Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1955, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 337 Forsetinn og Hákon konungur á liðkönnun ina, þrumuðu fallbyssurnar í Ak- ershus, sem er þarna rétt hjá. Ég þarf ekki að lýsa móttökunum hér, því að það hefir verið gert ræki- iega í biöðunum. En hitt get ég sagt, að það var gott að vera ís- lendmgur í Noregi þessa stundina og sja með hve mikiiii viðhöfn og virðingu var tekið á móti þjóð- höíðingja Isiands. Seinna gladdi mann ekki síður sú hjartahlýa er kom íram hjá öllum almenningi í garð íorsetahjónanna og Islands. ir blaðamenn væri nú komnir til Noregs. En hér þyrfti að halda á- fram á sömu braut — senda norska blaðamenn til íslands og íslenzka blaðamenn til Noregs á hverju ári. Skoraði harm á alla er hefði slík mál með höndum að standa nú vel í ístaðinu og efla kynni þjóðanna á þessa lund í framtíðinni. Sendiherrann hafði hér óefað rétt að mæla. En við eigum ekki að senda hópa blaðamanna milli höfuðborganna, því að þótt þær séu kjarni alls þjóðlífsins, þá eru þær nokkuð dular. Hitt væri heillaráð, að íslenzkir blaðamenn ferðuðust um Noreg og norskir um Island á hverju ári. Þá mundi skapast víð- tækari kynning og traustari til frambúðar. FORSETINN KEMUR Á þriðja degi, sem við vorum í Ósló, var forsetans von þangað. Sendi utanríkisráðuneytið okkur þá blaðamannakort, er heimiluðu okkur bezta stað við höfnina þeg- ar forsetahjónin gengi á land og ennfremur boð að vera með í heim- sókn þeirra í ráðhúsið, háskólann og stúdentagarðinn. Þess má og geta, að kvöldið áður bauð flota- málaráðuneytið okkur Hauk Snorrasyni að koma út í Horten og fara út á herskipi, er sigldi á móti Gullfossi til að fagna forset- anum. Við kusum heldur að vera í Ósló og vorum komnir niður að Honnörbryggjunni í Pipervík áður en skipið kom. Þar voru menn önn- um kafnir við að skreyta bryggj- una, en hún er beint fram af ráð- húsinu. Var lagður hárauður flos- dúkur eftir bryggjunni endlangri, en efst á henni var reist hvolfþak á fjórum súlum og tjaldað innan dýrindis dúkum, en blómum skreytt að utan. Gullfoss renndi inn á höfnina að ákveðinni stundu. Skipið hafði fengið lognsævi alla leið og var því fljótara í ferðum en búizt var við, svo að það hafði tafið í Kristi- anssand nokkra hríð til þess að koma ekki of fljótt til Ósló. En um leið og það reríndi inn á höfn- Á IIRINGARÍKI OG IIAÐALANDI Seinasta daginn, sem blaðamenn- irnir voru á vegum Reisetrafikk- foreningen, var þeim boðið í skemmtiferð til Hringaríkis. Var fyrst ekið að Hænufossi og var þar tekið á móti okkur í Grand Hotel af sjálfum borgarstóranum og ýmsum öðrum málsmetandi mönnum. Þessi borg er einkenni- leg að því leyti, að um helmingur hennar er byggður utan bæarlands- ins, og vill bæarstjórnin nú gjarna færa út kvíarnar og innlima byggð- ina þar um kring. I sjálfum staðn- um eru um 4000 íbúar. Þarna er allt í uppgangi. Þar eru miklar verksmiðjur, skógarhögg, akur- yrkja og ávaxtaræktun. Þangað streymir og fjöldi ferðamanná. Borgarstjórinn sagði mér. að í ráfú Tjaldað og skreytt hvolfþak (Baldakin) etst á Honnör- bryggjunni. Þar biðu æðstu menn landsins forsetans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.