Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
387
Jökullinn
á Suðurskauts-
landinu.
þúsundum. Og mýflugurnar eru
svo ásæknar á sumrin, að mönnum
er varla vært.
Menn hafa átt heima á ströndum.
Norðurskautsins um þúsundir ára,
áttu þar jafnvel heima á ísöld. Þeg-
ar íscldinni lauk og gróður hófst
aftur, tóku menn að stunda land-
búnað þar sem tíðarfarið var
sæmilegt, nema heimskautabúarn-
ir, þeir heldu áfram að vera veiði-
menn.
Á þessum slóðum skipta menn
árinu í tvö missiri, ljóstíma og
myrkurtíma. Þetta þýðir þó ekki,
að þar sé dagur hálft árið og nótt
hinn helminginn. Jafnvel á norð-
urpólnum, þar sem vetrarmyrkrið
er lengst, er þó ekki myrkur nema
í 80 daga. Sunnar, þar sem Eskí-
móar byggja, sér ekki sól í 16 vik-
ur, en þar er þó skíma mestan hluta
þess tíma og ekki myrkur nema
svo sem 5—6 vikur.
Það er einn kostur við heim-
skautalöndin, að tunglið er þar
bjartara en annars staðar. Þetta
stafar af halla jarðar á sporbaug
sínum. Birtan af tunglinu er að vísu
ekki nema 1/500000. af birtu sólar,
en er þó nær jafn gagnleg. Snjórinn
endurkastar birtunni og vegna þess
hve heimskautaloftið er jafnan
hreint og tært, er gott skyggni allt
að sjdndeildarhring.
Æfðir flugmenn geta lent á ísi
við tunglsljós, þótt tungl sé ekki
nema hálft, engu síðAr en um bjart-
an dag, og þeim þykir það jafnvel
betra vegna þess að þá fá þeir ekki
ofbirtu í augun eins og af sólar-
geislum, sem endurkastast frá snjó
eða ísi.
—★—
Fjórar ísaldir hafa gengið yfii
jörðina á þeim milljón árum, sem
maðurinn hefir verið uppi.
Seinustu 50 árin hafa margir
smájöklar horfið af yfirborði jarð-
di’. í Alaska hafa sumir skriðjökl-
ar stytzt um 200 fet. I Alpafjöllum
hafa helztu jöklarnir rýrnað um
fjórða hluta seinustu hundrað ár-
in. Jafnvel jöklarnir á Grænlandi
hafa látið á sjá. Mönnum telzt svo
til, að seinustu 100 árin hafi allir
jöklar á jörðinni rýrnað um tíunda
hluta.
Það virðist svo sem lengri og
styttri jöklatímabit i 'ingi yfir jöið
ina. Jökulskjöldurinn mikli tók aí
dragast saman fyrir 10.000—11.000
árum, og þá var loftsiag hlýrra á
jörðinni en nú er. Síðan fyrir eitt-
hvað 2500 árum, tóku jöklar aftur
að aukast, og það kalla jöklafræð-
ingar „ísöldina litlu“. Hún stcð
allt fram á 19. öld.
En svo lauk „ísöldinni litlu“ jafn
mögglega og hún hafði hafizt og
jöklar tóku að ganga saman. Nu
sjást þess merki sums staðar, að
jöklar eru að aukasf aftur, svo
sem í norðvesturhluta Bandaríkj-
anna. Hvort hér er um staðbundna
jöklaaukningu að ræða. eða hvort
þetta er upphaf að nýrri jökulöld,
vita menn ekki.
Þær skipta tugum skoðanir
manna á því, hvers vegna jökul-
öld hefst og hvers vegna henni
lyktar.
Sumir segja að jörðin hafi hlotið
að ranga sér á braut sinni, og þess
vegna sé jöklarnir nú á Grænlandi
og Suðurskautslandinu.
Aðrir halda því fram að aukning
jökla stafi af því að fjöll hafi risið
upp og hækkað. Vegna þessa hafi
vindar breytzt, en fyrir milljón ár-
um hafi þeir geta streymt óhindrað
um alla jörð og vermt hana.
Enn aðrir halda því fram a*
íöklamyndanir standi í sambandi
við eldgos. Þegar mikil eldgos sé.
berist askan úr þeim upp í háloft-
in og skyggi þar á sól, svo að hún
njóti sín ekki. Aðrir segja að það
sé ekki eldfjallaösku að kenna,