Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1956, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 298 v í hitabelti Marz er heitast um hádegi, og er hitinn þá að meðal- tali um 40 stig á Fahrenheit. En svo lækkar hitinn ört er líður á daginn og er ekki nema 10 stig að kvöldi. En vegna þess að það hvel stjörnunnar, er snýr undan sól, blasir aldrei við jörð, þá hefir ekki verið hægt að komast að því hvern- ig þar er um nætur, en líklega er þar 20 st. frost á F. Við heim- skautin hefir mælst 90 st. F. frost, og um vetur ætti það að geta orðið 150 st. F. En einu sinni mældist 85 st. F. hiti á dökkum bletti við miðjarðarlínu Marz þegar hann var næst sól. Til samanburðar má geta þess, að mestur hiti hér á jörð mældist einu sinni 136 st. F. í Trípoli, en mesta frost hefir mælzt 90 st. F í Síberíu. — O — Enginn efi cr á því, að einhver vottur af gufuhvolfi er á Marz. Það sést á því að þar eru stundum ský, sem skyggja á yfirborðið. En ann- ars vitum vér harla lítið um loftið þar. Þó hafa menn komizt að því að fýri muni ekki vera í loftinu, eða þá svo lítið að það sé ekki nema einn hundraðasti af fýrinu í and- rúmslofti jarðar. En nú er fýri lífsnauðsyn fyrir allar lifandi ver- ur, nema þær allra ófullkomnustu. Að öðru leyti hyggja menn að svipuð efni sé í loftinu þar og á jörðinni. Vatn er af mjög skornum skammti á Marz. Helztu upplýs- ingar um það hafa menn fengið vegna þess, að hvítir blettir mynd- ast við pólana um vetur, en eyð- ast þegar fram á sumar kemur. Einfaldasta skýringin á þessu fyr- irbrigði er sú, að þarna myndist ís um vetur, eða þó að allt sé þar þakið snjó. Þaðan koma oinu vatns- uppspretturnar á hnettinum, og það mundi oss þykja lítið. Prófessor Russell við Princeton háskólann hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé meira vatn til á Marz, en sem samsvara muni því sem er í Huron-vatni í Bandaríkjunum. — O — Ekki hafa fundizt neinar líkur til þess að um dýralíf sé að ræða á Marz, en eitthvert jurtalíf er þar að dómi flestra stjarnfræðinga. Til- sýndar er Marz rauður, og sá litur kemur af eyðimörkunum á norð- urhveli stjörnunnar. En á suður- hveli, allt að 40 breiddargráðu, eru grænleitar skellur, sem menn hafa nefnt „maria“. Nafnið er dregið af því, að menn heldu fyrst að þessir dökkvu blettir mundu vera höf. Nú þykir það undarlegt að mönn- um skyldi skjöplast svo, því að landspildur þessar breyta um svip eftir árstíðum. Á vetrum eru þær dökkgráar eða brúnar á lit, en á vorin þegar hvíta skellan á skaut- inu fer að dragast saman, breytist liturinn og verður grænn. Það virð- ist því auðsætt að þarna muni um einhvern gróður að ræða, sem skýtur upp með vorinu, annars mundi þetta svæði vera samlitt við eyðimerkurnar. Sumir halda því að vísu fram, að enginn gróður geti verið á Marz og bera því við að þar sé ekkeit fýri og mjög lítið um vatn, og enn segja þeir að þar hljóti að vera kalt, að þess vegna muni gróður ekki geta þrifizt. En þrátt fyrir þetta er ekki útilokað að harðgerar jurtir, svo sem allskonar skófir, geti vaxið þar, því að þær virðast geta vaxið alls staðar. Hér með er þó ekki sagt að skófagróður sé á Marz. Stafi græni Jiturinn þar af gróðri. þá er langsennilegast að hann sé ólíkur öllum gróðri hér. — O — Vér skulum bregða oss nokkur ár fram í tíman og setja svo að þá hafi tekizt að fljúga út fyrir afl- svæði jarðar. Þá mun hægt að kom- ast til Marz, en það ferðalag er þó að vísu enn ýmsum vandkvæðum bundið. Og enginn getur sagt um með vissu hve langan tíma muni þurfa til þess ferðalags. Þó hefir verið gerð nákvæm áætlun um það nú þegar og gert ráð fyrir að þetta muni verða þriggja ára ferð, með 449 daga dvöl á Marz. Vér skulum hugsa oss að ferðin hafi tekizt og nokkur hundruð ungra og ókvæntra manna hafi verið send til Marz og látin taka sér bækistöð þar. Auðvitað hafa menn þessir verið valdir af inni mestu nákvæmni, bæði um líkam- lega og andlega heilbrigði. Og þeir verða að skuldbinda sig til þess að dveljast að minnsta kosti fimm ár á Marz. Til þess að forðast vatnsskort mun bækistöðin sett á annað hvort heimskautið. Vér gerum ráð fyrir að norðurskautið verði valið, því að þar virðist ísinn ekki hverfa á sumrin. En þarna verða næturnar langar og dimmar og ógurlega kaldar. Þó mundi líklega verða enn meiri erfiðleikum að mæta, ef bæki- stöðin væri sett nærri miðbaug. En ef mönnum tekst að fljúga til Marz, þá ætti þeim ekki að verða skota- skuld úr því að búa þannig um sig, að þeim geti liðið sæmilega innan húss. Út gæti þeir ekki farið nema þeir hafi með sér birgðir af fýri, og þessar útigöngur geta orðið hættulegar, því ef nokkuð verður að fýrisgeyminum, þá er manni dauðinn vís. Eins mundi fara ef helköld nóttin skylli á menn á víðavangi. Annars er sennilegt að menn muni hafa litlar flugvélar til rannsóknaferða. Fáir menn munu annast þessar rannsóknarferðir, en flestir munu halda kyrru fyrir í stöðinni, og starf þeirra verður einhæft og þreytandi, að taka daglega saman skýrslur um allt er fyrir ber og senda þær með firðskeytum til jarðarinnar. Enginn maður getur verið út af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.