Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Qupperneq 1
Jöklarannsóknir um allan heim landkönnuðurinn Cook kom Fer /o/fs/og hlýnandi eðo er kuldi / vændum? að Suðurskautsísnum 1773 og aítur 1775, en hann gat ekkert um það sagt hvort meginland væri handan við ísinn. Hitt fullyrti hann, að ef þarna væri land, mundi þar vera svo kalt og stormasamt, að engum manni væri þar líft. En nú hafa menn frá 11 þjóðuin haft vetursetu á Suðurskautsland- inu, sumir jafnvel uppi á hájökl inum. Á dögum þeirra Scotts og Amundsen var aðeins hægt að fara skyndiferðir upp á jökulinn, og flýta sér svo sem mest mátti burt þaðan aftur. En nú hefir verið unnt, með aðstoð flugvéla og birgðaskipa, að koma upp vel út búnum dvalarstöðvum hjá báðun< heimsskautum. Og með þessu móti nefir tekizt að gera daglegar at- huganir á þessum slóðum. Is þekur nú um tíunda hlutann aí öllu þurrlendi jarðar en svo má telja að hann sé allur utan við mannabyggðir. Þegar ísaldirnar hófðu náð hámarki, fyrir svo sem 18.000 árum, þá var ísinn þrisvar sinnum meiri en nú, og þakti um þriðiung af öllu þurrlendi jarðar Rannsóknir á jöklum og hversu Grænlands jökull. mjög þeir hafa gengið saman, virð- ast benda til þess, að veðrátta hafi farið hlýnandi. En vér vitum ekk- ert um hvort framhaid verður á þessari rýrnun jöklanna. Það et eitt af viðfangsefnum jarðeðiis- íræðaársins, að reyna að komast eftir þessu. Ef allir jöklar á jörðinni bráðn- uðu, þá mundi yfirborð sjávar hækka um 200—300 fet og mundi það nægja til þess að færa flestar hafnarborgir í kaf. En hættan er ekki yfirvofandi. Með sama áfram- haldi og nú mundu jöklarnir þurfa þúsundir ára til þess að bráðna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.