Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1955, Blaðsíða 12
f 496 ' £ lesb'ók morgunblaðsins * Afhjúpun minnis- varSa Torfa Bjarnason- ar og konu hans í Ólafsdal arföll hjá Brokey sem orkugjafa fyrir rafmagnsstöð. Vígð var ný brú á Vatnsdalsá (24.) Þrjár nýar brýr hafa verið gerðar í Borgarfirði í sumar, yfir Deildargil neðan við Húsafell, á Ásgil í Hálsa- sveit og Norðlingafljót í Hvítársíðu (25.) Hafin er smíði á brú á Sogi, yegna þriðju virkjunarinnar þar (25.) Nýa vatnsveitu er nú verið að gera fyrir Akraneskaupstað (26.) _^ls£fl MENN OG MÁLEFNI Prófessor Franz Genzmer, bezti Eddu-þýðari Þjóðverja, kom hingað og flutti háskólafyrirlestur (3.) Norðurlandaráðið hélt fund sinn í fyrsta sinn á íslandi. Sátu hann Nils Herlitz frá Svíþjóð, Erik Eriksen frá Danmörk, Nils Hönsvald frá Noregi og Sigurður Bjarnason alþm. frá íslandi (4.) John White hershöfðingi tók við yf- irstjórn varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli (5.) Kristján Jóhann Jónsson bóndi í Lambanesi í Fljótum, átti 100 ára af- mæli (9.) Þýzkur málari, Herbert Dunkel, hafði málverkasýningu í Reykjavík (9.) Ingimar Ingimarsson var kosinn prestur í Sauðanesprestakalli í Norð- ur-Þingeyarsýslu (10.) Robert Jack, sem verið hefir prest- ur í Árborg í Manitoba að undanförnu, var kosinn prestur í Tjarnarpresta- kalli á Vatnsnesi (10.) Úthlutað var 25.000 kr. úr Menn- ingar- og minningarsjóði kvenna. — Hlutu 19 stúlkur námsstyrk en ein styrk til vísindaiðkana (13.) Sigurgeir Jónsson fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu, var skipaður bæar- fógeti í Kópavogi (13.) Axel Kristensen cand. pharm. var veitt lyfsöluleyfi í Kópavogi (13.) Þýzkir kvikmyndatökumenn komu hingað á vegum ameríska stórblaðs- ins „Life“ til að taka myndir í stóra kvikmynd, sem á að heita „Sköpun jarðar“. (14.) Jens Árnason járnsmiður hefir fund- ið upp skreiðarfarg, fullkomnara en áður hefir þekkzt (18.) Ólafur Björnsson læknir í Súðavík hefir verið skipaður héraðslæknir í Helluhéraði í Rangárvallasýslu (23.) Gissur Bergsteinsson hefir verið kos- inn forseti Hæstaréttar (23.) Stúdentakór frá Bandaríkjunum kom hingað og hélt söngskemmtun til ágóða fyrir S.Í.B.S. (25.) Þýzki flugmaðurinn Wolf Hirt, sem flaug hingað til lands fyrir 25 árum í lítilli opinni flugvél, kom hingað í boði Flugmálafélagsins (26.) Norrænu félögin héldu aðalfund sinn í Reykjavík. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri stjórtiaði fundinum. Tveir flugmenn hjá Loftleiðum, Einar Árnason og Olaf Olsen, hafa fengið rétt til flugstjórnar milli landa (27.) Norræna menningarmálanefndin hélt ársfund sinn í Reykjavík og sóttu hann 40 fulltrúar af öllum Norður- löndum (30.) Minnisvarði um Torfa Bjarnason og Guðlaugu Zakaríasdóttur konu hans var afhjúpaður í Ólafsdal (30.) Dr. Hakon Stangerup kom hingað og flutti háskólafyrirlestur um danskar nútíma bókmenntir (31.) ÝMISLEGT Bóndinn í Heiðarhöfn á Langanesi varð uppvís að áfengisbruggun (3.) Eigendur togarans King Sol, sem strandaði á Meðallandsfjöru, höfðu boð inni fyrir slysavarnasveitina í Með allandi í þakkarskyni fyrir björgun mannanna, og var hverjum manni af- hent heiðursskjal (6.) Vestmanneyingar héldu þjóðhátíð sína 5. og var þá bezta veður. Um 800 aðkomumenn voru þar. En skjótt breyttist veðrið og tepptust flestir gestirnir (9.) Hólmsá í Hornafirði hefir breytt um farveg og valdið miklum spjöllum á Mýrum (10.) Norska skipið Brand VI. kom hing- að með 130 farþega í kynnisferð og tafði hér fjóra daga (13.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.