Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ S4d Man sinn fífilinn fegri Mikið og margvíslegt ' vandræðaástand hef- nr skapazt í Englandi ' af völdum járnbrauta verkfallsins, sem þar hefur staðið að und- anfomu. Öll ökutæki sem runnið ?eta á fjórum hjólum hafa verið tekin í gagnið í samgönpuvandræð- unum, þar á meðal ' Renault-vasrninn sem myndin sýnir. Hann man reyndar sinn fífii fegri, vag-ninn sá. Árið 1911 var hann grlæsilegur nýtízku bíll — í dag er hann aðeins sem hver ann- ar sýningrargripur, sem undir hinum ó- venjulegu kringum- stæðum ekur um göt- ur Lundúna og tekur fólk upp í — ókeypis. | WW; WM * mm Fjaðrafok LÚTARSALT Á milli Höfðabrekku og Reynisfjalls í Mýrdal finnst eins konar lútarsalt í móbergshömrum þeim, sem vita mót suðri. Salt þetta sezt í þurrki og sól- skini á bergið, þar sem það slútir dá- lítið fram og kindur liggja í skútunum á nóttunni. Sumir hafa haldið að þetta salt væri pottaska. Það er hvítt á lit og dálítið stækt á bragðið, og eftir þeim tilraunum sem við gerðum, reyndist það vera matarsalt, mettað rokgjörnu lútarefni. Bergið er svart og neðan við það og alla leið til sjávar er svartur vikursandur. Langan tíma þarf til að safna nokkru verulegu af þessu salti. Þótt við bæðum mann þar í nágrenn- inu um að safna því handa okkur, feng- um við samt ekkert af því til rann- sóknar, nema þá ögn er við sjálfir söfn- úðum, þegar við fórum þar um. En vafamál er, hvort hér væri ekki unnt að hjálpa náttúrunni. (Ferðabók Egg- erts og Bjarna). SIGURMUNDA f HELGÁRSELI í Garðsárdal í Eyafirði, var svo skyggn, að hún vissi jafnan fyrir allar gestakomur. Ekki bjó hún við einveru í afdalnum, því hún átti sér að vinum huldur í hamraborgum og aðrar dul- heima vættir, sem hún umgekkst eins og maður mann. Oft komu þau hjónin, Munda og Elías, niður á bæina Þverá og Jódísarstaði. Sat hún þar meðan maður hennar fór í kaupstað. En nokkr- um mínútum áður en Elías kom, sagði hún jafnan fyrir komu hans. Eitt sinn var hún spurð, hvernig hún færi að vita að hann væri að koma. ,,Ég sé ljós á undan honum,“ sagði Munda. Síðar misstu þau ungbam. Eftir það sá hún barnið á undan Elíasi. Það þótti Mundu mjög undarlegt, að aldrei gat Elías orð- ið var við barnið, eða séð það. Hún sagði að Elías færi með fingurna í gegn um það, án þess að hafa nokkra hug- mynd um það. (Steingr. Arason). FYRSTI HRAÐRITARI A ÍSLANDI Séra Þorleifur Jónsson, sem var á Skinnastað, nam hraðritun í Kaup- mannahöfn veturinn 1874—75 og fekk til þess opinberan styrk. Fekk svo ferðastyrk til Þýzkalands fyrir tilstilli Kristjáns konungs IX. og dvaldist þar fram á sumar. Þá kvað Eiríkur Jóns- son, prófastur á Garði, þessa vísu um hann: * Beztan veit eg bókavald bæði á sjó og landi, vorrar þjóðar þeytispjald, Þorleif mjögsiglandi. Veturinn 1876—77 var Þorleifur í Reykjavík og fekk þá 30 kr. styrk til þess að kenna hraðritun og samdi þá „íslenzka hraðritunarfræði“. Var svo til ætlazt, að hann innleiddi hraðritun á Alþingi, en úr því varð þó ekki, fyrir undirróður illra manna. (Sighv. Gr. Borgf.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.