Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1955, Side 12
r 560 & LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Um 100 m. djúpt sig í Vatnajökli, sem myndast hefir þegar hlaupið kom í Skaftá. Frú Nína Tryggvadóttir hafði list- sýningu í Reykjavík (11.) Þorsteinn Hannesson óperusöngvari hefir verið ráðinn söngkennari við Tónlistarskólann (13.) Leikhús Heimdallar sýndi óperuna „Töframanninn“ eftir Mozart (21.) Amerískur píanósnillingur, Julius Katchen, kom hingað á vegum Tón- listarfélagsins (22.) Ríkisútvarpið < efndi til tónleika- ferða út um land, bæði til Vestfjarða og Austfjarða (23.) Nína Sæmundsson myndhöggvari kom hingað og ætlar að hafa listsýn- ingu í Reykjavík (23.) Karl Kvaran opnar málverkasýn- ingu í Reykjavík (30.) FJÁRMÁL OG VIÐSKIPTI Verðlag landbúnaðarafurða hækkaði um nær 15% (6.) Vísitala framfærslukostnaðar var 165 stig (14.) Niðurjöfnun lauk á Patreksfirði og er útsvarsupphæðin 1,2 milj. kr. (15.) Bæarsjóður Reykjavíkur hefir veitt félaginu Bláa bandinu 250.000 kr. til starfrækslu hælis fyrir drykkjusjúkl- inga (16.) Útgerðarfélag Akureyrar hefir á- kveðið að hækka hlutafé sitt úr 4 milljónum í 5 milljónir kr. (16.) Reykjavíkurbær hefir keypt jarð- hitaréttindi af Mosfellshreppi að Varmá, Lágafelli, Þormóðsdal, Hraða- stöðum og á Mosfellsheiði. Enn frem- ur verða keypt hitaréttindi á sjö stöð- um öðrum í hreppnum (17.) Viðskiptasamningur var gerður milli íslands og Ráðstjórnarríkjanna fyrir næsta ár. Kaupa Rússar aðallega fisk- flök og saltsíld, en Islendingar fá alls- konar vörur í staðinn (25.) Viðskiptasamningur var gerður við Tékka til jafnlengdar næsta ár. Kaupa þeir frystan fisk, síld, fiskimjöl, land- búnaðarafurðir og niðursuðu. Þaðan verða keyptar iðnaðarvörur allskonar (28.) Bæarráð Reykjavíkur hefir sam- þykkt að bærinn festi kaup á Kol- viðarhóli með öllu er honum fylgir, þar á meðal hitaréttindum (29.) FRAMKVÆMDIR Hafinn var undirbúningur að virkj- un Grímsár, þar sem á að verða orku- stöð Austurlands (4.) Kom til landsins nýtt súgþurrkunar- tæki, sem talið er að taki öðrum slík- um tækjum fram (9.) Gufubaðstofu hafa Mývetningar reist í sumar á svokölluðum Hithóli skammt frá Reykjahlíð (16.) Nýr fiskibátur, smíðaður í Dan- mörk, kom til Húsavíkur. Hann heitir Helgi Flóventsson og er 50 lestir (30.) MENN OG MÁLEFNI Dr. Fernando Garcia Olano, nýr sendiherra Argentínu, afhenti forseta íslands skilríki sín (1.) Menntamálaráðherrar Norðurlanda héldu sameiginlegan fund í Reykjavík (1.) Hópur ungra Sjálfstæðismanna fór í kynnisför til Þýzkalands (3.) Dr. phil. Olav Beito menntaskóla- kennari í Ósló ferðaðist hér um land til þess að athuga mállýzkur (4.) Carl Jörgensen, sem var fyrsti for- stjóri Mjólkurbús Flóamanna, kom í kynnisför ásamt konu sinni (4.) í tilefni af sjötugsafmæli Andrésar Johnsen fornminjasafnara, var opnuð sérstök "deild í Þjóðminjasafni . með safnmunum hans og nefnd Ásbúðar- safn (6.) Fimm erlendir verslunarsérfræðing- ar komu hingað á vegum Iðnaðarmála- stofnunarinnar til að kynna mönnum bættar aðferðir við vörudreifingu. Heldu þeir hér námskeið fyrir versl- unarfólk (6. og 7.) Skýrsla Barnaverndarnefndar fyrir 1954 kom út. Nefndin hefir haft eftir- lit með 119 heimilum á þessu ári (11.) Sex verklýðsleiðtogar voru boðnir í sex vikna kynnisför til Bandaríkj- anna. (14.) Einar Ólafur Sveinsson prófessor fór utan til þess að halda fyrirlestra við 8 háskóla á Norðurlöndum (14.) Séra Sigurður Einarsson í Holti fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um beztu Skálholtsljóð í tilefni af 900 ára af- mæli biskupsstólsins á næsta ári. Önn- ur verðlaun hlaut Þorsteinn Halldórs- son prentari og þriðju verðlaun Þorgeir Sveinbjarnarson sundhallarstjóri í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.