Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
583
inn vafi á því, að þeir mundu geta
veitt upp úr honum ýmis leyndar-
mál kjarnorkunni viðvíkjandi, og
öll leyndin um þau mál yrði þá að
engu.
Mönnum var ekki ljóst hvað ætti
að gera við hann. Hann var ó-
breyttur borgari, og ef hann yrði
sendur í eitthvert opinbert sjúkra-
hús, þá var hættan á að hann mundi
tala þar af sér og gefa leiðbeining-
ar þeim, er síst skyldi. Það varð
því úr að lokum, að kjarnorku-
stjórnin gerði samning við herinn
um að hann yrði fluttur í eitthvert
sjúkrahús hersins. Og hinn 24. okt.
1952 var hann fluttur í Latterman
sjúkrahúsið og fengin þar stofa,
þar sem hann var algjörlega ein-
angraður frá umheiminum og
leynilögreglumenn héldu þar vörð
um hann, svo öruggt væri að eng-
inn óviðkomandi maður næði tali
af honum.
Þetta veittist erfiðara en menn
hafði grunað. Twitchell var æfur
út af því að þannig skvldi með sig
farið. Við það versnaði honum og
jafnframt varð hann erfiðari. Varð-
mennirnir máttu aldrei víkja frá
honum, hvorki nótt né dag, og
seinast fengu engir að koma til
hans nema læknarnir. Hann var
sífellt að tala um kjarnorkuleynd-
armálin, eins og honum væri nauð-
synlegt að létta á huga sínum með
því. En svo vel var hans gætt, að
ekkert af því barst út. Hinn 23.
marz 1953 andaðist hann svo, en
alveg fram í dauðann var hann
sítalandi um leyndarmálin.
Þetta er aðeins ein saga af mörg-
um, sem gerzt hafa og eru svipaðs
eðlis. Þetta sama hefir komið fyrir
marga helztu trúnaðarmenn við
kjarnorkustöðvarnar, að þeir hafa
gleymt því að þeir máttu ekki tala
um það, sem þeim var trúað fyrir,
eða að þeir hafa blátt áfram ekki
getað stillt sig um að tala um það.
Ungur sjóliðsforingi, sem vann
\
að kjarnorkurannsóknum, tók sér
far með hraðlestinni frá Oak Ridge
í Tennessee. Hann sat í vagni ásamt
mörgum öðrum og þar var glatt
á hjalla, nema hvað hann einn var
þögull og afundinn. En svo var það
allt í einu að hann byrjaði að tala,
og fór þá að segja samferðafólki
sínu frá þeim rannsóknum, sem
hann vann að. Það vildi nú svo til,
að í þessum vagni voru tveir leyni-
lögregluþjónar og heyrðu til hans.
Þetta var um það leyti, sem fyrsta
kjarnasprengjuárásin á Japan var
í undirbúningi, og hér var því mik-
ið í hættu ef eitthvað síaðist út um
það, en þessi maður vissi um allan
undirbúninginn. Leynilögreglu-
mennirnir tóku hann í sína vörzlu
og sneru aftur til Oak Ridge. Þar
var farið með hann til læknis og
kom þá upp úr kafinu að hann var
brjálaður.
Leslie Groves hershöfðingi, sem
var formaður kjarnorkumálanefnd-
arinnar í stríðinu, hefir látið svo
um mælt, að það sé alveg ótrúleg
þolraun, sem lögð sé á vísinda-
mennina að mega ekkert tala um
störf sín. Sumir geti alls ekki risið
undir þessu að bera leyndarmálin.
Kjarnorkusérfræðingarnir, segir
hann, eru einhverjir fremstu vís-
indamenn nútímans, stórgáfaðir
menn, sem vita vel hver ábyrgð á
þeim hvílir. En þessi ábyrgð verð-
ur þeim ofurefli. Þeir rísa ekki
undir því fargi, sem lagt er á sál
þeirra með því að þurfa altaf að
gæta orða sinna og mega ekki tala
við neinn um það, sem allur hugur
þeirra og allt starf þeirra snýst um,
ekki einu sinni konur sínar. Þeir fá
aldrei að létta á sér, og sé þeir
eitthvað veilir fyrir á sálinni, þá
getur þetta orðið til þess að þeir
missi algerlega vald á sjálfum sér
og tungu sinni.
Það er heldur ekki einleikið
hvernig farið hefir um ýmsa kjarn-
orkusérfræðinga, sem treyst var
eins og nýu neti, svo sem þá dr.
Klaus Fuchs og dr. Allan Nunn
May, sem báðir ljóstuðu upp kjarn-
orkuleyndarmálum. Þegar dr.
Fuchs játaði það, að hann hefði
látið Rússum í té upplýsingar um
kjarnorkumál, þá kvaðst hann
varla hafa verið með réttu ráði.
Og yfirlýsing dr. May bar þess
fyllilega merki að maðurinn væri
geggjaður, því að hann kvaðst hafa
fundið með sjálfum sér að hann
hefði einkarétt til þess að taka
ákvörðun um það hvort hinn frjálsi
heimur skyldi fá staðizt, eða fara'st.
Einn af helztu kjarnorkufræð-
ingum Bandaríkjanna er geðbilað-
ur. Menn vita það vel, en svo ó-
missandi er hann, að hann er lát-
inn halda starfi sínu áfram, þótt
honum mundi að öðrum kosti hafa
verið komið fyrir á geðveikrahæli.
Slíkur maður væri vís til þess að
tala í ógáti það, sem hann vildi
sízt sagt hafa. Þess vegna er aldrei
sleppt af honum hendinni. Læknar
og hjúkrunarkonur yfirgefa hann
ekki eitt einasta augnablik. Honum
er fenginn þjónn, sem er sérstak-
lega æfður sálfræðingur og hann
á að vaka yfir hverju fótmáli hans
og gæta þess að hann tali aldrei
við óviðkomandi menn.
Vegna þess hvað mönnum eí
hætt við því, ef þeir tapa sér, að
tala einmitt um sín dýpstu leynd-
armál, er nú haft stöðugt eftirlit
með andlegri heilbrigði allra
þeirra, sem eitthvað vinna að
kjarnorkurannsóknum í Banda-
ríkjunum.
<t_^<''íi®®®G\_?
Lyftan var trofffull og lyftudrenírur-
inn ætlaði að loka, en vegna þrengsla
varð honum það á að stíga ofan á
hefðarfrú. Hún varð óð og uppvæg af
reiði og hrópaði:
— Heldurðu að fóturinn á mér sé til
þess að fífl gangi á honum?
Lyftudrengurinn leit á hana og
sagði:
1— Já, ég er viss um það.