Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 6
613 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BILARNIR eru háskalegustu farartœkin GREIN þessi er þýdd úr amerísku blaði og er miðað við ástandið þar í landi. En það er alls staðar svip- að og orsakirnar til hinna tíðu bíl- slysa éru alls staðar þær sömu. — Greinin á því erindi til íslenzkra ökumanna, ekki síður en annara. A Ð E R ekki lítill vandi, sem ökumönnum er lagður á herðar: að stýra bíl án þess að drepa sig eða aðra. Um allan heim, þar sem bílar eru mikið notaðir, er alltaf um líf og dauða að tefla. Sérstak- lega á þetta við í Englandi og Bandaríkjunum. Árið 1953 slösuð- ust 2.140.000 manna á þjóðvegum í Bandaríkjunum, en 38.500 létu líf- ið. En það er sama sem að bifreið- arnar hafi lagt 100 menn í gröf- búizt við. Myndina var hvergi að finna í alþingishúsinu árið 1938. Var okkur sagt að hún væri geymd í málverkasafni ríkisins. Síðustu tvö árin sem hún lifði. minntist hún oft á þetta mál, og rétt áður en hún dó, gat ég fært henni þá gleðifregn, að myndin væri aftur komin í albingishúsið, en væri nú í einu hliðarherbergjanna við sal neðri deildar. En mér er spurn, hvort myndin sé þarna á réttum stað? Þeir Tryggvi Gunnarsson, Eirík- ur Briem og Jón Þórarinsson, sem gengust fyrir því að myndin var gerð, gerðu það í vitund þess hvað Hilmar Finsen landshöfðingi hafði gert fyrir landið, og að hann í raun- inni var „faðir“ alþingishússins og ætti því að heiðra minningu hans sérstaklega á þeim stað. Thora Friðriksson. ina á hverjum degi til jafnaðar. Þessi slys eru nú orðin svo alvana- leg, að menn eru hættir að kippa sér upp við þau. En þeir, sem ger- ast ökumenn, og vilja hvorki drepa sjálfa sig né aðra, verða að vakna til skilnings á því, að þar veltur allt á gætilegum akstri og varúð gagnvart öðrum ökumönnum. Hvernig stendur á því að svo margir drepa sig við akstur? Ær það einhverjum göllum á bílunum að kenna? Nei. Samkvæmt skýrslum vá- tryggingarfélaganna um slysin 1953, voru 95% af bílum þeim, er í slysum lentu, í bezta lagi. Eru þá slysin vondum veguni eða bleytu að kenna? Nei. Árið sem leið skeðu þrjú af hverjum fjórum slysum í góðu veðri og á þurrum vegum. Eru þá slysin hættulegum vegar- beygjum að kenna? Nei. Árið sem leið urðu 80% af bílslysunum á beinum vegum. Hver er þá aðalorsök slysanna? Sökina á maðurinn eða konan, sem situr við stýrið og gerir hið ágæta farartæki að háskalegri drápsvél. Sannanirnar fyrir þessu eru óteljandi. Það er ökumaðurinn, sem á sök á slysunum, en ekki bíll- inn, hreyfillinn, né vondir vegir. HRAÐAKSTUR, ÁFENGI OG ÞREYTA Yfirsjónir ökumanna eru ótelj- andi. En á sumum ber þó allra mest. Það er nauðsynlegt að öku- menn geri sér ljósa grein fyrir þessu, ef þeir vilja lífi og heilsu halda, Ein helzta yfirsjónin er of hraður akstur. Árið sem leið var of hraður akstur orsök 40% af lim- lestingum manna og 46% af bana- slysum. Á þessu má sjá að of hrað- ur akstur er aðalorsök slysanna. Önnur aðalorsök slysanna er sú, að menn aka undir áhrifum áfeng- is. I ái^skýrslu „National Safetv Council“ segir að fjórða hvert banaslys hafi orðið vegna þess að ökumaður var undir áhrifum á- fengis. En lögregla og dómarar segja að sú tala sé míklu hærri. Það getur varla verið tilviljun ein, að banaslys vegna ölvunar öku- manna eru lang fátíðust í Detroit, en þar er það fangelsissök að aka bíl undir áhrifum áfengis. Öku- menn mega aldrei bragða áfengan drykk. Það er sannað, að þó menn drekki ekki nema aðeins einn bjór, sem er 2,75% að styrkleika, þá hafa þeir misst nokkuð af öryggi huga og handar og eru seinni til við- bragðs. Margir ökumenn halda áfram að aka þótt þeir séu þreyttir og syfj- aðir, og margur lætur lífið fyrir það. Það er ein af helztu orsökum bílslysanna að syfjaðir menn hafa setið við stýrið. Ef menn loka aug- unum andartak, þá er það nægur tími til þess að háskalegt slys hljótist af. Það er hreint og beint leikur til þess gerður að stofna lífi sjálfs sín og annara í voða, ef menn aka syfjaðir. Á langleiðum ætti því sem oftast að skifta um bíl- stjóra. HÆTTULEGT KÆRULEYSI Eitthvert háskalegasta kærulevs- ið um líf og öryggi er að streitast við að fara fram úr öðrum bílum. Það eru ekki aðeins unglingar, sem gera sig seka í þessu, heldur jafn- vel reyndir og ráðsettir menn. Sömu menn tefla einnig jafnan á tæpasta vaðið þegar skiftir um ljós á götum. í Bandaríkjunum eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.