Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Blaðsíða 6
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Glasverk, sem nú er um 200 ára gömul. Byrjaði hún í smáum stíl, en nú vinna þar að staðaldri um 7S0 menn. Verksmiðjan hefir verið eign sömu ættar frá upphafi. Er það alls staðar áberandi í norsk- um iðnaði. að sérstakar ættir hafa byggt hann upp smám saman. Sá fvrsti hefir byrjað með lítið, en afkomendurnir hafa fært út kví- arrar smátt og smátt. Við vorum þarna um hádegi og var boðið til borðs í matsal starfsfólksins á með an það var að matast. Verksmiðjan bvr vel að starfsfólki sínu. Uppi á lofti í stórbyggingu er sérstak- ur geymsluskápur fyrir hvern mann og þar eru handlaugar fyrir alla og eins eru þar baðklefar. Þar innar af er hinn mikli matsalur, þar sem allir geta matast í einu og svipar honum mest til veit- ingasalir í nýtízku veitingahúsi. Sumir verkamanna hafa með sér nesti, en fá sér kaffi, mjólk eða gosdrykk með. Aðrir fá þarna full- komið fæði frá sameiginlegu eld- húsi. Þessi verksmiðja stendur við botninn á vatninu Rönd. sem kunn- ugt er úr fornsögum og er að nokkru leyti tengt sögu íslands. Þar drukknaði Hálfdan svarti kon- ungur og var Haraldur hinn hár- fagri sonur hans þá aðeins 10 ára gamall. Guttormur hertogi móður- bróðir hans hafði ríkisstjórn á hendi meðan konungur var í æsku. Hann var maður herskár og stór- huga og hann mun hafa tekið þá ákvörðun að leggja allan Noreg undir Harald konung. Nú var haldið inn í Hringaríki aftur og skoðaðar pappírsverk- smiðjur Follums, sem standa við Árdalselfi. Fengum við þar að sjá hvemig pap<pír verður til. Niður ána er flevtt trjám, sem afbirkt hafa verið inni í skógunum. Þau eru dregin á land, brytjuð niður og bútamir látnir byltast og velt- væri að Hænufoss veldi sér vinar- bæ á íslandi og hefði Seyðisfjörð- ur helzt komið til orða. Þeir ættu sér vinabæi í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku og væri venja að fara þangað í heimsókn annað hvert ár, og ef úr þessu yrði með Seyðis- fjörð, myndu þeir fara þangað í heimsókn áttunda hvert ár. Þessi siður, að velja vinabæi, stuðlar mjög að aukinni kynningu þjóða á milli. Frá Hænufossi var farið til Haðalands og er skammt til landa- mæranna. Þar var skoðuð stærsta glerverksmiðja Noregs, Hadelands Á leið tii konungs- haliarinnar. Fremst óku þeir forsetinn og Hákon konungur, en í næsta vagni voru þau Dóra Þórhalls- dóttir forsetafrú og Ólafur ríkiserfingi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.