Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 14
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS fS46 ‘r T Blyppi ekki til sjávar þegar að hon- r um var kreppt með nótinni ofan frá. Nú var nótin dregin yfir síkið eins ofarlega og þurfa þótti hverju sinni. Var fyrst vaðið með streng yfir og valdist Eiríkur á Fossi oft- ast til þess. Minnist Jón þess hversu djarflega þessi kempa klauf straum -vatnið, sem víða tók honum upp undir hendur og jafnvel braut á öxhnni á honum þar sem dýpst var. Þegar strengurinn var kom- ' inn yfir var reynt að æra sem | xnest af selnum fram til þess f að sem mest yrði fyrir nótinni. Eftir að nótin var komin yfir var hún látin reka fram úr og síðan sveigð til lands að austan eða vest- f an eftir aðstöðunni hverju sinni. | Var selurinn rotaður og dreginn á I land það sem náðist Þetta var svo ! endurtekið hvað eftir annað þar til ! lítið eða ekkert var eftir af seln- | um í síkinu. Það af honum, sem f ekki náðist, hafði annaðhvort f sloppið milli stöðufólksins eða flú- f ið langt inn í síki. En það var oft f fallegur flekkur af stórum og smá- f um sel, sem kominn var á land f eftir veiðina á fjörubroti. Fólkið f var margt, sem tók þátt í þessum f veiðiskap eins og áður er sagt, svo f að það var ekki mikið sem kom f í hlut hvers og eins þegar skipt f var, en það voru góð búdrýgindi f fyrir mörg heimili. Allir fengu f jafnan hlut Þar var ekkert gert f upp á milli þeirra, sem vaskast f gengu íram og mest höfðu fyrir f og hinna, sem varla vættu sig. — ! Apk mannshlutar, sem hver ein- staklmgur fékk, vqru dauðir hlut- ir. Umvitjunarhlut fékk sá, sem farið hafði daginp fyrir veiðiferð- f ina til að vita hvort selur væri í f síkinu. Sá hlutur féll oftast til f Anesar á Hruna. Hann fékk líka f oftast nótarhlutinn, því að hana Iagði hann til Eftir að bátur kom á síkið var greiddur hlutur fyrir ^ bann. ■ _ _ ^ INNFJARÐAVEIÐI Þegar líða tók á sumarið og vötnin fóru að vaxa í sumarhitan- um varð ófært að veiða á fjöru- broti. Þá var farið í síkið innfjarða sem kallað var. Það var alllangt frá ósnum. — Þar féll vatnið í sík- inu á ýmsa vegu, sums staðar djúp- ir álar en eyrar á milli. Hagaði selurinn sér mikið eftir því hvern- ig vatnið féll hverju sinni og þann- ig varð líka að standa að veiðinni. Ekki máttu menn vera lengi að ráðslaga um það eftir að síkinu var komið, þvi að selurinn var fljótur að styggjast. Mannskapur- inn dreif sig út í og Sá sem fær- astur þótti fór fyrstur með 6treng- inn og hinir í slóð hans og héldu í strenginn. Anes á Hruna benti þeim, sem fyrstur fór, hvernig þræða skyldi brotin og allir gátu treyst glöggskyggni hans og að- gætni. Veiðiskapurinn á inneyrum var mikið volk. Reynt var að kom- ast fyrir eins mikið af selnum og hægt var og koma sem mestu af honum í einn ál fyrir ofan stöðu- fólkið. Síðan var nótin greidd út í og látin reka fram úr álnum. Þegar fór að kreppa að selnum mátti sjá haus við haus og þótti það spá góðu um veiðina. Síðan var nótin dregin að landi þar sem hentast þótti. LAGNAIiVEIÐI Lagnarveiði var talsvert stund- uð í Hvalsíki i lónum framan við eyrar, sem mynduðust af sand- burði i síkínu, Upp i þessi lón pótti selurinn oft mikið. Það var eins og hann þyrfti að kagta þar mæð- inni eftir að hann var þúinn að brjótast inn fyrir brimgarðinn. — Lögninni var þannig fyrir komið, að traustur hæll var rekinn niður í eyrarodda alllangt frá landi. I hann var bunclin talía og nótin dregin út í eyraroddann. Lá nótin þá fram af eyrinni undan straumn- .4 um. Nú kom selurinn uppeftir ánni og var allt undir því komið, að hann lenti innan (land megin) við nótina. Ef svo var, reyndi veiði- maðurinn að stugga svo snöggt við honum, að hann færi í nótina þeg- ar hann flýði frá landi. Var þá um að gera að gefa mátulega eftir á talíunni svo að nótin flæktist um selinn. Þá var nótin dregin að landi á streng, sem bundinn var í nótar- hálsinn, svo sem 1—2 faðma frá nótarendanum. Var þetta svo end- urtekið meðan veiðivon var. Oft höfðu menn drjúgan feng í lagnar- veiði. Var hún jafnan stunduð af fáum mönnum, 2—4, og þurfti því ekki milli jafnmargra að skifta og þegar farið var á stöður. En lagn- arveiðin krafðist æfingar, útsjónar. — og þolinmæði og aldrei voru það nema fáir sem stunduðu þessa veiðiaðferð. — ★ — Selurinn var drjúgur i bu að leggja, enda allt, sem hann gaf af sér notað til hins ýtrasta. Kjötið var etið nýtt eða saltað, spikið var brætt, sviðin súrsuð, skinnið notað í skæði og m. a. s. garnirnar voru hreinsaðar, fléttaðar saman við spiklengjur og reyktar. Það var vos og slark við selveið- ar í Hvalsíki eins og gefur að skilja. Einkum var kalsamt fyrir þá sem voru á stöðum — urðu að standa kyrrir i vatninu tímunum saman. Hinir, sem með nótina voru, gátu frekar haldið á sér hita, en erfiðis- laust var það ekki. Jón á Núpum minnist engra slysa eða óhappa sem fyrir komu þegar hann stund- aði selveiði í síkinu, en hann átti þar margar glaðar stundir i hópi góðra félaga. c,^rí)®@®<5>sJ Það ef ^aft að pautiíi se herrr.sk, en þau skildu þó rauða htonn löngu á uncj- an mannkyninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.