Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 vestur í Svartárdal, en fluzt 6 ára gömul til Skagafjarðar og alizt þar upp hjá móður sinni, þar til hún var orðin vinnufær, en síðan hafði hún verið nokkur ár í vist, en seinast í húsmennsku. Nú var það haustið 1737 að hún lagði á stað í betliferð og hafði Guðmund son sinn með sér. Einn hest átti hún, en fekk tvo hesta léða hjá einhverjum góðgjörnum mönnum, annan handa Guðmundi en hinn undir þau föng, er þeim kynni að áskotnast. Komust þau alla leið út í Haganesvík og er þess ekki getið hve lengi þau voru í leiðangrinum, en heim komu þau með allmikinn farangur á trússa- hestinum, fiskmeti og annað. En ekki höfðu þau lengi heima verið er þar kemur Jón Bjarna- son hreppstjóri á Brimnesi í Við- víkursveit, þeirra erinda að 'taka þau mæðgin föst fyrir þjófnað. Höfðu orðið talsverð hvörf á mat- vælum hjá honum og ýmsum bændum, þar sem leið þeirra hafði legið um, og þótti sýnt að þau mundu vera að því völd. Aðrir þeir bændur, er kært höfðu um að frá sér hefði verið stolið, voru þeir Jón Jónsson á Höfða í Hofshreppi, Jón Ingimundarson á Vatni í Hofs- hreppi, Jón Andrésson á Reykjar- hóli, Guðmundur Markússon á Bakka og Jón Jónsson í Móskóg- um, allir í Haganeshreppi. Jón hreppstjóri fól Einari bónda á Yztu Grund að hafa eftirlit með því, sem Þórunn hafði undir hönd- um og geymt var í vistarverurn hennar, en það mun hafa verið eitthvert úthýsi. Síðan hafði Jón hreppstjóri þau mæðgin á brott með sér og flutti þau heim til sín að Brimnesi og hafði þau þar í haldi um hríð, á meðan hann var að rannsaka málið og leita upplýs- inga hjá þeim bændum, sem frá hafði verið stolið. Drógst þetta nokkuð á langinn og þótti Jóni dýrt að fæða þau, en þóttist vita að þau mundu eiga einhverja mat- björg heima. Sendi hann því Guð- mund að Yztu Grund og bað hann sækja þangað nokkra fiska þeim til lífsviðurværis. Þórunn fekk að vita um þessa sendiför og náði tali af syni sínum áður en hann lagði á stað og bað hann í hljóði að skjóta undan nokkrum fiskum, svo að þau gæti gripið til þeirra ef í harðbakka slægi. Síðan fór Guðmundur eins og honum hafði verið sagt. Mun hann hafa hitt Einar á Yztu Grund að máli og sagt honum frá erindum sínum, en Einar látið sér á sama standa, og ekki fylgdist hann með því hve mikið Guðmundur tók úr kofanum, en vissi að það voru nokkur föt og eitthvað af fiski. En Guðmundur hafði tekið þar 3 væna fiska og aðra fjóra minní. Stóru fiskana faldi hann svo í lækjarfarvegi skammt þaðan, en færði Jóni hreppstjóra á Brimnesi hina. Skúli sýslumaður þingaði í þessu máli í Viðvík hinn 15. október um haustið og komu þangað allir kær- endurnir. * Þórunn meðgekk að hafa stolið tvívegis á Brimnesi, bæði er hún fór norður og eins á heimleiðinni, og í hvort tveggja skipti um nótt. í fyrra skiptið kvaðst hún hafa komizt inn í búrið, hespan hefði verið veik og „hafi hún kippt henni fram yfir lásinn“. Þar tók hún 7 fiska og smjörfjórðung, en úti í hjalli náði hún í eina lúðu. í seinna skiptið kvaðst hún hafa „smogið inn um gættina á skemmunni" og náð þar í einn fjórðung af mjöli, 8 sauðarhöfuð og nokkrar flíkur. Þessa alls hafði Jón hreppstjóri saknað, en ekki meira. Heim að Höfða og Vatni hafði hún farið um nótt. Á Höfða kvaðsí hún hafa tekið úr ólæstu húsi 11 harðfiska, flesta ráskerta, fjögur spyrðubönd og mjöl úr tunnu. Meira saknaði Jón bóndi þar ekki. Á Vatni kvaðst hún hafa tekið >*r ýsur, sem Jón bóndi saknaði. Á Bakka kvaðst hún hafa tekið tvær litlar lúður, en neitaði algjör- lega að hafa tekið þar 4 fiska, sem Guðmundur bóndi saknaði. í Mó- skógum kvaðst hún hafa tekið tvær lúður og hákarlslykkju, en neitaði að hafa tekið ýsuspyrðu og einn stóran fisk, sem Jón bóndi sakn- aði. Þá kom fram Jón Andrésson á Reykjahóli og kvaðst hafa misst mjöl úr hálftunnu, um þverhandar- þykkt, sundmagaband og 4 fiska merkta á sporðinum. Taldi hann að Þórunn mundi hafa stolið þessu. Meðgekk hún að hafa tekið nokk- uð, en þó eigi allt. Alls voru stuldir hennar metnir til 60 fiska, en auk þess var hún fundin sek um innorot á tveimur stöðum, og enn var henni gefið það að sök, að hún skyldi hafa haft Guðmund son sinn, unglingspilt, með sér í þessari stuldarferð. Hafði sýslumaður spumir af því, að drengurinn hefði fengið slæmt upp- eldi hjá henni, en þótti þó kasta tólfunum er hún væri að kenna honum að stela. Þórunn þrætti þessi harðlega að drengurinn hefði verið að stuldun- um með sér. Hann hefði aldrei ver- ið viðstaddur. Guðmundur sannaði þetta með henni, sagði hann að hún hefði skipað sér að gæta hest- anna, meðan hún fór heim á bæina. En hann hefði stundum spurt hana hvort ekki hefði allir verið hátt- aðir á bænum, og hefði hún þá svarað að svo hefði verið. Kvaðst hann því hafa vitað að allt var stolið, sem hún kom með frá þess- um bæum. Þórunn bar því við að bjargar- leysi hefði vaidið því að hún gerð á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.