Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Síða 2
386
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Nú er hækkun sjávar hér um bil
2,5 þumlungar á öld.
Þegar ísaldirnar voru í algleym-
ingi, var yfirborð sjávar 300 fetum
lægra en nú. Langt var þá til sjáv-
ar þar sem hafnarborgirnar standa
nú.
—★—
Jöklar bera glöggt vitni um tið-
arfarsbreytingar. Þess vegna hafa
farið fram jöklamælingar nú um
mörg ár.
Stærstu jöklar jarðarinnar eru
Grænlandsjökullinn og Suður-
skauts j ökullinn. Gr ænlands j ökull
er um 10. hlutinn af öllum jöklum
jarðar, en gizkað er á að Suður-
6kautsjökullinn sé um 86% af öllum
jöklum. Það sem þá vantar á eru
dreifðir jöklar víða um heim, eða
í öllum álfum nema Ástralíu.
Fjöldi vísindamanna um allan heim
er nú að rannsaka skriðjöklana frá
þeim. Þeir mæla hvað jökullinn
muni vera gamall og hvort hann
rýrnar eða gengur fram. Með þessu
móti fæst samanburður á öllum
joklum jarðarinnar á sama tíma.
Svo virðist sem sumir jöklar sé að
stækka, en aðrir minnka.
Jöklar safnast á heimskautalönd-
in vegna þess að þar er kaldara en
annars staðar. Veldur þar mestu
um að sólarljósið nýtur sín þar
ekki. Sólargeislarnir falla svo ská-
hallt að þeir verða að fara í gegn
um breiðara belti af gufuhveli
jarðar, heldur en annars staðar, en
við það glatast mikið af hitamagni
þeirra. Jökulbreiðurnar miklu (5
milljónir fermílna við Suðurpól og
3 milljónir fermílna við Norðurpól)
endurkasta svo um 80% af því sól-
arljósi, sem á þær fellur, og með
því fer hitinn aftur út í geiminn
Menn mæla hve mikið ský og
þoka draga úr geislamagni sólar og
þeir mæla hve mikið af hitanum
jökullinn dregur til sín. Þeir mæla
lofthita og vinda. Tvisvar á hverj-
um degi eru loftbelgir sendir upp
með senditæki, og þeir mæla loft-
hita upp í 100.000 feta hæð, loft-
raka og loftþrýsting.
í aðalstöð Bandaríkjanna þar
syðra, hafa 40 „rockoons“ þegar
verið sendir á loft, en svo nefna
menn flugbelgi, sem hafa í sér
rákettu. Rákettan kveikir í sér sjálf
í 24 km hæð, og þeytist síðan upp
’ 100 km hæð. Með senditækjum
gefa þær svo til kynna hvernig sé
þar uppi í háloftunum, langt fyrir
ofan öll „veður“.
—★—
Með því að rannsaka jökullögin
á Suðurskautslandinu, geta menn
séð hvernig tíðarfar hefir verið þar
um nokkur hundruð ára. í jöklinum
eru lög hvert ofan á öðru. Surr
eru ljós, en önnur bláleit, og þess’
bláleitu lög eru eftir þá sólbráð
sem orðið hefir á hverju ári. En
ljósu lögin sýna hve miklu hefir
bætt á jökulinn af snjó á hverju
ári.
Með rannsóknum á sjávarbotni
og allt niður í 100 feta dýpi, má
þó rekja sögu veðurfarsins enn
lengra aftur í tímann. Lögin sem
myndast hafa á sjávarbotni segja
til um það sjálf hvernig þau hafa
myndazt. Þessar rannsóknir virð-
ast hafa leitt í ljós. að enginn jök-
ull hafi verið á Suðurskautsland-
inu fyrir 12.000 árum, eða í þann
mund er jökull gekk yfir mikinn
hluta af Norður-Ameríku, Evrópu
og Asíu. Jökull fer fyrst að mynd-
ast þar fyrir eitthvað 5000 árum
Af því má ráða, að þegar hlýnaði
á norðurhveli og jöklarnir þar tóku
að bráðna, þá hafi kólnað á suður
hveli Hvernig stóð á því?
Það er ein af þeim spurningum
sem vísindamenn vona að geta
greitt úr á jarðeðlisfræðaárinu.
—★—
Jöklarnir eru sinn á hvorum
heimsenda. En þeir eru mjög ólíkir.
Suðurskautsjökullinn er sums stað-
ar 3 km þykkur á meginlandinu.
og er það því hæsta land jarðar.
Á Norðurskautinu er hafís Hann
er lágur og er á floti í hafi, sem
er svo að segja umgirt löndum á
alla vegu.
Þessi hafís er ekki nema svo sem
12—15 fet á þykkt, að vísu þykkri
þar sem hann hrannast upp, en
þynnri þess á milli. Eini þykki
jökullinn á norðurhveli er á Græn-
landi, og hann slagar upp í Suður-
skautsjökulinn, því að hann er um
10.000 fet á þykkt.
Norðurskautsísinn er ekki jafn
kaldur og Suðurskautsísinn, og
þess vegna bráðnar hann auðveld-
legar. í eðli sínu er hann þó enn
frábrugðnari, því að þetta er sjáv-
arís, en suðurfrá hefir jökullinn
myndazt úr snjó.
Fleira er ólíkt með heimskaut-
unum. Á norðurhveli hefir mönn-
um tekizt að ala aldur sinn meðal
ísa og jökla. En þótt meira líf sé
í sjónum á suðurhveli, mundi eng-
inn maður geta lifað á veiðiskap
þar. Svo „ólíft“ er á Suðurskauts-
landinu, að þar hefir ekki funaizt
annað líf en fáein skordýr — þar
á meðal vængjalaus fluga — og
örfáar lægstu jurtir. Enginn heiir
enn uppgötvað á hverju flugurnar
geta lifað. Það þarf harðfylgi til
þess að draga fram lífið, þar sem
sjaldan er frostlaust á sumrin. Þo
hafa fundizt þar um 60 tegundir ai
skófum, allt upp í 10.000 feta hæð
Og tvær tegundir blómjurta hat'a
íundizt á strönd, þar sem íslaust er
á sumrin.
Skófirnar lifa á klettum og draga
til sín næringu úr þeim. Þær geta
komizt af þótt lítið sé um sól og
vætu jafnvel árum saman. Sumar
hafa verið þarna á klettunum öld-
um saman, og vilja ekki deya. —
Allt öðru máli er að gegna á norð-
urhveli jarðar. Þar er sægur land-
dýra og jurtategundir skipta pai