Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 4
552 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ist þjófur. Er og svo að sjá sem henni hafi lítt áskotnazt í gjöfum á ferðalaginu. Getui hún aðeins um að sér hafi verið gefnir tveir fiskar, og þá hefði hún selt. Hún var spurð að því hvers vegna hún hefði ekki látið Guðmund vera í vist, en hún kvaðst ekki hafa treyst honum til þess fram að þessu, en með vorinu hefði hún ætlað sér að fá vist fyrir hann. Dómur Skúla í þessu máli var allharður, og þó einkennilegur. Hann dæmdi Þórunni til kagstrýk- ingar fyrir þjófnað, illt uppfóstur á syni sínum, fyrir að hafa haft hann í þjófnaðarferðum með sér og hirða með sér þýfi og leyna því, og síðast fyrir „óguðleg þjófn- aðarráð gefin syni sínum“, að stela fiskum á Grund. Guðmundur var ekki dæmdur þjófur, en fyrir hylm- ingu og að hafa farið að þjófsráð- um móður sinnar skyldi hann hýð- ast rækilega og skyldi móðir hans framkvæma hýðinguna opinber- lega. Síðan skyldi þau aðskilin og hreppstjórum í Akrahreppi falið að útvega Guðmundi vist á góðu heimili þar í sveitinni, svo að hann gæti alizt þar upp við guðsótta og góða siðu. Svo var Þórunn kagstrýdd þar á þinginu. Framkvæmdi Sigurður böðull Bjarnason refsinguna. „Sömuleiðis var Guðmundur af móður sinni tilbærilega með hrísi og örugglega straffaður“. Þjófnaðir og útilega Sumarið og haustið 1737 urðu þjófnaðir miklir í Skagafirði, inn- brot og hestastuldir. Voru þegar grunaðir strákar þrír að þeir mundu valdir að öllu þessu. Voru það bræður tveir, Jón og Sigurður Bjarnasynir frá Merkigili og Pétur nokkur sonur Bjarna gullsmiðs í Eyafirði. Sigurður mun hafa verið sumarmaður hjá Jóni bónda Guð- mundssyni á Hofi á Höfðaströnd, en Jón bróðir hans verið vistráðið hjú hjá Gísla Gíslasyni á Ingveld- arstöðum á Reykjaströnd. Mun honum sennilega ekki hafa líkað vistin, því að hann fór þaðan um sumarið og hugðist heimsækja Sig- urð bróður sinn á Hofi. Fekk hann léðan hest hjá Jóni bónda Guð- mundssyni á Úlfsstöðum í Akra- hreppi og gerði þá ráð fyrir að skreppa snögga ferð út á Höfða- strönd, en hét því að skila hestin- um aftur að ákveðinni stund eftir nokkra daga. Hestinum skilaði hann aldrei. Jón kom að Hofi og hitti þar Sigurð bróður sinn. Kom þeim saman um að illt væri að þræla fyrir aðra og slíta sér út fyrir ekki neitt. Betra væri að vera frjáls og öllum óháður, og ráða þeir það með sér að leggjast út og lifa á fjöllum. En til þess urðu þeir að búa sig vel út, og þar sem þeir voru öreigar og gátu ekki keypt neitt, fannst þeim réttast að byrja á því að stela þeim hlutum, er þeim gæti helzt orðið að gagni í útileg- unni. Þeir byrjuðu á því að stela á Hofi frá Jóni Guðmundssyni. Það sem þeir stálu þarna var hnoð- hamar, beýgjutöng, þjöl, beizli og skyrta. Hurfu þeir svo frá Hofi án þess að nokkur vissi. Ekki munu þeir þó hafa verið ánægðir með þennan feng, því að þegar þeir komu að Gröf í sömu sveit, seldu þeir Jóni bónda Einarssyni smíða- tólin fyrir peninga. Nóttina áður höfðu þeir brotizt inn í læst hús hjá Sveini bónda Tómassyni í Grafargerði og stálu þar brjóstdúk og klæði. Síðan heldu þeir för sinni áfram inn í Viðvíkursveit og komu að Ásgeirs- brekku. Þar bjó sá bóndi er Þor- lákur Jónsson hét. Frá honum stálu þeir hesti. Heldu þeir nú enn áfram og komu að Hofstaðaseli. Þar var þá staddur Þórður bóndi Gíslason á Narfastöðum. Þekkti hann hestina frá Ásgeirsbrekku og ennfremur þóttist hann bera xennsl á beizlið sem á honum var, að það væri frá Jóni á Hofi. Þótti Þórði ólíklegt að Þorlákur á Ásgeirsbrekku hefði selt þeim hestinn, svo hann tók hann af þeim, ásamt beizlinu, í votta viðurvist. Færði hann Þor- láki síðan hestinn og varð Þorlák- ur því feginn. En það er af þeim bræðrum að segja að þeir heldu inn í Akra- hrepp og stálu þar hesti frá Grím- ólfi nokkrum Þorvaldssyni og höfðu síðan hestakaup á honum við Jón bónda Gíslason á Vöglum. Um þetta bil kom Pétur Bjarna- son í för þeirra. Hafði hann verið sumarmaður hjá Sveini bónda Bjarnasyni á Ökrum. Pétri er svo lýst'að hann hafi verið meðalmað- ur á hæð, grannvaxinn, velvaxinn, herðamikill og lotinn í herðum, bjartur á hár og hrokkinhærður, langleitur og sléttleitur, bláeygur og rjóður í kinnum með framhátt nef, fótagrannur, ólæs, fámálugur og þegjandi, lágtalaður en hafi góð- an róm og tíðum raulandi fyrir munni sér og ekki ófróður, mein- lítill á guðsmunum, liðugur og lag- kænn til verks og hagur nokkuð við smíðar. Pétur var þegar fús að gerast félagi þeirra og leggjast út með þeim. Og þótt hann væri dauf- gerður talinn, þá kom nú meira fjör í athafnir þeirra. Fóru þeir vestur yfir vötn á Grundarstokk og stálu á fimm bæum í Hólminum sömu nóttina, Völlum, Skinþúfu, Bakka, Húsey og Seilu. Hirtu þeir þar bandreipi, gjarðir, þjófaáreiði, beizli, reiðing og klyfbera, fatnað alls konar og smíðatól, svo sem klaufhamar, dengslahamar, töng, hefil, nafar, þjalir, steðja o. s. frv. Þóttust þeir nú út búnir að fara á fjöll og hurfu úr héraðinu, svo að i m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.