Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 7
r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Inir merkilegn stalla-akrar í fjöllunum. menn. Þeir sitja uppi næstum næt- urlangt kring um eld úti við, gæta' unglinganna og ráða ráðum sxnum. Við heimsóttum þá einnig og færð- um þeim tóbaksblöð að gjöf. Áttunda furðuverkið — rísakrarnir í Banaue FRÁ Bontoc er aðeins nokkurra klukkustunda akstur eftir mjóum og krókóttum vegi yfir fjöllin inn í land Ifugaobúa. Ég hafði heyrt mikið talað um rísakrana í Banaue sem gerðir eru af manna höndum löngu áður en nokkur verkfæri voru til önnur en steinn og brons. Þessir akrar eru án efa eitt af furðuverkum heims- ins, enda kallaðir áttunda furðu- verkið. Þrátt fyrir mikið umtal hafði ég aldrei ímyndað mér neitt þvílíkt, sem fvrir augu mín bar í raun og veru. Fjöllin allt um kring svo langt sem augað evgði, voru grafin í jafnar flatar syllur. Vatnið lá yfir ökrunum, svo að líkast var sem maður sæi milljónir spegla, sem glitruðu hvert sem litið var. Tæplega er nokkurt annað land í heiminum, sem getur stært sig af slíku menningarlegu minnismerki. Samt sem áður eru svo fáir ferða- menn er koma til Banaue að þar finnst hvorki gistihús eða veitinga- staður. Það var skemmtilegt að hitta fyrir þessa menn, sem enn í dag halda rísökrunum við, lagfæra þá og jafnvel stækka þá. Það var skemmtilegt að kjmnast þessum þjóðflokki, sem er listrænastur af Filippseyingum, svo að tréskurður þeirra er mjög merkilegur og frum- legur. Skemmtilegast var þó að fá að kynnast raunverulegum höfuð- leðrasafnara. Það eru aðeins 10 ár síðan fólki þessu var bannað með lögum að myrða kristna menn og fórna guðunum, til að betur áraði og uppskeran yrði betri. Ifugao- búar skáru höfuðið af drepnum manni, flógu af höfuðleðrið, tóku burt heilann, og sviðu hauskúnuna yfir eldi. Síðan er hún geymd sem minning. Síðan ég kom til Baguio hefur einn maður fundizt myrtur í Ifugao en höfuðið var horfið er að var komið. Aðaltíminn fvrir manna- veiðar þessar er í maímánuði. en nú heíur þó ekki heyrzt talað um neitt slíkt. Við heimsóttum lítið þorp um klukkutíma göngu frá Banaue. Við höfðum tóbak og eldspýtur með okkur til að mýkja skap íbúanna. Allt gekk ágætlega og við vorum mest undrandi yfir hversu hreint var í þorpinu og röð og regla á öllu. Að deginum til er þorpið næstum því mannlaust, allir sem vettlingi geta valdið, fyrir utan öldungana, eru að vinnu sinni á rísökrunum. Við hittum þó fyrir gamlan höfð- ingja, er vildi þó lítið með okkur hafa, en er hann hafði fenglð sér vænan sopa úr rommflösku þeirri, er við færðum honum, lósnaði um málbeinið. Hann kunni þó ekki ensku, svo að túlkurinn varð að hjálpa okkur. Gamli maðurinn sagði að hann hefði deytt sjö menn á ævinni, en ekki vissi hann hve gamall hann var sjálfur. Til minn- ingar fékk ég stríðshníf (bolo) þann er hann bar við belti sér, en harrn þekkti ekki gildi peninganna er ég gaf honum í þakklætisskyni. Kolbrím Myhrberg, Aluminíum ÞAÐ VAR danski vísindamaðurinn Örsted sem fyrstur manna uppgötvaði aluminium. En ekki var þó farið að nota það þá þegar. Fyrsti smíðisgripur- inn úr því, sem getið er, var matar- fat, sem keisarinn í Síam hafði eign- azt, og var mjög hreikinn af. Napoleon III lét gera handa sér borð- búnað úr aluminium, og þótti hann svo dýrmætur, að hann var aðeins hafður á borðum fyrir hina tignustu gesti. Aðrir urðu að láta sér nægja að borða af gulldiskum! Napoleon III. hafði einnig áhuga fyrir því að gera hermönnum sínum brynjur úr þessum létta málmi, en sá var hængurinn á, að þá var ekki fundin upp aðferð til þess að framleiða alumíníum í stórum stíl svo að það væri ódýrt. Það var ekki fyr en 1884 að sú framleiðslu-aðferð fannst, og skeði hað þá samtímis á tveimur stöðum. Þeir, sem fundu upp þessa aðferð voru Charles Martin Hall í Oberlin í Ohio- fylki í Bandaríkjunum, og Paul Louis Toussant Herault í París.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.