Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 4
336 ~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þar er hátt til lofts, yfir 20 metra. Færustu listamenn voru fengnir til þess að skrevta húsið með högg- myndum, freskómálverkum og olíumálverkum. Fundarsalir borg- arstjórnar og borgarráðs eru fagr- ir, en þó látlausir. Bull borgarstjóri sýndi okkur margar giafir, er borgarstjórn höfðu borizt á 900 ára afmælinu og var þar á meðal vegg- skjöldur frá Færeyum, með skjald- armerki Þórshafnar. Við skoðuðum einnig Þióðminja- safnið á Bvgdö. Fram, Kontiki og víkingaskipin. Þá skoðuðum við Hótel Viking, sem borgarstiórnin lét reisa fyrir Olympisku leikana, og er stærsta og eitthvert full- komnasta hótel á Norðurlöndum. Einn daginn fórum við að skoða nýbyggingar borgarinnar, sem reistar eru til bess að útrvma hús- næðisskorti. Er verið að koma bar upp íbúðum fvrir 25 búsundir manna, og eru b,r«vingarhverfin á ýmsum stöðum. í beirri för voru með okkur kvikmvndatökumenn. Við skoðuðum bar dagheimili fyrir börn og gamalmennahæli. bar sem hver leígir íbúð fvrir sig. Einhleyo- ingar fá eitt herbergi og eidhús. en hjón tvö herbergi og eldhús. Leig- an er 30—60 krónur um mánuðinn með liósi og hita. Þar komum við inn í herbergi gamallar konu, sem vel hefði getað verið útslitin hús- freya úr sveit á íslandi. Var hún mjög ánægð með hlutskifti sitt og sagði að sér hefði aldrei liðið jafn vel á ævi sinni sem nú. Við skoð- uðum einnig eitt af íbúðarhúsun- um, sem byggt er í sérstökum stíl, alveg eins og turn og 10 hæðir. Þar búa um 20 fjölskyldur. Allt um kring þar hafa verið reist hús í skipulegum röðum, og fylgir stór grasþlettur hverju húsi. Þessi byggð kallast Lambertseter og var þar áður óræktað land. Ekki eru sölubúðir í húsum þessum, heldur eru reist sérstök verslunarhús fyr- ir matvöru, mjólk og brauð, og er þá oftast talsímastöð og hjálpar- stöð í þeim húsum. Ekki þykir ráð- legt að hafa þar vefnaðarvörubúð- ir, heldur skal fólkið sækia slík- an varning inn í borgina. En spor- brautir er verið að gera þangað svo samgöngur verði sem greið- astar. KYNNINGARSTARFSF.MI Eitt kvöldið vorum við boðnir til sendiherra Tslands, Bjarna Ás- geirssonar. Hann býr í skemmti- legu húsi inni á Bygdö. Þangað var boðið blaðamanni frá hverju blaði í Ósló, og þar var einnig Ander- sen Rvsst, sendiherra Norðmanna á íslandi. Biarni Ásgeirsson sendiherra flutti þar ræðu og sagði. að þegar örlöein hefði skilið að íslendinga og Norðmenn, hefði þeir skift með sér arfi. Eldri bróðirinn, sem eftir sat, hefði fengið óðalið í sinn hlut, en sá er fór tekið málið í sinn arfahlut. Og eins og stóri bróðir- inn elskaði óðal sitt, svo elskaði og minni bróðirinn ekki síður sinn arfahlut — málið. Það væri líftaug hans. Vegna málsins hefði hann hlotið sjálfstæði að nýu, og meðan hann gætti þess fjársjóðs mundi hann vera sjálfstæður. Andersen Rysst hélt þá hjart- næma ræðu um vinfengi íslend- Mga og Norðmanna. Hann kvað pað viðkvæði allra íslendinga, er til Noregs hefði komið, að gott væri að vera íslendingur í Noregi. En af eigin reynslu kvaðst hann geta sagt, að það væri gott að vera Norðmaður á íslandi, því að eng- inn Norðmaður, sem þangað kæmi, vildi fara þaðan aftur. Þeir sett- ust þar að, ekki vegna þess að þeim þætti ekki vænt um Noreg, heldur vegna þess að þeim fyndist að þeir væri ekki í framandi landi né hjá framandi þjóð. En það væri slæmt hvað Norðmenn og íslend- ingar þekktust lítt. Beztu menn- irnir til þess að koma á viðkynn- ingu væri blaðamenn og því væri það gleðilegt að svo margir íslenzk- • • Gamalmennahælið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.