Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1955, Qupperneq 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 112 Haraldur Björnsson: Ölmusumaður í Galdra-Lofti veginn. En þetta var aðeins einn þáttur í brauðryðjandastarfi hans. Nú var að miðla öðrum af þeirri þekkingu og revnslu, er hann hafði aflað sér á námsárunum. Haraldi stóðu ýmsar leiðir opn- ar, er hann hafði lokið leiknám- inu. Þannig átti hann kost þess, að gerast leikari við Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn. Átti hann þá völ milli þess og Iðnó gömiu — en hann valdi hvorugt. Hann valdi ísland og íslenzka leiklist, eins og hann kemst sjálfur að orði í bréfi til mín fyrir skömmu. — Og enn lét hann í haf, og aftur horfði hann út — en nú í áttina til íslands, þar sem verkefnin biðu hans ávhverju leiti. Er Haraldur kom heim, hefst hann þegar handa um leikstarfsemi og síðan hefur hann verið sístarf- andi að framgangi íslenzkrar leik- listar og unnið henni mikið og ó- metanlegt gagn, bæði sem leik- stjóri og leikari. Má vissulega þakka honum öðrum fremur, að leikstarfsemin á landi hér er nú komin í það horf, að vér megum vel við una, þó að enn standi hér margt til bóta. Haraldur Björnsson hefur oft hlotið misjafna dóma sem leikari og stundum hefur staðið um hann nokkur styrr. Annars var ekki að vænta, því að hann getur verið gustmikill þegar því er að skipta og er ör í lund eins og flestir at- hafna- og áhugamenn. Um leik Haralds skal ekki fjölyrt að þessu sinni. Honum eru vitanlega eins og öðrum mönnum, mislagðar hendur, og því fer fjarri að öll hlutverk láti honum jafn vel. En fari hann með hlutverk, sem vel er við hans hæfi, er enginn íslenzkur leikari honum fremri, endahefurhann sýnt þau leikafrek er seint munu gleym- ast þeim, er séð hafa. Svo er t. d. um leik hans í hlutverki Klen- ows prófessors í „Sá sterkasti" og þá ekki síður leikur hans í hlut- verki Shylocks í „Kaupmanninum í Feneyjum.“ Hygg ég að leikur hans í því hlutverki sé með því bezta, sem sézt hefur hér á leik- sviði. EKKEKT HLUTVERK OF LÍTIÐ TIL AÐ LEGGJA VIÐ ÞAÐ ALÚÐ Vafalaust má deila um leik allra manna, hversu ágætir sem þeir eru. En um það verður ekki deilt, að leikur Haralds Björnssonar ber jafnan vitni þess að hann virðir leikstarfið og ber lotningu fyrir þeirri list, er hann þjónar. Fyrir honum er ekkert hlutverk ,,lítið“ Hann vinnur að öllum þeim hlut- verkum, sem hann tekst á hendur af sömu alúð og kostgæfni. Vand- virkni hans er frábær og til fyrir- myndar.“ Haraldur komst m. a. svo að orði: — En það var ekki fyrr en ég fór að nálgast þann aldur, er voru öll æfiár leikkonunnar á Akureyri Haraldur Björnsson: Angakok í Landið gleymda er ég dáði mest, að ég ákvað að brjótast í því að ráða mig til náms við leiklistarskólann í Kaup- mannahöfn — árið 1925. VIÐ LEIKFÉLAG AKUREYRAR 1917 stofnuðu nokkrir áhuga- menn á Akureyri félag til að halda uppi leikstarfsemi í bænum. Nokk- ur afskipti hafði ég þá haft af leikstarfsemi þar, því í febrúar- mánuði 1915 tók ég að mér hlut- verk í „Frænku Charleys“ á svið- inu á Akureyri. í maímánuði um vorið skrapp ég til Reykjavíkur m. a. til þess að ná tali af Adam Poulsen leik- stjóra er var hér staddur þá. Svar A. Poulseen við spurningu minni um það, hvort ég hefði leikhæfileika lyktaði með því að hann bauð mér að opna mér leið að námi í leikskóla Konunglega leikhússins. Að svo búnu fór ég á fund de Fontenay sendiherra Dana í Reykjavík og óskaði aðstoðar hans að því að komast að settu marki. Ég skrifaði danska utanríkisráðu- neytinu um beiðni mína og ráðu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.