Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 617 göngumiðum var einnig útbýtt að áheyrendapöllunum og að sjálf- sögðu var engum börnum hleypt þarna inn. Undantekning frá því var þó að við vinkonurnar, Anna og Olufa Finsen og ég komumst inn íyrir, og varð það með#þeim hætti sem nú skal greina. Húsameistarinn Bald kom að máli við okkur daginn áður og sagði okkur í trúnaði að sér heíði verið úthlutaó þremur boðsmiðum til ráðstöfunar að vild. Sagðist hann ætla að gefa okkur þá, því að eng- inn hefði fylgzt með byggingu þessa húss af meiri áhuga og hrifn- ingu en við, og þætti sér því sjálf- sagt að við yrðum við vígsluna. „En þetta er nokkuð erfitt,“ sagði hann, „því að íeður ykkar væru vísir til að koma í veg fyrir þetta, og verður það því að vera leýndar- mál okkar í milli. Eins og þið vitið, safnast þingmenn og boðsgestir í alþingishúginu, en þaðan verður gengið í skrúðgöngu til kirkju, og verð ég að vera þar með. En þegar komið er úr kirkjunni ætla ég að laumast að bakdyrum alþingishúss- ins, og verðið þið að bíða mín þar. Fylgi ég ykkur þá upp á áheyr- endapallinn og kem ykkur fyrir á fyrsta bekk íyrir miðju, þar sem þið sjáið og heyrið vel, það sem fram fer. En svo verð ég að yfir- gefa ykkur og flýta mér á minn stað í skrúðgöngunni.“ Allt gekk þetta eftir áætlun og við sátum þarna á ágætum stað og sáum salinn fyllast af boðsgestum. Áheyrendapallarnir tóku nú einnig að fyllast, og allt í einu ruddist inn kona með miklu brauki og bramli og óð að okkur þar sem við sátum svo ánægðar. Var þetta Katrín, kona Benedikts Sveinssonar, fyrr- um yfirdómara. Rak hún okkur upp úr sætum okkar og sagði að það væri hart, að kona mikils met- ins alþingismanns, (þau hjón voru raunar skilin þá) gæti ekki komizt 7" Það' var árið 1917 að þeii Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Briem, Jón Þórarinsson, Sighvatur Bjarna- son og Hannes Thorsteinsson gengust fyrir samskotum í því skyni að láta mála mynd af Hilmari Finsen. Var feng- inn danskur mál- ari, H. Dohn, til þess að gera myndina eftir ljósmynd. — Með bréfi 30. júní 1919 er myndin afhent forsetum Alþingis „til varðveizlu í Alþingishúsinu". Forsetar þakka gjöfina með bréfi 5. júlí og telja sér „ljúft að taka við mynd þessari til varð- veizlu í þinghúsinu.“ — Myndin er nú í blaðamannaherbergi neðri deildar, ásamt myndum af Bergi Thorberg landshöfðingfa, Páli Melsted, Pétri Péturs- syni biskupi, Guðmundi Óiafssyni og Einari Árnasyni alþingismönnum. í sæti fyrir krökkum. Reyndum við eitthvað að malda í móinn og sýtia miðana okkar. Kallaði hún þá með þjósti á einhvern umsjónarmann á palhnum og skipaði honum að reka okkur út. Honum mun hafa verið kunnugt um, hvernig stóð á veru okkar þarna, svo að hann reyndi að hola okkur niður á einum af öftustu bekkjunum á pallinum, þar sem við smælingjarnir, hvorki sá- um neitt né heyrðum! Ekki þorðum við þó að segja frá þessu, því að við vissum sem var, að okkur hafði verið smyglað inn. — ★ — Að lokum vil ég geta þess, að æskuvinkona mín, frú Anna Finsen Klocker lézt nú síðastliðið vor 24. april, og skrifuðumst við á til henn- ar hirt2tu stundar. Hún kom aðeins einu sinni til fæðingarlands síns eftir að hún fluttist með foreldrum sínum alfarin héðan 1882. Það var árið 1938 sem hún kom og var hún þá sjötug að aldri. Auk stjórnarráðshússins, þar sem hún fæddist, var alþingishúsið einn sá staður, sem bernskuminningar okkar voru nánast tengdar og rifj- uðum við upp margt frá þeim tím- um í sambandi við það hús. Henni urðu það vonbrigði, að olíumyndin af föður hennar, sem þingmenn höfðu gefið alþingi, var ekki í sal neðri deildar, eins og hún hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.