Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■- i6i við, því að Ólaíur væri ekki lengur andlegrar stéttar maður. Þá tók Brynjólfur Sigurðsson málið fyrir gestarétt Árnessýslu (18. júlí) og var þar dæmt að séra Ólafur skyldi flytjast vestur og sýslumaður Dalasýslu hafa hann í gæzlu. DÆMDUR TIL UTANFARAR Ekki gerði Ólafur amtmaður sig ánægðan með að senda séra Ólaf í gæzlu vestur í Dali. Og nú skeði hið undarlega, að séra Ólafur var dæmdur til þess, er hann hafði mest þráð, en ekki fengið. Hinn 23. júlí gaf Ólafur amtmaður út skip- unarbréf um, að séra Ólafur skyldi flytjast til Kaupmannahafnar með fyrsta skipi. Jafnframt þessu skrifar amtmað- ur Rantzau stiftamtmanni og er heldur lágt á honum risið. Skýrir hann frá því, að nú verði séra Ólaf- ur sendur út með Eyrarbakkaskipi, þó án vegabréfs frá sér, því að lög- menn og aðrir valdsmenn á Alþingi hafi engin önnur ráð séð með hann, því að ekki þyki tiltækilegt að setja hann í járn, þar sem hann hafi áð- ur þjónað prestsembætti. Hann segir að þessi óttalegi maður hafi hótað sér bana og mundi hafa fram- kvæmt þá hótan sína, ef góður guð hefði ekki verndað sig frá morðtil- ræði hans og viðstaddir menn aftr- að honum. Nú biðji öll yfirvöld landsins konung að hafa hann í gæzlu erlendis eftirleiðis, því að hér á landi sé enginn öruggur stað- ur fyrir hann, þar sem honum verði hamlað að svifta sjálfan sig eða aðra lífi. Og svo segir amtmaður, að það sé öldungis víst, að verði séra Ólafur látinn laus aftur og sendur hingað í land, þá hljóti bæði amtmaður sjálfur og aðrir að flýa landið undir vernd konungs, með því að engiiin geti verið öruggur um líf eða hmu fyrir hinum skyndi- legu morðtilraunum þessa manns. Kveðst amtmaður hafa orðið að láta vinnufólk sitt halda vörð nótt og dag um bústað sinn á Alþingi, og eins verði hann að láta halda vörð heima um konu og börn, meðan þessi maður sé í nánd. Hið sama hafi og aðrir orðið að gera. Biður svo amtmaður innilega bá háu herra í stjórninni að koma því til leiðar við konung, að amtmaður og íslendingar frelsist frá þessum óttalega manni, svo lengi sem hann lifi. BEÐIÐ UM DANSKA DÁTA Þetta var svo sem ekki nóg. Ann- að bréf skrifa Ólafur amtmaður og lögmenn báðir, Sveinn Sölvason og Björn Markússon, konungi og biðja hann blessaðan að senda hingað tvo danska dáta sér til varnar. Að vísu er þessi beiðni grímuklædd þannig, að dátarnir eigi að vera tugthús- meistaranum til aðstoðar að halda sakamönnum í skefjum. En aðal- tilgangurinn og ótti þeirra sjálfra kemur greinilega fram seinna í bréfinu, þar sem þeir segja að dát- ar þessir geti gert almenningi ým- islegt annað gagn, t. d. að vera á Alþingi til þess að halda í skefjum óviðráðanlegum mönnum, er trufli réttarhald, eða eins og nú hafi átt sér stað, er ær og illgjarn maður hafi hótað að drepa embættismenn konungs, og þess vegna hafi þing staðið 4—6 dögum lengur en þurft hefði annars. Hvar var nú hin forna hugprýði og hetjudáð íslenzkra höfðingja? Einn maður skýtur æðstu stjórnar- herrum landsins og öllu Alþingi þeim skelk í brjóst, að beðið er um „vernd“ tveggja danskra her- manna! Slíkt volæði og niðurlæg- ing mun vera einsdæmi í sögu landsins, sem betur fer. UTANFÖR OG IIEIMKOMA Séra Ólafur var sendur utan með skipinu „Stadt Hadersleb“, og var Brynjólfur sýslumaður Sig- urðsson sendur með honum til að gæta hans. Voru þeir 5 vikur í hafi. Og er til Kaupmannahafnar kom fekk séra Ólafur vottorð hjá skip- stjóra og Chr. Hartmann kaup- manni um ágæta hegðan sína á skipinu, og er þar sagt að ekkert hafi borið á óróa né brjálsemi hjá honum. Síðan ritar séra Ólafur Rantzau stiftamtmanni bréf og bið- ur hann mikillega að sjá um, að sér verði fyrirgefin árásin á amt- mann, og lofar hann jafnframt að hegða sér vel og stillilega í Kaup- mannahöfn. Rantzau stiftamtmaður lézt á þessu ári, en við stiftamtmanns- stöðunni tók þá barón Pröck. Hann skrifaði Kansellí um vorið, og spurði hvað ætti að gera við séra Ólaf. Var Pröck talinn maður ein- arður og hugrakkur og hafi haft andstyggð á öllu volæði og aum- ingjaskap. Munu hræðslubréf hinna æðstu valdsmanna á íslandi sízt hafa orðið til þess að auka álit þeirra í hans augum. Og sama máli mun hafa verið að gegna með aðra stjórnarherra. Kansellí svaraði því, að bezt væri að stiftamtmaður sæi um að Ólafur kæmist aftur heim til íslands með fyrsta vorskipi. Þannig var ekki aðeins hundsuð beiðnin um að Alþingi fengi danska dáta sér til varnar, heldur var séra Ólafur sendur heim aftur, og létu dönsku stjórnarherrarnir skeika að sköpuðu um, hvort það yrði til þess að allir helztu embættismenn ís- lands yrði landílótta og leituðu á náðir konungs. SÆTTIR OG UPPREISN Séra Ólafur kom út vorið 1769 og reið til Alþingis. Þar átti mál þeirra amtmanns að koma fyrir prestastefnu og ritaði amtmaður prestastefnunni langt ákæruskjal á hendur séra Ólafi. En málið var aldrei tekið fyrir,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.