Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 1
22. tbl. Árni G. Eylands: BÚSKAPUR GRÆNLENDINGA jyÝLEGA las ég, í búnaðarblaðinu Frey, litla klausu um sauðfjár- rækt á Grænlandi. Þar segir að sauðfé þeirra á Grænlandi sé af ísl. stofni „er flutt- ur var þangað fyrst 1920, en síðan hefur nokkrum sinnum verið bætt við stofninn með lítilsháttar fjár- flutningum frá íslandi“. Ekki er mér kunnugt um þessa „lítilsháttar flutninga" á ísl. fé til Grænlands eftir 1920, í einstökum atriðum, en hitt er víst að aðal- stofninn var fluttur til Grænlands 1915 en ekki 1920. Er það alkunn- ugt, að danskur maður, Valsöe að nafni keypti 175 sauðkindur í Skagafirði 1915, með aðstoð Sig- urðar Sigurðssonar þáverandi skólastjóra á Hólum, og að fé þetta var flutt til Grænlands þá um sum- arið. Tveir hestar skagfirzkir fylgdu einnig með. BÚSKAPUR HAFINN AÐ NÝJU Þetta gaf mér tilefni til að um- segja á íslenzku danska grein eftir sauðfjárræktarstjóra Dana á Grænlandi L. A. Jsnsen í Juliane- Sláturlömb, 5 mánaða gömul. háb, sem birtist í tímaritinu Land- bonyt. Er það gert með leyfi rit- stjóra tímaritsins, sem einnig hefir lánað mér mót af myndum þeim, sem eru í grein þessari. Sjálfur veit ég fátt um búskap á Grænlandi, nema af afspurn, enda ekki komið á Grænlands grund nema einu sinni, og stóð þá ekki við nema 2 klukkustundir. Grein Jensens ber það auðvitað með sér að hún er skrifuð fyrir danska lesendur sem vita fátt um sauðfjárrækt. Við búnaðartalningu 1. nóvem- ber 1954 voru um 20 þúsundir fjár á Grænlandi, með öðrum orðum sagt, þá um haustið voru um 20 þús. kindur settar á vetur. Þá voru í landinu um 80 mjólkurkýr, nokkr- ar geitur, um 110 hestar og um 1600 alifuglar. Þetta er endurreisn búskapar 4 Grænlandi. Jensen nefnir að ís- lendingar sem námu land á Græn- landi, og sem hann svo, að dönsk- um hætti nefnir Nordboere, hafi stundað búskap. Þegar bezt var hafi verið um 300 bændabýli í landinu, 3—4 þús. manns. Kom óx ekki til þroskunar þá fremur en nú, búfjárræktin var því grund- völlur búskaparins. Svo fór sem fór um búskapinn og íslenzku ný- lenduna á Grænlandi. Nú nema grænlenzkir sauðfjárbændur land á ný þar sem íslendingar til forna V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.