Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Page 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
559
aðallega skamrnt undan landi. —
Þorsk og aðra botnfiska veiða
menn yfirleitt á landgrunni, eða á
grynningum úti í hafi, þar sem
eigi er dýpra en svo, að svifið
leggst í botninn og myndar þar
fæðutegundir handa botnfiskinum.
Þar sem sjór er djúpur, virðist svif-
ið leysast upp áður en það nær
botni.
í hitabeltishöfunum er stór-
kostleg mergð fiska, sem menn
hafa aldrei skeytt um að veiða til
matar. Það er aðallega vegna þess,
hve langt er til markaðar, og mönn-
um þykir hægara að veiða þá fiska
er sveima í þéttum torfum, eins og
síldin, eða þyrpast saman á hrygn-
ingarstaði eins og þorskurinn í
norðanverðu Atlantshafi.
Árið 1952 var.gerður út leiðang-
ur að tilhlutan „Wood Hole Ocean-
opraphic Institution“ í Cape Cod,
til þess að leita fiskmiða á djúp-
sævi, og bar hann mjög góðan
árangur. Venjulega veiða menn
ekki með botnvörpum á meira
dýpi en 750 feta dýpi en á 1000 feta
dýpi fundu leiðangursmenn upp-
gripaafla af sjávar-aborra, miklu
stærri en áður hafði þekkzt. Ný
fiskimið fundust á enn meira dýpi.
Á 1500 feta dýpi rákust leiðangurs-
menn á gagnauðug humramið. Þeir
fundu einnig ágæt krabbamið á
stóru svæði, þar sem dýpi er um
3000 fet. Þarna hafast við stórir
krabbar, sem menn hafa aldrei
veitt áður að neinu ráði.
Menn hafa gengið of nærri þeim
fiskimiðum, sem þeir þekkja bezt,
einkum þeim miðum þar sem
þorskur veiðist og aðrir botnfisk-
ar. Hefir kveðið svo rammt að
þessu, að alþjóðasamvinna varð að
taka í taumana, til þess að bjarga
fiskstofninum.
Þegar þess er gætt hve viðkom-
an er mikil hjá fiskunum, hefir
sumum þótt ólíklegt að ofveiði
gæti nokkurn tíma átt sér stað.
Langan hrygnir t. d. um 30 milljón-
um hrogna í einu, og þorskurinn
6,5 milljónum. En þrátt fyrir þenn-
an mikla hrognafjölda eiga kynin
erfitt uppdráttar, vegna þess hve
vanhöldin eru óskapleg. Fróðustu
menn telja, að aðeins eitt þorsk-
hrogn af hverri milljón, nái því að
klekjast út og verða að fullvöxnum
fiski.
Sá fiskurinn, sem mannkynið
hefir langmest gagn af, er síldin.
Á hverju ári veiðast um 10.000
milljónir sílda, eða um 5 síldar á
hvern mann í heiminum. Þrátt
fyrir þennan mikla afla, virðist
alltaf jafn mikið af síldinni. í einni
síldartorfu eru stundum 3000
milljónir sílda. Og torfurnar eru
óteljandi um allt Atlantshaf og
Norðursjó. Næstbezti nytjafiskur-
inn er þorskurinn og veiðast af
honum um 400 milljónir á hverju
ári í Atlantshafi.
— o —
Tilraunir hafa verið gerðar í
Bretlandi um að auka næringar-
efni í sjÓnum í því skyni að auka
vöxt svifsins í yfirborði. Það hefir
komið í ljós, að þetta er hægt, og
allar líkur eru til þess að hægt sé
að auka annan sjávargróður með
áburði. Fyrstu tilraunirnar voru
gerðar í Skotlandi. Langur fjörð-
ur, Loch Sween, var stíflaður, svo
að flóð kæmist ekki inn í hann.
Síðan var áburði dreift á yfirborð-
ið og borinn í hann blendingur af
saltpétri og fosfat. Næstu tvö árin
var svo áburðargjöfin aukin. Og
áhrifin komu fljótt í ljós. Þörunga-
gróður margfaldaðist í yfirborði, og
fiskarnir sem á honum lifðu, urðu
feitir. Talið var að svifgróður væri
10 sinnum meiri innan við stífluua
en utan við hana. Flyðrur tóku þar
helmingi hraðar út vöxt en venju-
legt er, urðú að markaðsvöru á
tveimur árum í stað þess að þær
sem lifa úti í sjó eru ekki taldar
markaðshæfar fyrr en þær eru
sex ára.
Þetta bendir til þess, að vér eig-
um að rækta fisk, til þess að auka
fiskforðann. Og þetta er víða gert.
í Austurlöndum hefir það lengi
tíðkast að geyma fiska í pollum og
ala þá eins og hver önnur húsdýr.
Þessi fiskrækt hefir haft mikla
þýðingu, því að þá geta menn feng-
ið meira af eggjahvítuefnum í fæð-
unni en áður var. Þess vegna eykst
fiskrækt nú hröðum skrefum í
Indónesíu, Filippseyum, Kína,
Formósu og Miðjarðarhafslöndum.
Kína hefir þegar svo mikla fiska-
rækt, að uppeldisstöðvar fiskanna
ná yfir milljón ekrur af landi, og
þarna fá þeir sem svarar tveimur
lestum eggjahvítuefna af hverri
ekru á ári. En einhverjar beztu
fiskræktarstöðvar í heimi eru 1
Deitu-vötnunum í Egyptalandi. Úr
þeim fást 20.000 lestir af físki á ári.
í Indlandi gefa fiskapollarnir meiri
arð heldur en samsvarandi stærð
af ökrum.
Stærstu fiskræktarstöðvar heims-
ins eru í Indónesíu og á Filippsey-
um. í Indónesíu eru fiskatjarnirn-
ar um 250 milljón ekrur að flatar-
máli og úr þeim fást árlega rúm-
lega 30 milljónir punda af fiski.
Þarna hafa oft verið gerðar fiska-
tjarnir þar sem ræktað land var
áður eða bithagar, því að fisk-
ræktin gefur miklu meira af sér
heldur en jörðin. Þarna er víða
eldfjallaaska í jarðvegi, auðug af
alls konar málmsöltum og ákjós-
anlegur staður fyrir fiska. Enda
hafa fiskar dafnað þarna ágætlega
um langt skeið og virðist engin
breyting verða á því. Verða því
miklu betri not af landinu með
fiskrækt, heldur en akuryrkju.
Sama hefir orðið ofan á í Mið-
Afriku, þar sem fisktjamir hafa
verið gerðar. Fá menn nú um 100