Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Side 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 meðvitundar um getu sjálfs sín til skilnings á heimspeki og jafnvel afreka á þessu sviði. — Hinn vakn- andi heimur vísindanna lét hann heldur ekki ósnortinn. Hann tók af lífi og sál þátt í tilraunum og vís- indum Royal Society, sem stofnað var um þessar mundir í Oxford (1660). Guðfræðina lét hann sér heldur ekki óviðkomandi, og las hana af samvizkusemi. Sumir segja að Lock hafi jafnvel um eitt skeið ætlað sér að verða prestur. Þó virðist honum hafa þótt hún jafn steinrunnin og miðaldaheim- spekin. Hann vildi standa föstum fótum í veruleikanum. Hann vildi komast til sannleikans, hinn aug- ljósa sannleika. Hann hafnaði í læknisfræðinni. Loks lauk hann prófi, án þess að geta sér verulegs námsframa og tók að kenna grísku og mælsku^ fræði á staðnum. En hugur hans var farinn að beinast að stjórnmál- um. — Hvað var að^gerast í Eng- landi? Cromwell hafði látizt 1658 og leiddi það til upplausnar í land- inu, sem varð enska lýðveldinu að falli. England hverfur aftur undir drottinvald kóngs og kirkju og Karl II. sezt í hásætið. í fyrstu virðist Lock vona að festa komist með þessu í stjórnarfarið, sem veiti mönnum frið og öryggi. Og bylt- ingamaðurinn lýtur höfði: „Hvað mér viðvíkur," ritar hann um þess- ar mundir, „þá er enginn sem hef- ur meiri virðingu og ást á yfirvöld- um en ég.“ En brátt verður „þessi sami málgefni John Lock“ þögull sem steinn. Hann fann skóinn kreppast að fætinum. Orð sögð gegn yfirvaldi urðu aftur hættu- leg þeim, sem talaði. En þó fátt væri sagt, brutust þó í honum hugmyndir um nýtt þjóð- félag, sem tryggði einstaklingum frelsi og öryggi; þar sem umburð- arlyndi og skilningur kæmi í stað kúgunar og hleypidóma. Vegna þessa innra ástands, réðist hann sem einkaritari í þjónustu Sir William Swan, ensks sendiherra og fór með honum 1664 til Þýzka- lands. Kynntist Lock í þessari ferð mönnum og málefnum og þegar hann kom heim árið eftir og byrj- aði að stunda lækningar í Oxford var hann orðinn margfróður um stjórnmál. Þessi stjórnmálaáhugi og kunnátta varð segull, pem dró til sín ný tækifæri. Einn voldugasti stjórnmálamað- ur Englands, Askley lávarður, sem síðar varð jarl af Shaftesbury kom til Oxford. — Lávarðurinn hafði kýli á bringu og leitaði sér lækninga á staðnum hjá lækni einum T*homson að nafni. Gos- drykkur var reyndur til að hreinsa blóðið. Vegna mistaka var um- ræddur drykkur eitt sinn ekki við hendina og læknirinn Thomson bað Lock að fara til lávarðarins og afsaka þessi mistök. Tóku þeir þá tal saman. Lock ráðlagði þá m. a. lávarðinum að láta skera kýlið og var svo gert. Aðgerðin dugði og fékk lávarðurinn fullan bata. — Vegna þessa atburðar kynntust þessir tveir menn og fundu að þeir áttu margt sameiginlegt, m. a. urðu báðir að leýna þeirri óbeit, sem þeir höfðu undir niðri á yfirdrottn- un krúnunnar og þeirri þröngsýni og ofsóknum, sem henni fylgdi. Varð kunningsskapur þeirra brátt vinátta, sem hélzt meðan báðir lifðu. Vegna vináttu sinnar við lávarð- inn yfirgefur Lock Oxford og flytzt í hús hans í London (Exeter House). í þessu húsi fann Lock sjálfan sig til fulls eftir dvölina í hinu akademiska andrúmslofti Oxford- borgara. Hann blandaði geði við menn af öllum stigum og barðist fyrir frjálsri hugsun og málfrelsi, sem Karl II. reyndi að afmá. í Ex- eter House safnaði hann um sig nokkrum heimspekingum, sem komu þar saman til að rökræða „trú og siðfræði“. í þessum rökræð- um sínum komust þeir brátt að landamærum hins óþekkjanlega. Töku þeir þá einnig fyrir hend’ir að draga skýra markalínu milli þess sem hægt er að þekkja og hins ó- kannanlega. Árangur þessara \#ð- ræðna birtist ekki fyrr en tuttugu árum síðar í riti Locks: Essay Con- cerning Human Understanding. Á þessum árum gekk Lock þó ekki heill til skógar. Hann hafði fengið asma og átti jafnan við van- heilsu að búa upp frá því. Bæði Shaftesbury og Lock féllu skjótt í ónáð hjá konungi yegna hinna frjálslyndu skoðana sinna og varð þá Lock að fara úr landi (1675) og dvaldi hann í f jögur ár í Frakklandi. Þegar heim kom var vinur hans nýkominn frá dómstól- unum, þar sem hann hafði verið ákærður um drottinsvik — en náð- aður. Árið eftir var hann sagður hafa tekið þátt í samsæri gegn kon- ungi og var þá settur í fangelsi. Hann komst þó undan og flýði til Hollands, þar sem hann lézt skömmu síðar. John Lock fluttist þá enn til Ox- ford, og hafði sig ekki í frammi. Stjórnin óttaðist hann þó og sendi njósnara til að gefa skýrslu um lifn- aðarhætti hans þar. Það eina, sem hann uppgötvaði var að Lock „lifði refslegu og óskiljanlegu lífi, væri tvo daga heima og 3 að heiman og enginn vissi hvert hann færi eða hvenær hann færi og kæmi.“ Stjórnin fékk bá annan njósnara til að gefa sér skýrslu um hagi Locks. Var það sjálfur biskupinn í Oxford og deildarforseti „Krists kirkju“. Hann varð heldur einskis vísari. „MjÖg oft,“ segir hann í skýrslu sinni, „hef ég bæði í einka- viðræðum og í annarra áhéyrn að yfirlögðu ráði býrjað að tala um niðurlægingu jarlsins af Shaft-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.