Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1955, Qupperneq 8
' 324
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ÞÓRDUR TÓMASSON:
SLYSIÐ Á ÖLFUSÁ ÁRIÐ 1800
Ferju staður
¥ LESBÓK Morgunblaðsins frá 20.
febrúar þ. á. ritar Guðlaugur
Einarsson í Hafnarfirði um drukkn
-un tveggja manna í Ölfusá 1893.
í grein þessari víkur hann með
nokkrum orðum að drukknun for-
móður okkar beggja, Sigríðar, dótt-
ur séra Jóns Steingrímssonar, í
sömu á árið 1800. í meðförum hef-
ur sá hryggilegi atburður fengið
á sig nokkurn þjóðsagnablæ, eins
og fram kemur í grein Guðlaugs.
Þar er því haldið fram, að drukkn-
un Sigríðar hafi borið að höndum
í för séra Markúsar Sigurðssonar,
manns hennar, frá Reynisþingum
í Mýrdal, að Mosfelli í Mosfells-
sveit. Sú staðhæfing fellur þegar
af þeirri orsök, að séra Markús
fluttist ekki að Mosfelli fyr en
tveim árum eftir fráfall Sigríðar.
Hér ber og hitt til, að Sigríður
drukknaði í Ölfusá í austurleið, en
ekki vesturleið. Þess má geta hér,
að séra Markús á að hafa ofhlaðið
ferjuna með búslóð sinni, og borið
konu sína að lokum nauðuga að
borði. Mun sú sögn hafa birzt á
prenti fyrir mörgum árum.
Öruggasta heimild um slysið á
Ölfusá árið 1800 er án efa líkræða
sú, sem séra Jón Jónsson prófastur
á Mýrum í Álftaveri flutti yfir
Sigríði í Reyniskirkju.
Hann var giftur Helgu Stein-
grímsdóttur, föðursystur Sigríðar,
og hefur vafalaust haft glögga
spurn af öllu því, sem varðaði slys-
ið. Síðustu ár ævi sinnar var hann
prestur að Holti undir Eyafjöllum
og dó þar 1813. Hvílir hann, ásamt
konu sinni, undir legsteini í Holts-
kirkjugarði. Áletrun hans og lík-
kistuskjalda þeirra hjóna er varð-
veitt í ættartölubókum Steingríms
biskups, sonar þeirra, í handrita-
safni Landsbókasafnsins.
★
Líkræða Sigríðar eftir séra Jón
ber einkum vitni áhuga hans í ætt-
fræði, en gefur einnig furðu ná-
kvæma lýsingu á atvikum þeim,
sem ollu hinu stórfellda slysi á
Ölfusá. Sá kafli líkræðunnar fer
hér á eítir:
„En soleiðis er nú hennar (þ. e.
Sigríðar) afgangur skeður frá þess-
um heimi: í þrjú undanfarandi ár
hafa kunnugir menn og nálægir
náungar mátt oft heyra á henni
nokkurs konar þrá til að sjá Suður-
land og hitta þar ættmenn sína,
hver og ei þverraði eftir sem fækk-
uðu systkini hennar hér í sýslu,
jafnvel þó ei sérdeilis á því bæri,
vegna hennar rólyndis og stilling-
ar. Samt brauzt þetta fyrir næst-
liðna tíð so fullkomlega út, að hún
byrjaði þessa reisu með sínum
hjartkæra ektamanni, að hann
jafnvel var ei fullviss þar um, fyrr
en tveimur dögum áður það skeði,
og gekk sú ferð vel og lukkulega
að öllu áfram til þess 12. júlí þ. á.
Hún hafði góða heilsu á ferðinni
og var umföðmuð með kærleika af
öllum, sem hún vildi hitta. Að
morgni þess-11. sama mánaðar tók
hún sig upp af Hraunsmýri í Ölf-
usi og fylgjarar hennar, allir fríir
frá brennivínsdrykkju og öðru
óskikkanlegu og vildu komast aust-
ur yfir Ölfusá á Óseyri. Þetta sama
stóra ferjuvatn þóknaðist vorum
góða guði að brúka sem meðal til
sáluhjálparlegrar lausnar vorri
sælu systur frá þessum eymdadal,