Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Blaðsíða 6
322
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
IMotkun sólarhitans
AÐ er nú langt síðan að menn
fóru að tala um að nota hita-
orku sólarinnar til heimilisþarfa,
og ýmsar tilraunir hafa verið gerð-
ar í þá átt. Síðan hefur kjarnorkan
komið til sögunnar, og nú er farið
að reisa kjamorkuver víða um
heim til þess að framleiða rafmagn.
En þrátt fyrir þetta hafa menn ekki
lagt árar í bát með að hagnýta
sólarhitann. Trúa ýmsir því enn að
nafnið Hákon VII. og syni sínum
gaf hann nafnið Ólafur.
Hinn 25. nóvember steig kon-
ungsfjölskyldan á land í Kristaníu,
eins og Osló hét í þá daga og 27.
s.m. vann konungur eið að stjórnar-
skránni. Frelsismálið var komið í
örugga höfn.
Þegar maður rennir augunum
yfir hina mörgu atburði ársins 1905
kemur í Ijós, að 7. júní ályktunin
er sá mikilvægasti þeirra. Margir
þeirra, sem hæst bar árið 1905, litu
svo á, að undanhaldið um haustið
hefði verið Norðmönnum til mik-
illar minnkunar. En nútíðin fellir
ekki slíkan dóm. Það sem mestu
skípti frá sjónarmiði norsku þjóð-
arinnar var að komast að friðsam-
legri lausn deilunnar við bræðra-
þjóðina hinum megin við landa-
mærin. Sú lausn varð aðeins fengin
með samningum og tillitssemi á
báða bóga.
Þegar við minnumst 50 ára af-
mælis Noregs sem sjálfstæðs og
fullvalda ríkis er rétt og sanngjarnt
að rifja upp hve sambandsslitin
áttu sér stað á friðsamlegan hátt,
og hve samvinna Noregs og Sví-
þjóðar hefur sívaxið og aukizt af
vinsemd og skilningi á tímans rás.
Það er sannarlega vænlegt for-
dæmi öðrum þjóðum heims.
orka sólarinnar verði bæði hag-
kvæmari og ódýrari til rafmagns-
framleiðslu heldur en kjarnorkan,
þó því aðeins að mönnum takist að
finna aðferðir til þess að hagnýta
hana á bezta hátt.
Dr. Maria Telkes við vélfræði-
deild háskólans í New York, hefur
manna mest unnið að því að finna
leiðir til þess að nota sólarorkuna.
Hún heldur því fram að þess verði
ekki langt að bíða, eð hvert heim-
ili í hinum suðlægari löndum hafi
sína eigin rafmagnsstöð, sem rekin
er af sólarorku. Sú orka verði notuð
til þess að elda við matinn, knýa
alls konar heimilisvélar, hita upp
húsin á vetrum og halda þeim svöl-
um á sumfin. Hún segír að á næst-
unni muni verða sú breyting á
húsabyggingum, að aðaláherzlan
verði lögð á, að hafa alla útveggi
sem allra bezt einangraða og ganga
þannig frá húsunum að öðru leyti,
að sem minnst hitatap verði þar.
Einfaldar gluggarúður muni alveg
hverfa úr sögunni, því að alltof
mikill hiti fari til spillis út um þær.
Með tvöföldum gluggum megi
spara þetta hitatap um helming.
Sérstaklega sé þetta nauðsynlegt,
ef menn noti sólarorkuna sem hita-
gjafa, því að um leið og birta sólar-
innar fari í gegn um tvöfalt gler
þykkt, með loftrúmi á milli, þá
breytist þeir í hitageisla, en hitinn
komist ekki út aftur.
Hún segir að sá sólarhiti, sem
ekki þarf að nota jafnharðan, verði
geymdur í sérstökum efnahylkjum
og gripið til hans þegar kólnar, og
ekki muni vcrða nein vandkvæði
á því að safna þannig nægum hita
til vetrarins. Menn muni og hætta
að nota lampa, heldur verði útbúið
sérstakt veggfóður, sem drekkur í
sig birtuna á daginn og geymir
hana í sér og verður sjálflýsandi
þegar dimma fer. En sérstök tjöld
verði svo dregin fyrir þessa sjálf-
lýsandi veggi þegar menn vilji hafa
myrkur inni. Og allt þetta muni
gjörbreyta heimilunum svo, að hús-
mæðrunum þyki hin mestu nútíma
þægindi ekki komast í hálfkvisti
við það, sem þá verður.
Sólarorka i notkun
SUMUM mun nú finnast að þetta
sé skýaborgir eða óskadraumar. En
þá er því að svara, að dr. Telkes
hefur þegar fundið upp aðferð til
þess að hita hús með sólarorku, og
allmörg hús í Bandaríkjimum eru
nú þegar hituð á þann hátt. Fyrsta
húsið, sem þannig var hitað upp,
er í Dover í Massachusetts. Þar er
Glaubersalt notað til þess að taka
við sólarhitanum og geyma hann.
Glaubersalt bráðnar við 35 stiga
hita og þegar það er bráðið gleypir
það í sig hita frá sólarljósinu og
skilar honum svo aftur þegar kóln-
ar. Það getur geymt í sér svo mik-
inn hita að nægi til sex sólarhringa,
ef svo skyldi fara að ekki sæi til
sólar allan þann tíma, en slíkt kem-
ur sjaldan fyrir á þeim slóðum. En
nú telur dr. Telkes að þessi aðferð
sé orðin úrelt.
Annað „sólarhús" er í Nýa Eng-
landi og þar hefur tekizt að halda
jöfnum hita allan veturinn. Þessi
hiti er þægilegri miklu heldur en
nokkur önnur upphitun, og virðist
auk þess heilnæmari, því að enginn
á heimilinu fekk kvef í nös allan
veturinn.
Upphitun með sólarorku er ekki
mjög kostnaðarsöm. í fimm her-
bergja íbúð nemur kostnaður við
hitakerfið svó sem sjöunda hluta
af öllum byggingarkostnaði. Þegar
kemur norður fyrir 40. breiddar-
baug, er ekki hægt að safna svo
miklum sólarhita að nægi til vetr-
arins, og verða menn því að hafa