Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 hráefninu — sandi. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að glerið er í sjálfu sér aðallega gasefni. Langsamlega mestur hluti þess er súrefni, sem bundizt hefir í sand- inum. Þess vegna er gler í eðli sínu gegnsætt. Glertásan er eitthvert hið bezta einangrunarefni, sem til er. Hún stenzt bæði ofsahita og fimbul- frost. Stálið hefir að allra áliti verið hið sterkasta efni í heiminum. „Eins og stál‘:‘, segja menn þegar þeir vilja leggja áherzlu á að ein- hver hlutur sé sterkur. En nú hefir hið brothætta gler tekið heiðurs- sætið af stálinu. Örmjór strengur, vafinn saman úr glerþráðum, þol- ir mörg þúsund punda þunga, þar sem strengur úr stáli, þótt gildari væri, mundi slitna. Brunaslöngur, gerðar úr gler- þræði eru svo miklu léttari en venjulegar brunaslöngur, að sam- svara mun 20 pundum á hver 100 fet. Þær eru líka miklu endingar- betri, þær draga ekki í sig vatn og þær stirðna ekki í frosti. Glertásan kemur nú á mörgum stöðum í staðinn fyrir stál, einnig aluminíum, kopar og stevpujárn. Á öðrum sviðum kemur hún í stað- inn fyrir kork, gerfiplast, asbest, ræon, togleður, bómull og hamp. Glertásan er einnig notuð í setur á hægindastóla, og ótal margt, sem menn nota daglega, er gert úr glertásu, þó að menn viti það ekki. FROÐUGLER Ein tegund af gleri er sú, sem nefnist froðugler, og er léttasta byggingarefni og einangrunarefni sem þekkist. Froðugler er gert þannig að fínmuldu gleri og kol- efni er blandað saman og sett í mót. Síðan er það sett í geisilegan hita og kemur þá ólga í þetta svo að það lyftist líkt og brauð, nema hvað lyftingin er miklu meiri, svo að efnið verður eins og froða. Mót- in eru þannig gerð, að froðan fyllir þau og harðnar síðan. Verður úr þessu líkt ög steyptur steinn. Er hann með óteljandi loftbólum, en gler allsstaðar á milli, svo að hann vegur ekki nema tíunda hlutann á móts við heilsteyptan stein úr sama efni. Þessi „steinn“ er svo léttuv, að hann flýtur á vatni og flotkraft- ur hans er á borð við flotkraft korks. Þetta efni þolir eld, dregur ekki í sig vætu og maurar geta ekki unnið á því. Er því farið að nota það til húsbygginga í hitabeltinu og útveggir hlaðnir úr því. Annars staðar er það meira notað til ein- angrunar í húsum. MARGAR TEGUNDIR Sérfræðingar spá því, að innan skamms tíma muni að minnsta kosti 10.000 verslunarvörur vera búnar til úr gleri. Þá verða til reiknivélar úr gleri, hurðir fyrir eldhólf (t. d. á miðstöðvum), vega- merki, gólf í samkomusölum, þak- plötur, kæhskápar, smíðatól, gerfi- limir, svampar, handklæði og ótal margt annað verður þá úr gleri. I raímagnsiðnaðinum koma gleragn- ir í staðinn fyrir slípaða saffíra, sem áður voru notaðir. Þessar gler- agnir eru svo litlar að þvermál þeirra er aðeins 7/100 úr þuml- ungi. Beri maður þetta svo saman við glerið í stjörnusjánni á Palo- marfjalli, sem er 20 smálestir á þyngd, þá getur mönnum farið að skiljast hve vítt er það svið þar sem notkun glers kemur til greina. Mannkynið getur ekki komizt af án glers. Miklu síður nú en áður þegar það ryður sér til rúms á öll- um sviðum. Hér hefir aðeins verið bent á fátt eitt viðvíkjandi nytsemi glersins, og ekkert minnst á hverja þýðingu það hefir haft fyrir vís- indin. Hvar væri þekking vor nú á vegi stödd, ef ekki hefði verið til smásjá og stjörnusjá? Og hvern- ig væri mannkynið statt, ef ekki væri til gleraugu? Og hvernig væri ástatt hér í heiminum, ef aldrei hefði verið til sjónaukar, mynda- vélar, ljósbrjótar, vitar, rafmagns- perur o. s. frv.? Gleriðnaðurinn færist óðfluga í vöxt. í Bandaríkjunum einum nemur framleiðslan nú þúsundum milljóna dollara á ári. Vera má, að um næstu aldamót verði hús aðallega byggð úr gleri, óforgengilegu efni, sem stenzt bæði hita og kulda. Vera má að barna- börn okkar búi í glerhúsum, en það verða ekki hættulegir bústað- ir. „Sá skyldi ekki kasta grjóti, er sjálfur býr í glerhúsi“, segir máls- háttur. En ef mannkynið hefir þá ekki vitkast svo að það sé hætt að kasta grjóti, þá munu húsin þola grjótkastið og jafnvel skothríð og jarðskjálfta. <L^7)@(sXS(r>—■> TKVGGIJK IlfNN 12. desember 1953 var það í Peakhéraði í Dcrbyshire í Englandi að gamall bóndi gekk til kinda og hafði fjárhundinn sinn með sér. Hvorugur kom heim aftur um kvöldið. Daginn eftir var hafin leit, en bar engan árangur. Var nú leitarmönnum fjölgað og fengin aðstoð lögreglunnar, en þótt leitað væri dögum saman, varð árang- ur enginn, því að alltaf var dimm- viðri. Gáfust menn svo upp. Það var ekki fyrr en um vorið að lík bóndans fannst, og hjá því lá hund- urinn. Hann hafði haldið þar vörð all- an tímann, nema hvað hann hafði orðið að leita sér lífsbjargar. Einu sinni, þegar hann fór þeirra erinda, hafði hann sést, en hvarf út í þokuna áður en menn gæti náð honum. Allan vet- urinn hafði hann verið hjá líki hús- bónda síns, í frostum, hríðum, rigning- um og stormum, og þykir það að von- um framúrsakarandi tryggð. ___ — Þessar kosningahríðir eru ekki upplífgandi fyrir mig, því að ég trúi blátt áfram hverju orði, sem flokk- arnir segja hver um annan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.