Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1954, Síða 23
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 595 © =Z»^=9>^tó>S5>«=9>^>^>^>==95^>=^>^>=£»‘S>>«=9>‘S»«=9>‘SWÖ>^=^^ MILLJÓNIR manna elta fús- lega glamrarann, sem leiðir þá rakleitt til glötunar, en fáir vilja fylgja hinum andlega leið- toga, sem leiðir þá til farsældar. Þetta sýnir dómgreindarleysi það, er ríkir meðal þeirra, sem vita ekki að afstaða þeirra til lífsins er röng, og á meðan svo er getur ekkert blessazt, hvorki í stjórn- málum, fjármálum né einkamál- um. Þetta sýnir að ástæðan til þess að menningin verður þjóð- unum ekki til gæfu ér sú, að þær eru ekki sinnar gæfu smiðir. Þær treysta ekki á hin æðri máttar- völd, heldur setja allt sitt traust á niðurrifsstefnu. En þegar vér lesum hina furðu- legu sögu um það hvernig mann- kyninu hefur þó fleygt fram, þá sjáum vér að það ber í sjálfu sér orku til þess að sigrast á erfið- leikunum. Maðurinn getur gert miklar breytingar og hafið allt á hærra stig, þó því aðeins að hann hafi taumhald á meðfæddum dýrslegum ofstopa. Þjóðfélags- skipun og félagsmál eru ávöxtur starfsemi aldanna. Reynsla og þekking, sem maðurinn hefur aflað sér. verður ekki borin fyrir borð. Vér eigum að láta það verða oss að gagni. ★ BARÁTTAN í dag er grímu- klædd. Það er ekki sú barátta, sem vér lesum um í blöðunum. Það er barátta milli hinnar miklu lygi efnishyggjunnar og hins mikla sannleika hins andlega lífs. Milljónir manna hafa glæpst á því að halda að tilvera sín hér sé líkamleg og ekkert annað. Nú súpa menn seyðið af þessari villukenningu. Rétt sjálfsskoðun ætti þó að sýna þeim að þeir eru ekki aðeins skepnur með líkama, tilfinningu og hugsun, heldur einnig með andlegt innsæi. Þess vegna er siðfræði og andleg fræðsla styrkustu stoðir unnir hverju þjóðfélagi. Þetta byggíst á þcim óskráðu lögum, sem ráða í alheiminum og standa miklu dýpra en nokkrar stjórnfræði- legar kenningar og fjármála- speki. Sannleikurinn er sá, að hin ytri vandamál sem nú þjá mann- kynið. eru afleiðing þess að því hefur ekki tekizt að leysa hin innri vandamál í hug og hjarta. Það er ekkert svar við ráðgátum stjórnmála og fjármála, fyr en menn kunna að svara hinum stærri spurningum um lífið sjálft, þar á meðal þessum: „Hvað er maðurinn?" — „Hver er tilgang- urinn með þjóðskipulagi?" — „Hvert er markmiðið, sem stefnt er að?“ Ef vér fáum ekki rétt svör við þessu, þá fálmum vér í myrkri, eyðum kröftum vorum til einkis eða til hins verra. — Kæruleysi um að svara þessum spurningum hefur leitt yfir mann kynið allt það böl, sem það á nú við að búa. En ef vér getum svarað þess- um spurningum rétt og fáum skilning á því hvert oss ber að stefna, þá getum vér afkastað meiru og unnið betur og liðið betur. Án þekkingar á lögmál- um guðdómsins, hljótum vér að ráfa í myrkri og reka oss á hast- arlega, alveg eins og vér höfum rekið oss á hvað eftir annað a þessari slysaöld. (Paul Brunton). f 1 í I í 1 i J t 1 f Pyrrolazote, Schering perparation 1667, Multergan, Park Davis S-45 og Trimeton Scopodamine mixtura. (Sum af þessum meðulum eru eigi enn komin í lyfjabúðir). Marezine hefir þegar verið not- að í nokkur ár með góðum árangri á farþegaskipum og flugvélum. Læknir nokkur hefir sagt, að hann hafi látið úti um 100.000 töflur af þessu meðali og það hafi reynzt nær óbrigðult, og ekki haft nein slæm áhrif á menn. Og þetta meðal er einnig gott að öðru leyti. Það hefir reynzt nær óbrigðult gegn þeirri ógleði, sem margar konur þjást af um meðgöngutímann. Nonamine heitir meðal, sem fundið var upp í Belgíu. Það er þessu líkt nema hvað það á helzt við svima. Tilraunir voru gerðar með það í flughernum, þannig að mönnum var snúið með ofsahraða í stól, þar til þá snarsvimaði og svo var athugað hve lengi þeir væri að ná sér svo að þeir gæti gengið óstuddir. Reynslan sýndi, að þeir, sem ekki fengu meðalið, voru eina mínútu að ná sér, en hinir, sem höfðu fengið það, náðu sér á 40 sekúndum. Hvert meðalið er nú bezt fyrir þá, sem þjást af sjóveiki, bílveiki eða loftveiki? Um það verður ekki dæmt, segja læknar, því að þau eru öll mjög svipuð. Og almenningi er heldur ekki nauðsynlegt að vita það, því að þessi meðul fást ekki nema gegn lyfseðli, og læknir á- kveður þá í hvert skifti hvert með1- alið hann telur heppilegast. Það er merkilegt, að þeir, sem fundið hafa upp þessi meðul, geta alls ekki gert grein fyrir því, hvernig á lækningarkrafti þeirra stendur. Og það er vegna þess, að menn vaða enn í villu og svima um það, af hverju sjóveiki, bílveiki og loítveiki stafar. Rannsóknir, sem gerðar voru í stríðinu, virtust benda til þess að þær stafi ein- hvern veginn af truflun í jafnvæg- isvísi innra eyrans. En enginn get- ur sagt neitt um hvernig á því stendur, að slík truflun skuli hafa svo furðuleg áhrif á magann. Vísindamenn eru nú að reyna að grafast fyrir þetta. En sjóveikir menn, loftveíkir og bílveikir, láta sér í léttu rúmi liggja hver ástæðan er, ef þeir geta aðeins fengið bót á þessum kvilla. Og hvað varðar þá um það úr hverju töflurnar eru, ef þeir aðeins fá bata af þeim? Bata geta menn nú fengið, og þessi dul- arfulla og argvítuga veiki mun ekki þjá mannkynið framvegis, eins og hún hefir gert fram að þessu. (Úr „This Week“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.