Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Síða 6
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heimsku hvítu mannanna jafnvel enn meir, er þeir settu ofan við kofadyrnar stóra rúðu úr gagnsæu plasti. Eskimóar heldu að þetta væri gler og furðaði mjög á að hvítu mennirnir skyldu ekki vita að gler þolir ekki mikið frost, held- ur springur þá og fer í mola. Þeir voru sannfærðir um það í byrjun, að kofinn mundi hrynja þá og þegar, og svo mundi alls ekki lift í honum vegna kuida. Nei, þá var munur á gömlu smóhúsunum, þau voru bæði endingargóð og hlý! Fyrsti Eskimóinn sem fekkst til þess að flytja í kofann og reyna hann, heitir Pitsiolak. Hann gerði það með því skilyrði að hann mætti þegar flýa út 1 snjókofann sinn, ef sér líkaði ekki. Kofinn reyndist betur en hann h-dt Hann stóð af séi hvössustu storma engu síður en mjóhúsin, og hann var hlýr. Þarna var alltaf gott loft, enginn saggi myndaðist á veggjunum og draup niður á gólfið þótt kappkynt væri inni. Timburgólíið reyndist líka mikið betra heldur en troðnu snjógólfin í snjóhúsunum. Svefnbálkarnir voru miklu þægilegri heldur en snjóstallarnir í gömiu kofunum. Þarna mátti hita upp með lýsis- lömpum eins og í gömlu kofunum, en þarna var einnig hægt að kynda eidavél með rekaviði, en það er alltaf nokkuð til af honum á þessum slóðum, og kemur hann þangað frá Síberíu. Pisiolak fluttist ekki í gamla snjóhúsið sitt. Honum fell vel að búa í þessum kofa. Eskimóar hendu gaman að honum fyrst fyr- ir það, en það fór brátt af. Þeir komust að raun um að . iglo“ hvítu mannanna var betri en „iglo“ þeirra. Og nú er svo komið á þess- um slóðum að fleiri Eskimóar búa í nýu kofunum heldur en í snjó- húsum. Þar ræður ef til vill mestu um, að þessir nýu kofar standa óhagganlegir allt sumarið. Þeir bráðna ekki eins og gömlu snjó- húsin. Það er hægt að búa í þeim allt árið, og Eskimóar þurfa ekki að eyða dýrmætum skinnum í tjöld, til að hafast við í á sumrin. Þessi nýu „snjóhús“ hafa því gefist ágætlega. Og af reynslunni hafa menn séð, að þau eru ekki aðeins hentug fyrir Eskimóa, held ur muni þetta verða hinar allr; beztu vistarverur fyrir vísinda- menn og hermenn á norðlægum slóðum. Ennfremur eru þetta talin fyrirtaks sæluhús, þar sem þeirra er þörf, og auk þess ódýr, því að efnið í þau kostar ekki nema um 200 dollara og er þægilegt og létt í meðförum. Kettir og tigrisdýr MÖNNUM hefir verið kennt, að köttur inn sé náskyldur tigrisdýri. En með ná- kvæmum blóðrannsóknum hafa vísinda -menn nú komist að því, að svo mun ekki vera, og erfðastofnar kattarins benda til þess, að hann muni vera af annari ættgrein. Aftur á móti er kött- urinn náskyldur „cheetah", rándýri sem er bæði í Asíu og Afríku og stundum er neft „veiði-leopard“, vegna þess að mönnum hefir tekist að temja það og nota til þess að veiða antílópur. Ann- ars þýðir cheetah flekkóttur eða blett- óttur, því dýrið er allt með þéttum svörtum blettum. Það hefir afar langan hala. Ólíkt er það kettinum í því, að það getur ekki dregið inn klærnar nema að litlu leyti. Rannsóknirnar leiddu líka í ljós, að mjög lítill skyldleiki er meðal katta og annara rándýra af kattakyni, og alls enginn skyldleiki með köttum og hyenum. — (Úr Zoologica). Skógrækt á bændabýlum Mér hefir verið bent á, að það sé ekki allskostar rétt, að mesta skógrækt á bændabýli sé á Kirkjubæarklaustri. Eiríkur Hjartarson hafi nú um 14 ára skeið gróðursett skóg á Hánefsstöðum í Svarfaðardal og sé þar nú rúmlega 110.000 tré í uppvexti og af mörgum tegundum. Þeim hróður, sem hróður ber. A. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.