Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
553
enginn vissi hvað af þeim hafði
orðið.
Nú er frá því að segja að fólk
úr Skagafirði fór um haustið til
grasa upp á fjöll fyrir vestan
Blöndu. Var það margt saman, en
tveir menn einir koma hér við
sögu, Jón Bjarnason í Holtsmúla
og 18 ára piltur, Björn Guðmunds-
son að nafni.
Föstudaginn 27. sept. rákust þeir
á þá bræður, Jón og Sigurð, fyrir
vestan Blöndu þar sem Sandfell
heitir. Voru þeir hjá þremur
kaupamönnum, sem voru á suður-
leið og höfðu tjaldað þarna. En
þar var lítið vinfengi með þeim.
Voru kaupamenn reiðir mjög
og höfðu þá bræður í hálfgerðu
haldi. og kenndu þeim um að hafa
stolið frá sér um nóttina smjör-
stampi, smjörkvartili. skinnstakka-
bagga og tjaldi með trjám og poka.
Höfðu þeir Jón og Sigurður viður-
kennt að skinnstakkarnir væri í
sínum fórum, en ekki meira. Hitt
muni Pétur hafa tekið.
Grasafólkið vildi ekki blanda sér
neitt í deilur þessar. Var það þá a
heimleið og helt áfram för sinni
niður að Blönduvaði. En er þangað
kom saknaði það tjaldáss síns.
Sneru þeir Jón Bjarnason og Björn
þá aftur til þess að leita hans og
fundu hann eftir litla hríð. En sem
þeir koma niður að vaðinu aftur,
sáu þeir mann á brúnskjóttum
hesti koma framan úr Blönduvaðs-
hólum austan ár. Lagði hann þegar
út í ána og mætti þeim á eyrunum
vestan ár. Þetta var Pétur Bjarna-
son.
Hann spurði þá þegar hvort þeir
hefði ekki orðið varir við menn á
ásunum þarna fyrir vestan ána.
Jón í Holtsmúla varð skjótur til
svars og kvað þá hafa hitt þar
kaupamenn, er tekið hefði fasta
þá félaga hans, Jón og Sigurð, fyrir
þjófnað. Strákarnir hefði meðgeng-
ið að hafa stolið frá þeim, en hefði
ekki verið einir um það, því að
Pétur félagi sinn hefði í sinni
vörslu bæði smjörið og • tjaldið.
Síðan sagði Jón Pétri að kaupa-
menn hefði fengið þá Björn til þess
að leita hans og ná af honum þýf-
inu.
Pétur þrætti þess að hann vissi
neitt um þennan þjófnað. En þá
byrsti Jón sig og kvað honum ekki
duga að þverskallast, því að þýfi
þetta væri áreiðanlega í hans
vörslu. Gugnaði Pétur þá og sneri
á leið með þeim austur yfir Blöndu
og upp í hólana, því að þar kvaðst
hann hafa falið þýfið. Varð honum
þó allmikil leit úr því, mun hafa
valið felustaðinn í myrkri og ekki
verið fljótur að átta sig á hvar
hann var. Þó fór svo að hann hafði
upp á því. Var þarna smjörstamp-
urinn og smjörkvartilið, tjaldið
troðið niður í karlmannsbuxur, en
tjaldtré og tjaldhæiar þar hjá. Auk
þess var þar rauður hærupoki —
og annar poki lítill og vissu þeir
óglöggt hvað í þeim mundi vera.
Þar var og reiðingur og klyfberi. •
Nú sagði Pétur þeim frá því, að
þar uppi í hólunum væri móálóttur
hestur, er hann kvaðst eiga, og
skyldu þeir taka hann og flytja
farangurinn á honum. En hvernig
sem þeir leituðu, gátu þeir ekki
fundið þann móálótta. Aftur á móti
fundu þeir þar lítinn jarpan hest,
vart stærri en þriggja vetra fola.
Þennan hest tók Pétur, en Jón í
Holtsmúla vildi ekki leggja klyfj-
arnar á hann, heldur setti hann
reiðing á þann brúnskjótta, er Pét-
ur hafði riðið og tjaslaði öllu upp
á hann. Steig Pétur þá á bak þeim
jarpa og heldu þeir svo vestur yfir
Blöndu og hugðust fara á fund
kaupamanna. En er vestur yíir ána
kom drógst Pétur aftur úr og varð
þeim viðskila. Mun honum ekki
hafa þótt ráðlegt að ganga í greip-
ar þeirra sunnanmanna.
Þeir Jón og Björn heldu nú
þangað er þeir höfðu skilið við
kaupamennina og voru þeir þá enn
þar og þeir bræður Jón og Sigurður
hjá þeim. Jón í Holtsmúla skýrði
nú kaupamönnum frá því, að Pétur
væri þar á næstu grösum og bauð
þeim fylgi sitt, ef þeir vildu fara
að honum og taka hann fastan. En
kaupamenn kváðust ekkert um það
hirða hvað af honum yrði. Þeir
voru harðánægðir með að hafa
fengið allt sitt og nenntu ekki að
standa í neinum stórræðum. Kváð-
ust þeir og mundu sleppa þeim
bræðrum, Jóni og Sigurði. Höfðu
þeir bræður sagt kaupamönnum
að þeir væri þarna til grasa og
trúðu kaupamenn því. Slógu
kaupamenn nú upp veizlu fyrir þá
Björn og Jón í Holtsmúla og veittu
þeim bæði mat og brennivín, eins
og þeir vildu. Og að skilnaði gáfu
kaupamenn þeim brennivín á pytlu
„og glasið með“. Kvöddust þeir
síðan með vinsemd og slógust þeir
Jón og Sigurður í för með þeim
grasamönnum. Afhenti Jón í Holts-
múla þeim bræðrum brúnskjótta
hestinn með reiðingi, því að Pét-
ur hafði beðið hann um það og
sagt að hvort tveggja væri sín eign.
Höfðu þeir bræður þá þrjá hesta,
tvo með reiðtygjum og einn með
reiðingi. En engar farangur höfðu
þeir meðferðis.
Var nú snúið norður á leið og
höfðu þeir ekki langt farið er þe*r
riðu fram á Pétur, þar sem hann
hafði falið sig í laut. Rauk Jón í
Holtsmúla þá upp á hann og heimt-
aði af honum skyrtu og glas, sem
hann sagði að sunnanmenn ætti
enn hjá honum. Og eftir nokkrar
vífilengjur lét Pétur fram skyrtu,
og stakk Jón henni niður hjá dóti
sínu, en ekkert var á það minnzt
að ríða á eftir sunnanmönnum og
afhenda þeim skyrtuna.
Þeir urðu nú samferða niður að
Blönduvaði. Lengra fóru þeir bræð