Að yrkja níð um auma mig,
_ með angursstríðum hrolli,
ekki er prýði það fyrir þig,
þj óf ahlí ðarskolli.
Jón Jónatansson frá Þverdal kvað
er hann leit Saurbæinn eftir nokk*
urra ára fjarveru:
Sæll vertu nú, Saurbær minn,
sölva er að þér þefurinn,
gerir feita granna kinn
grásleppan og rauðmaginn.
í Saurbænum var töluverð sölva-
tekja, rauðmaga- og grásleppu-
veiði, svo þessi vísa er stutt og góð
lýsing á sjávarnytjum Saurbæinga
í þá daga.
Og vel hefur Gísli Gíslason lýst
hrifningu sinni, er hann orti þetta
fallega erindi úti í guðs grænni
náttúrunni að morgni dags.
Ó, hve dýrðlegt er að sjá
úti, í vorsins skrúða,
á móðurbrjóstum blómin smá,
brosa í daggar úða.
Sumum finnst að sagnaríka og
myndauðuga ferskeytlan sé að
„telja út“. Hvað sem um það er,
þá er nú á tímum sjaldgæiara en
áður var að heyra hnittna „stöku“.
Þó má vera að séra Einar Friðgeirs-
son á Borg hafi haft rétt fyrir sér,
þegar hann sagði:
Ferskeytlan er fjörug enn,
fjölga þjóðarrímur,
þótt þeir dæu þrír í senn,
Þorsteinn, Páll og Grímur.
RÍMUR komu seinna til sögunnar
á landi hér. Þær voru því kær-
komnari sem alþýða manna haíði
lítið að lesa. Að vísu komu út ýmis
konar rit íyrir og eftir aldamótin
1800, svo sem Sagnablöðin, Klaust-
urpósturinn, Fjölnir o. fl. En þau
voru í of íárra manna höndum.
Rímur og íslendingasögur, þar sem
þær voru til, bættu úr lestrarþörf
og fróðleiksfýsn þjóðarinnar, en
hún var mikil. Ef lesnar voru sög-
ur, eða kveðnar rímur á „vökunni“
vakti heimilisfólkið stundum þang-
að til sjöstjarnan var komin í nón-
stað, en þá mundi klukkan vera
þrjú eftir miðnætti. Langur var sá
vinnutími. Líklega hafa engar bæk-
ur nema guðsorðabækur, átt jafn
mikilli útbreiðslu að íagna meðal
lærðra sem ólærðra manna á landi
hér og rímurnar. Vinnufólk á heim-
ilum, sem þó haíði oftast úr litlu
að spila, lét sinn síðasta eyri fyrir
rímur.
Rímur voru geysimikið lesnar og
skrifaðar frá því á öndverðri 19.
öld og framundir aldamót 1900. En
víst er að íram yfir þann tíma
gætti áhrifa rímnanna hér á landi,
bæði á einstaklinga og heimili.
Fjölnismenn litu rímurnar óhýru
auga yfirleitt, þótt enginn yrði þar
eins hart úti og Sigurður Breið-
fjörð, svo sem kunnugt er. Þeim
íannst þær of mikið keyptar og of
mikið lesnar og segja það lýsa
„vanþroska og smekkleysi þeirra,
sem lesa“. Gamla máltækið er enn
í fullu gildi: „Þeim getur skotizt þó
skýrir séu.“ Rímurnar voru þjóð-
inni meira en skemmtun og dægra-
stytting. Þær voru henni fjársjóð-
ur, sem hún jós af, og sem jók
henni hugarflug, víðsýni og orða-
íorða, allri þjóðinni til ómetanlegr-
ar blessunar, auk varanlegrar
ánægju, sem gerði þjóðinni léttara
að liía lífinu við einangrun, kulda,
þrældóm og margs konar skort. Það
sagði mér írú Elín Bárðardóttir,
frá Miðhrauni, sem var mesta gáfu-
kona, og írábærlega rímnafróð:
„Þegar ég hafði rimur að lesa,
einkum eítir Sigurð Breiðfjörð, þá
vissi ég ekki hvað tímanum leið,
og þá tannst mér mig íátt vanta.“
Engar bækur nema guðsorðabækur
haia haft eins marga hlustendur og
rímurnar höíðu, á rímnaöldinni. —
Rímur voru almennt hafðar um
hönd á heimilum um land allt, þótt
misjaínt kunni það að hafa verið
nokkuð. Heimilin voru mannmörg,
flest, og allir hlustuðu, dáðust að
I