Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1954, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 62b Jlt(í Br 'mmv Ég átti eitt sinn gæðing, ég ennbá sakna hans. Því hesturinn á huga og hjarta sveitamanns. IJm grundir, grænar hlíðar, um grjóturð, holt og mel, við t'órum ferðir margar, þær ferðir man ég vel. Um háar heiðarbrekkur, um haust og fagurt vor, þar lágu leiðir okkar og létt var oft um spor. En áfram árin streymdu og okkar skildist leið. Ég heyri hnegg í fjarska og hófatökin greið. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka. KELDUR Á RANGÁRVÖLLUM. — Þegar „Nordisk Film“ ákvað að kvik- mynda Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson — það var árið 1919 — þurfti að finna hér bæi þar sem var forn og risuleg bygging. Var þá enginn bær fyr til nefndur he'dur en Keldur á Rangárvöllum, og þar var svo nokkur hluti mvndarinnar tekinn. Síðan eru nú liðin 35 ár og á þeim tíma hafa flestir gömlu islenzku bæirnir horfið úr sögunni. En Keldnabærinn stendur enn ó- brevttur og er vel við haldið. Yfir honum vakir órofa tryggð við forna islenzka þjóðmenningu. Hann stendur nú sem bögult vitni um það, hvað hinn forni ís- lenzki byggingarstíll var fagur og hvað hann var í fögru samræmi við náttúru landsins. (Ljósm. Gunnar Rúnar). r REKAFREGN Eiríkur Ólsen var sonur Ólafs kop- T arhauss á Fjarðarhorni í Kollafirði. r Þegar móðir hans gekk með hann vitr- aðist henni í draumi fornmaður, sem nefndist Brynjólfur og bað hana að láta heita i höfuðið á sér, ella mundi r barnið verða auðnuleysingi. — Þegar r sveinninn fæddist vildi konan láta hann r heita Brynjólf, en Ólafur vildi það með r engu móti og lét hann heita Eirík. r Rættist á honum spá draummannsins r að hann varð ráðleysismaður og flakk- r ari. Þóttist hann vera skáld, og orkti r atómljóð. — Einhverju sinni kom hann norðan af Ströndum inn í Hrútafjörð. Var hann þá spurður tíðinda og sér- r staklega um það, hvort nokkur reki r væri um þær mundir. — Þá svaraði Eiríkur: Ó, já, elsku vinurinn! Fjörurnar voru fullar af klumbum og drumbum, hnyðjum og hnúgum, kyljum og rótum, spýtum og sprekum, ^ ásum og súlum, röftum og rám, keflum og mori, kubbum og trjám. Þetta var kölluð Rekafregn og þykir bezt af ljóðum hans. VAR ÞAD ET ÍSIÆNZKUM ÁRBÓKUM HAPP...? Espólín fór eftir manntalsþing til kaupa suður í Reykjavík, er vani hans var. En er sýslumaður fór sjóveg aftur upp á Akranes, lá honum við liftjóni, þvi drukknir voru þeir menn, er fluttu hann, og höfðu nálega stevtt á skeri, nema hann varaði þá við. En er lengra dró út á fjörðinn, tók hann og svo að drekka. Gætti hann sín þá eigi sem þurfti og sat á hleðslu uppi, en bátur- inn skreið með fullum seglum, en er menn slingruðu til í bátnum og hann veltist til, hraut sýslumaður útbyrðis, en náði tveim höndum í borðið, og fyrir því að hann var í kápu, er mjög þyngdi hann í sjónum, en báturinn á fullu skriði, en þeir felldu eigi seglin, því mjög fellust þeim hendur, var honum engi kostur að varpa sér upp í, einkum er háfrmi var á, og það bó báturinn hefði kyrr legið. Helt hann svolengi,unz hann tók að þreytast. Vildi þá til að seglin voru felld, og varð honum þá nauðulega borgið, þá létti af skriðinu. (Sjálfsævisaga Espólíns). HORFINN SIÐUR Enn man margur þá tíð, þegar Jónas gamli Máni, skopskáldið, er orkti undir nafninu Plausor, þrammaði um götur höfuðstaðarins og bar stóra trumbu í fvrir, sem hann barði ótt og með þunga. Ymurinn úr trumbunni smaug inn um glugga og gátt. Sumir urðu til þess að gægjast út, rétt til þess að líta á Plau- sor. Allir bæarbúar vissu, hvað trumbu -slátturinn boðaði. Það var uppboð hjá bæarfógeta í dag.... Jónas máni gekk hverfi úr hverfi í bænum og barði sína trumbu þangað til 1914, en þá tók Ólafur Jónsson lögregluþjónn við og gerði það enn um skeið. Svo lengi tórðu hinir gömlu siðir, sem danskir embættismenn höfðu innleitt í hátt- erni Reykvikinga. (Knud Zimsen: Við fjörð og vík).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.