Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 SIG. A. MAGNÚSSON FYRRI GREIN Gamalt og nýtt í nútíma Ljóðagerð JjUNN sá hlutur, sem greinir manninn frá öðrum skepnum, er hæfileiki hans til að gefa hugs- unum sínum og tilfinningum form, tjá sjálfan sig og setja mark eigin persónuleika á aðra menn. Þetta hefur hann gert með margvísleg- um hætti á umliðnum öldum, í lát- brigðum, orðum, línum. litum eða tónum. í einu orði, listin hefur ver- ið viðamesta og varanlegasta tján- ingartæki mannsandans allt frá upphafi. Sú listgrein, sem á einna lengsta og fjölbreytilegasta sögu að baki, er ljóðlistin. Áður en ritlist kom til sögunnar, hafði ljóðagerð víða náð mikilli fullkomnun, og er þar nær- tækast dæmi norrænn kveðskapur við hirðir höfðingja fyrir kristni. Og flest það, sem til er ritað af elztu bókmenntum mannkynsins, er í bundnu máli. Á það jafnt við um indverskar, kínverskar, pers- neskar, egypzkar, hebreskar, grísk- ar og rómverskar bókmenntir. Það ræður af líkum, að víða hef- ur verið við komið í svo langri sögu, enda hefur það jafnan verið aðall mannsins að láta ekki staðar numið í leit sinni að nýjum leiðum og betri formum til að túlka sjálfan sig og veruleikann. Það yrði of langt mál að rekja þá sögu hér, en benda má á, að það form, sem lengsta hefur átt sögu, í ýmisleg- um tilbrigðum, er hið svo nefnda epíska form, sem enn í dag á sér marga iðkendur meðal hinna beztu skálda. Hér er það fyrst og fremst atburðarásin, sagan, sem máli skiptir, og túlkun sjálfs veruleik- ans kemur lítt eða ekki til greina — að öðru leyti en því sem hver atburður er í vissum skilningi túlk- un á lífinu. Það er ekki ófróðlegt að gera sér þess grein, að obbinn af íslenzkum kveðskap allt fram á okkar daga er í víðasta skilningi epískur: hann fjallar um atburði og persónur fremur en sálarlíf skáldsins og svn þess á lífinu, enda þótt hin ytri form séu með ýmsu móti. Að þessu leyti virðist mér íslenzk skáld- mennt nútímans standa að baki því, sem bezt er með öðrum þjóð- um, þar sem þróunin hefur legið innávið. Við virðumst rækja hið ytra á kostnað hins innra. Ekki þar fyrir, við eigum margar góðar und- antekningar, en heildarmyndin einkennist af atburðum fremur en innsýn. Má vel vera, að þetta eigi rætur í þjóðareðli okkar, og ef svo er, er ekki um það að fást. En það getur líka stafað af hugsunarlausri íhaldsemi: okkur er hið gamla og hefðbundna svo kært, að við þor- um ekki að leita á ný mið. — ★ — Það ætti að vera þarflaust að taka það fram, að arfur fortíðar- innar er hlutur, sem enginn heil- vita hugsandi maður gengur fram hjá. Því aðeins að við byggjum á fortíðinni, öðlast nútíð og framtíð varanlegt gildi. En það er jafn- gæfulaust að rígbinda sig svo for- tíðinni, að maður áræði ekki að reyna ótroðnar brautir. Það sem glapið hefur mörgum sýn í þessum efnum er eflaust sú hryggilega staðreynd, að á flestum sviðum lista hafa verið settar upp tvennar andstæðar búðir, þar sem hvor hópurinn um sig hrópar ó- kvæðisorðum til hins, og öll heil- brigð hugsun drukknar í vígorða- flaumi. Annar hópurinn vill hvorki sjá né heyra neitt, sem nýtt getur talizt, og hinn fordæmir allt, sem gamalt er og hefðbundið. Og tólf- unum kastar, þegar pólitískar kreddur eru dregnar inn í þennan bægslagang. Við rólega yfirvegun held ég það hljóti að verða mönnum ljóst, hve fjarri öllum sanni slíkur flokka- dráttur er. Allt, sem bezt hefur verið byggt með mannkyninu, á hvaða sviði sem er, stendur djúp- um rótum í fortíðinni. Og allt, sem áunnizt hefur í framsókn manns- andans, á rætur að rekja til þeirrar sannfæringar brautryðjendanna. að hið gamla væri ónóg og finna þyrfti nýja vegi. Og þeim gleymd-* ist ekki sú augljósa staðreynd, að nýir vegarspottar verða til lítílla nota, séu þeir ekki tengdir þeim vegum, sem fyrir eru. Það er sama fásinna að „byrja upp á nýtt“ með tvær hendur tómar og það er að gera sig ánægðan með það, sem fyrir er, „af því það hefur dugað hingað til.“ — ★ — Það kann að vera orðin innan- tóm glósa fyrir mörgum, að ný»r tímar krefjist nýrra forma, en fátt mun vera sannara, hvort sem litið- er á listir eða önnur svið mannlegs lífs. Því neitar víst enginn, að upp- götvun Kóperníkusar, franska stjórnarbyltingin, iðnbyltingin og atómöld nútímans sköpuðu hver um sig nýjan hugsunarhátt. Hver gertæk breyting eða bylting hefur ekki aðeins áhrif á ytra líf manna, kjör þeirra og kringumstæður, heldur umskapar hún líka hug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.