Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 1
Jörgen Bukdahl: Bókmennta arfleifö íslands FÉLAG íslenzkra rithöfunda bauð þeim Jörgen Bukdahl og Bjarna Gíslasyni rithöfundum, í kvnnisför að Reykholti og Borg á Mýrum. í Borgarnesi var snaeddur miðdegisverður og þar flutti Jörgen Bukdahl eftirfarandi ræðu. EG byrja á því að þakka „Félagi íslenzkra rithöfunda“ fyrir þá fögru hugulsemi að bjóða mér í heimsókn til hinna tveggja forn- frægu bókmenntasetra. Seint kom ég hingað, en það er ekki vegna þess að ég hafi látið mig íslenzkar bókmenntir lítið varða. Ég hef fylgzt með þeim eins vel og ég hef getað, og mér hefur einnig tekizt að vekja nokkra athygli á þeim í Danmörku. Ég dáist að þroskanum og fjölbreytninni í nútíma bók- menntum íslands, eírðarleysinu, nýum tilraunum, sem hér eru, líkt og í Finnlandi, minna háðar venj- unni, heldur en á hinum Norður- löndunum. Hér var það eins og í Finnlandi „exikutialismi“ — er gekk undir nafni „expressionisma" — áður en kom hin evrópiska stefna frá Sartre og hinum frönsku samherjum hans og samkeppnis- mönnum. En hér á þessum stað, í ríki Egils Skallagrímssonar, vil ég þó fyrst minnast upphafsins, hinnar glæstu fortíðar, sem lyfti íslandi hátt í listarheimi Evrópu á miðöldum: hetjukvæðanna og sagnanna, sem að listargildi stóðu svo hátt, að þau skyggja að nokkru leyti enn á seinni tíma list, þótt góð sé. En ísland er ekki fornminjabúr, hefur aldrei verið það, og er bað ekki heldur nú. Ekkert af Norður- löndum hefur sennilega verið jafn opið fyrir erlendum straumum eins og ísland. Menn sigldu til landanna í austri og suðri og fluttu þaðan með sér nýtt innsæi, er þeir túlk- uðu á þjóðlegan hátt, já, bræddu upp hin léttu og einföldu ljóðaform meginlandsins og steyptu þau upp í hinu afmarkaða og fasta formi Eddukvæðanna. Þar má t. d. minn- ast á Klopstocks Messias. Bók- menntalega séð, var ísland aldrei einangrað. Með fleiri og fleiri þýð- ingum var það mitt inni í þróun hinna evrópisku bókmennta. íslendingar gátu leyft sér þetta vegna þess, að þeir stóðu á fornum merg, bæði um tungumál og menn- Jörgen Bukdahl ingu. Og þrátt fyrir yfirdrottnun Dana helzt þróunin óslitin frá Eddu og sögum, frá Snorra, Jóni Arasyni, Lilju, Sólarljóðum, Vísnabókinni, Hallgrími Péturssyni, Jóni Vídalín og rímunum, allt til þess er þeir Jónas og Bjarni hófu endurreisnina á öndverðri 19. öld. Hin trausta þjóðmenning, hið innra jafnvægi, baráttan milji hins gamla og nýa, er bar svo margfald- an ávöxt, eins og Vísnabókin vott- ar! Menn tala um Arkimedes og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.