Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Side 10
558
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Yrking sjávar og fiskræktun
mun koma i veg fyrir matarskort i heiminum
MEIRI gróður og meira líf kviknar
í sjónum á hverju ári, heldur en á
landi. Sumir vísindamenn halda
því fram að það sé tífalt meira en
allt líf á jörðinni, þótt taldir sé
allir skógar hennar, allar gras-
lendur, allir búgarðar, öll viðkoma
manna og dýra, skorkvikinda,
gerla, sveppa, og allt sem nöfnum
tjáir að nefna.
Þessi mikla viðkoma í sjónum,
er þrotlaus uppspretta fæðuteg-
unda, þótt mannkynið hafi ekki
fært sér það í nyt. Þótt fiskveiðar
séu taldar miklar, þá eru þær ekki
nema lítið brot af þeim fæðuteg-
undum, sem aflað er á landi. Enn
í dag er það svo, að þótt milljónir
manna skorti eggjahvíturíka fæðu,
þá sækjum vér ekki í sjóinn nema
tæpan hundraðasta hlutann af
þeirri fæðu, sem vér neytum.
í höfunum eru milljónir smá-
lesta af alls konar málmsöltum og
eru þau undirstaða dýralífs og
gróðurs þar. Allt frá því að úr-
komuvatn fór að renna um jörðina
og grafa sér farvegu, hefir vatnið
leyst úr jarðveginum salt, kalí, fos-
stjörnurnar hafa efni á að endur-
nýja þannig hala sinn í hvert
skifti er þær koma í námunda við
sól, eins og kunnugt er um Halley’s
halastjörnuna. Og enda þótt hal-
inn virðist vera ógurlega stór, þa
er efnið sem í honum er hverju
sinni tæplega meira en nokkur
tonn, en það er svo smátt og sund-
urlaust, að það sýnist líkt og fer-
líki á himninum þegar ljósgeisl-
arnir endurkastast frá því.
fat, kalk og saltpétur og borið fram
til sjávar og þetta breytist í lífræn
efni í jurtagróðri sjávarins. Með
aðstoð blaðgrænunnar draga þör-
ungar svo til sín sólarljósið og með
tilkomu orku þess skapast eggja-
hvftuefni, kolvetni, fita og fjörefni
og önnur þau efni, er gera þör-
unga og svif að lífsviðhaldi allra
dýra í sjónum.
Sum sjávardýr ganga á beit í
gróðri sjávarins alveg eins og fé
á landi, er kroppar gras á jörðinni,
önnur eru kjötætur og lifa á þeim
dýrum, er á gróðri nærast. Þannig
er allt lífið í sjónum, þar tekur
hver tegundin við af annari, fyrst
eru plöntuæturnar, svo kjötætur
og ránfiskar og endar á þeim
grimmustu, hákörlunum.
Á uppvaxtarárum sínum etur
hver fiskur margfaldan þunga
sinn af fæðu. Einu sinni náðist
hvalkálfur, sem ekki var nema IV2
fet á lengd, og hann var alinn um
9 mánaða skeið í fiskabúri í Flor-
ida. Á þessum tíma lengdist hann
um eitt fet og þyngdist um 200
pund. En hann hafði þá etið sjö
lestir af kröbbum, eða 70 sinnum
meiri þunga en hann hafði bætt
við sig.
í sjónum fer því fram ógurleg
rányrkja, og það eru ógrynni af
lífefnum sem fara forgörðum, áður
en þeir fiskar eru vaxnir, er vér
leggjum oss til munns. Síldin er
fyrsta stigið, því að hún lifir á
svifi, og þess vegna ætti að vera
hyggilegast að veiða hana með til-
liti til rányrkjunnar. En þorskur-
inn er þeim mun hærra á lífsstig-
anum, að þegar vér neytum hans,
þá fáum vér ekki nema 1/5000 af
þeirri sjávarfæðu er til þess þurfti
að koma honum upp.
Af þessu má ráða, að jurtalífið
í sjónum er margfalt á við dýra-
lífið. Er gizkað á, að á móti hverju
einu pundi í fiskum, sé 10 pund af
gróðri, eða jafnvel enn meira. Og
það er miklu meiri fjöldi fiska,
sem lifir á gróðrinum, en hinna
sem lifa á öðrum fiskum.
Ef vér gætum því hagnýtt svifið
í sjónum til fæðu handa oss, þá
fengjum vér þar með helmingi
meiri matvælabirgðir en jörðin
getur framleitt. í Thailandi hefir
lengi verið skortur á eggjahvítu-
efnum í fæðu manna. Nú er þar
safnað þúsundum lesta af svifi á
hverju ári og notað til manneldis
með góðum árangri.
— o —
Fyrsta viðfangefnið er þó að
hagnýta fiskimiðin betur en gert
hefir verið. Víða um heim eru
fiskimið, sem menn hafa ekki litið
við. Þannig er t. d. um mestan
hluta hafsins á suðurhveli jarðar.
Þar væri áreiðanlega óhætt að
auka fiskveiðar fimmfalt, eða jafn-
vel tífalt, án þess að um rányrkju
væri að ræða.
í fiskmetinu er mesti og bezti
forði af eggjahvítuefnum, sem vér
eigum völ á. Fiskmeti er og mjög
auðugt að málmsöltum, sem fisk-
arnir hafa dregið í sig úr sjónum.
Ef vér tökum 10 punda þorsk, þa
er í hoiium jafnmikið af járni eins
og er í hálfri lest af sjávarvatni.
Fiskar sem lifa hátt í sjó og nær-
ast á svifi, eins og síldin, veiðast