Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Blaðsíða 1
40 ára leiklistarafmæli Haralds Björnssonar ÞEGAR LEIKLISTARÁHUGINN VAKNAÐI VER VAR það, sem vakti hjá þér leiklistaráhugann, spyr ég Harald Björnsson, um daginn er hann kom heim til mín. Hvað varð til þess, að þú helzt ótrauður út á leiklistarbrautina ? — Það er fljótsagt, segir hann. Það var Margrét Valdimarsdóttir leikkona. Viðbúið er að margir les- endur Lesbókarinnar viti lítil deili á Margréti, því nú eru liðin 40 ár frá því að hún andaðist norður á Akureyri. En þar hafði hún skemmt leikhúsgestum frá því skömmu eftir aldamótin. Meðan hennar naut við, var hún einn brautryðjandinn í leiklist Akur- eyrar, og þar ól hún aldur sinn að mestu. í blaðagrein var henni lýst á þessa leið: EYFIRSK KONA MEÐ ÓVENJULEGA HÆFILEIKA „Þessi eyfirzka kona hafði í rík- Haraldur Björnsson 4 um mæli flest það til að bera, sem norræna leikkonu mátti prýða. Hún var meðalhá, vel vaxin og tíguleg með sítt gullbjart hár. — Svipurinn var bjartur og höfðing- legur og andlitið fölt. Manni datt ósjálfrátt í hug grísk gyðjumynd í hvítum marmara, en mikillæti lundarfarsins, sem er auðkenni hins norræna kynstofns, lagði nokkurn blæ þótta og stórlætis um þetta fagra andlit. Málrómurinn var hljómþýður, bjartur og skýr, enda hafði hún mjög fagra og fyllingarmikla sópr- anrödd, sem oft kom sér vel í þeim mörgu sönghlutverkum, sem urðu viðfangsefni hennar. AF ÆTT JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Hún átti ekki langt að sækja listhneigð sína. Afi hennar, Hall- grímur Tómasson hreppstjóri á Grund í Eyjafirði, var systurson- ur Jónasar Hallgrímssonar. Komu þar saman ætt hennar og Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Móðir henn- ar, Guðrún, var og mjög vel gefin kona, unni allri fegurð og listum. Ung fluttist M. til ísafjarðar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.