Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 6
r 490 ;
rr; lesbök morgunbeaðsins
Klaeðaburður Tgorota
IGOROTARNIR eyða ekki miklu
efni í föt, þrátt fyrir fremur kalt
loftslag háfjallanna. Karlmenn
klæðast eingöngu miðjustreng, svo-
kölluðum g-streng eða belti, sem
hangir niður að framan og aftan.
Ógiftar stúlkur eru klæddar breið-
um dúki, er þær vefja um sig
miðja, svo að hann myndar pils.
Það er þverröndótt í öllum mögu-
legum skaerum Iitum, mest ber þó
á rauðum lit. Nú í dag eru þær
skyldugar, vegna siðseminnar, að
bera blússu að ofan að minnsta
kosti á almannafæri. Annars sér
maður þær stundum berar að ofan.
Gömul eða gift kona er klædd í
þrengra pils og ekki eins litfagurt.
Karlmaðurinn hefur einnig litla
kringlótta kollu aftan á höfðinu og
þar geymir hann heimapressað tó-
bak og eldfæri. Ókvæntur maður
hefur litríka húfu, en kvæntur
gráa og litlausa. Konurnar hafa
rauðar og hvítar villisvínstennur
sem hárband eða mislitar glerperl-
ur; þær hafa einnig oft hryggjar-
liði af eiturslöngu stungna í hár-
ið, til þess að verja sig gegn elding-
unni. Til enn frekari fegrunarauka
eru flestar ungar stúlkur tattover-
aðar á handleggjunum upp að aln-
bogum. Bæði karlar og konur hafa
stórt heimaofið teppi í litum kyn-
stofns síns til skjóls að sveipa um
sig á kvöldin er kólnar, og á morgn-
ana.
Hús þeirra er einfalt og bús-
áhöldin ennþá einfaldari, aðeins fá-
einir pottar, pönnur ásamt nokkr-
um hnífum, göfflum og bollum. Á
hverju heimili er til gömul kín-
versk krukka, sem gengur í arf
mann fram af manni. í henni er
bruggað rísbrennivín við hátíðleg
tækifæri og fórnarveizlur. Bontoc-
búar eru mjög trúaðir og fórnir
með tilheyrandi mjög frumstæðum,
en ekki ófögrum dönsum, eru í
sambandi við nærri allar gerðir
þeirra. Guðir þeirra, sem eru út-
skornir í tré, eru til verndar sér-
hverju þorpi gegn illum öndum og
sérhvert þorp hefur einnig eitt
heilagt tré og heilagan blett.
Menntun fer í vöxt
MENNTUN þessa fólks hefur auk-
izt síðustu ár, en er þó vandamál.
Að sjálfsögðu vilja Igorotar að
börnin læri að lesa, en þeir eru á
móti langri skólavist. Það er erfitt
fyrir unga menn er ganga í skóla
og kynnast hinu hagkvæma lífi
menningarinnar að snúa aftur til
hins erfiða strits í heimahögunum.
Hins vegar eru þessir menn mjög
vanþroska andlega og geta tæplega
stundað nokkra atvinnu aðra, en
þeir eru vanir við heima.
,,Reynsluhjónaband“
Igorota
ER við vorum á ferð í Bontoc
kynntumst við merkilegu fyrir-
brigði í sambandi við trúlofun
Igorotanna. Þetta var hið svokall-
aða „reynsluhjónaband". Ungur
piltur fær aldrei að leita kunnings-
skapar við stúlku annars staðar en
í svokölluðu „dormitory“ eða svefn
-húsi hennar. Allar ógiftar stúlkur
sofa saman í svokölluðu „Ologi",
áður en þær giftast. Þessi siður með
„reynsluhjónaband“ er mjög heið-
virður í augum Igorotanna, en
þætti e. t. v. ekki svo siðsamur í
augum kristins manns. En Igorot-
arnir stofna fyrst og fremst til
hjónabands, til þess að eignast börn
og fjölga ættinni. Barnlaust hjóna-
band er þess vegna ógilt og má
uppleysast hvenær sem er. Önnur
ástæða er einnig sú, að ungu stúlk-
urnar verða daglega að fara langar
leiðír fótgangandi yfir afskekktar
slóðir. Þær þarfnast verndar. Þá
vernd fá þær með mjög ströngu
„tabu“ gegn því að vera á nokkurn
hátt áleitinn við stúlku utan
„Ologsins" eða svefnhússins. Við
heimsóttum lítið þorp í Bontoc, þar
sem „dormitory“ stúlknanna og
piltanna var. Við vorum þar að
kvöldi til, svo að við gætum hitt
stúlkurnar heima. En það er erfitt
að ímynda sér að enn í dag séu til
svo frumstæðir siðir. Svefnhús
þessi voru örsmáir kofar hlaðnir
úr grjóti og þaktir mold og með
stráþaki. Inni var aðeins stórt borð
lagt með plönkum. Inngangurinn
var svo lítill að er einn af Svíun-
um ætlaði að þrengja sér inn í eitt
af þeim, reif hann með sér allan
framgaflinn.
Stúlkurnar vinna baki brotnu
frá sólarupprás og þangað til
dimmt er orðið á kvöldin. Oft er
mjög framorðið, er þær koma
frá heimilum sínum til Ologsins.
Þá koma vinir þeirra og aðdáend-
ur, ungir menn, og nú slæðast oft
forvitnir ferðamenn þangað til að
fylgjast með öllu. En stúlkurnar
eru glaðar og vingjarnlegar. Þær
elska söng og þær sungu langar
romsur fyrir okkur, en söngur
þeirra er frumstæður og einræn-
ingslegur. Við sungum sænska
söngva fyrir þær í staðinn og þær
ljómuðu af fögnuði.
Ef ungur maður fellir ástir til
stúlku og henni geðjast að honum
þá getur hann fengið að sofa í
Ologinu á nóttunni við hlið henn-
ar, en annars er svo þröngt í
kofanum að næstum er óskiljan-
legt, hvernig stúlkumar fá rúm,
hvað þá heldur gestir þeirra. í Bon-
toc setur ungt fólk venjulega ekki
á stofn heimili, fyrr en það hefur
eignazt bam. En jafnvel eftir að
þau hafa eignazt heimili liggur
ekkert á giftingarathöfninni, hún
verður að bíða, þar til nægileg efni
eru fvrir höndum. Oft líða þá mörg
ár, áður en sá tími kemur. Hjón
geta fengið skilnað, ef hinir vísu
menn í svokölluðu „Ato“ fallast á
hann. Öll vandamál unga fólksins
eru einnig borin undir þessa vísu