Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 8
620 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Friðrik Ásmundsson Brekkan: Skemman é Þjóðminjasafni KEGAR fariö er úr í'remri saln- um niðri í þann innri verður íyr- ir stuttur gangur; á veggjunum þar til beggja handa eru íáeinir gripir, sem vel eru þess verðir, að þeim sé nokkur gaumur gefinn. Vinstra megin er efst fallega skorinn veðurviti frá Víðivöllum í Fnjóskadal með ártalinu 1833 og fangamörkum hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Valgerðar Ind- riðadóttur, sem þar bjuggu þá. Þar undir er fornleg kirkjuhurð frá Flatey í Breiðafirði, undarlega lág og lítil en með einkennilegum og fallegum útskurði. Þá er sýndur þar hór eða hókrókur af Austfjörð um; hann má færa upp og niður á trégrind og er gerólíkur hóbands- krókum þeim, er algengastir voru víðast hvar í eldhúsum hér á landi. Undir honum eru nokkrir pottkrók- ar, sem hafðir voru til að lyfta þungum pottum af hlóðum og bera þá. Á dálitlum palli þar undir stendur „bollasteinn", forn, fund- inn í Vestmanneyum; er það lá- barinn steinn, vel tilhöggvinn, með kringlóttum bolla í miðju, en að utan er hann höggvinn í líkingu Ferðaskrínur Bjarna Thorarensens, klæddar selskinni við ljónshöfuð með dálitlum vængj- um; mun hann hafa átt að tákna „kerúb". Á honum eru allstór eyru með götum í gegn, sem gerð munu hafa verið fyrir bönd til að láta hann hanga í; að líkindum hefur þetta verið lampi. — Innst er kirkjuhurð frá Núpi í Dýrafirði, með hring, stórum lömum og fleira skrauti; er það bæði óvenjulegt og Veðurviti frá Víðivöllum í Fnjóskadal fagurt járnsmíði, sem talið er vera frá 17. öld. Á veggnum til hægri er fyrst vindhanaspjald frá kirkjunni á Stórólfshvoli; er það gagnskorið látúnusspjald með nafndrætti Frið- riks konungs VI., ártali 1833 og S. G. Thorarensen. Undir er kirkju- hurð fornleg og fremur lítil frá Helgastöðum í Reykjadal; var síðar fyrir peningshúsum á Halldórs- stöðum. Hún er með skrautlega smíðuðum járnum. Þar fyrir innan eru steinkolur, lýsispönnur úr járni og lýsislampar úr kopar, og innst kirkjuhurð frá Grcnjaðarstöðum; er hún, eins og hurðin frá Núpi, ný, sett undir lamirnar, sem eru taldar vera frá 14. öld, afarstórar, skrautlegar og forkunnar vel smíð- aðar. Er slíkt járnsmíðimjögfágætt hér og hefur þess verið getið til,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.