Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 16
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE AG986 ¥ 9 ♦ Á K 9 6 4 2 * 9 3 AK54 ¥752 ♦ D G 10 4 3 6 5 2 N V A S A 2 ¥ Á 108643 ♦ 7 3 * D G 10 4 4 Á D 10 7 3 ¥ K D G ♦ 86 4 Á K 7 S sagði 6 spaða og út kom T D. Hún er drepin og S G slegið út í borði og S lætur í lágspaða. Nú má V ekki drepa, enda er kóngurinn ekki í neinni hættu. Vestur verður að reyna að fá vitneskju um hvort hann á heldur að slá út hjarta eða laufi, þegar hann kemst að. Ef hann drepur nú moð kónginum og S kemst inn á næsta slag, þá getur hann fríað tígulinn og fleygt af sér þremur spilum, annaðhvort í laufi eða hjarta. V gefur því S G og aftur kemur út tromp úr þorði. Þá fleygir A H10 til merkis um að hann vilji fá útspil í hjarta. Og þar með var spilið tapað. DRAUGAR FYRIR NORDAN Sumarið 1860 skrifar Jón alþm. á Gautlöndum Jóni Árnasyni út af draugasögum, sem hann hefir verið beðinn að safna, og segir þar meðnl annars svo: — Ekki hefi ég heyrt getið hér nema um einn draug með Skottu nafni, nefnilega Mývatns-Skottu, sem mun vera eitt og hið sama og Hlíðar- Skotta, en Húsavíkur-Skotta held ég sé engin til. Hleiðrargarðs-Skottu hefi ég heyrt nefnda í Eyafirði, og frá henni kvað Eyafjarðarpestin (bráðafárið) vera komin, eða af hennar völdum. Um upptök Húsvíkur-Lalla verður allt verra við að eiga. Þeir menn eru nú löngu dauðir, sem mundu hann eða SELTJARNARNES. — Fyrrum var Reykjavík ein af jörðunum á Seltjarnarnesi. Nú hefur hún þanizt yfir land jarðanna Sels, Hlíðarhúsa, Víkur, Arnarhóis, Rauðarár, Laugarness, Klepps, Bústaða og Skildinganess og allra hinna mörgu hjáleiga, er fylgdu þessum jörðum. Hér sést vestasta byggðin, Skjólin svo- nefndu. Þar fyrir vestan tekur við Seltjarnarneshreppur, aðeins blátotan á nes- inu. En hann er líka að fá á sig bæarsnið, eins og sjá má. Þar eru komin þétt byggðarhverfi, og áður en varir mun byggð þekja allt nesið og hlýtur það því óhjákvæmilega að sameinast Reykjavík. — Yzt á nesinu sést Gróttuvitinn. — Ljósm.: Ól. K. M. kunnu sögur af honum, og er þó illt, því að hann var ekta draugur á sinni tíð. En hér er einn merkilegur sveitar- draugur, sem þér hafið ekki minnst á, kallaður Þorgeirs-boli, yngstur og mestur allra sveitardrauga hér. Greind- ur og merkur maður, Benedikt hrepp- stjóri á Gautsstöðum, samdi sögu hans fyrir nokkru og sendi Bókmenntafé- laginu. Fleiri drauga mætti nefna hér, en miklu ómerkilegri en þá, sem áður eru taldir. (Úr fórum J. Á.) VERSLUNIN 1845 Yfir Reykjavík rennur fyrst upp nýtt tímabil þegar alþingi er endur- reist í Reykjavík (1845) og skólinn er fluttur þangað frá Bessastöðum. Hér í Reykjavík var eigi um annað fólk að gera, en nokkrar kaupmannahræð- ur í timburhúsum og nokkra bændur á torfbæum fyrir austan bæinn og vestan. f Reykjavík var mikil aðsókn og mikil verslun um sumarkauptíð. Hingað sóttu margir úr SkaftafeBs- sýslu, en fleiri úr Rangárvalla- og Árnessýslu, því að Eyrarbakkaverslun var ómynd ein. Ennfremur sóttu hing- að allir Borgfirðingar og Mýrasýsla öll vestur að Hítará, því að engin verslun var þá á Akranesi eða á Mýr- um. Verslunin lá í fjötrum, sem svo margt annað. Þá mátti á kauptíðinni sjá nóg af tjöldum sveitarmanna á Austurvelli um tuttugu í einu, og í Fossvogi margfalt fleiri, og hestarnir skiftu hundruðum. Kaupmenn flestir hér í Reykjavík voru þá allt öðru vísi en nú er. Nú koma þeir fram eins og menntaðir og kurteisir menn, en þá voru þeir eins og sagt er um Glám í Grettissögu: „stirfnir og viðskots- illir". (Páll Melsted). GULL tJR SJÓ Fiskur drógst í Seyðisfirði 1748, í hvers maga fannst mannshönd með gullhring á einum fingri. Sá, er fann, tók hringinn, en kastaði höndinni út í sjó aftur. (Sögn séra Ólafs Brynjólfs- sonar á Kirkjubæ).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.