Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1958, Side 8
392 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS IIVALFJÖRÐUR. — Mynd þessi er tekin á heiðarbrúninni fyrir ofan Litla Sand og sér niður á hvalveiðistöðina. Til vinstri handar sést Geirshólmur úti á miðjum firði, þar sem Hörður Grímkelsson og Hólmverjar höfðust við. Lengst til hægri sést Akrafjall. 1 baksýn er Reynivallaháls og Hvammsklettar, en lengra út með tanganum eru Hvammseyar. Á miðjum firði sést eitt af hvalveiðaskipunum. — (Ljosm.: vig.) BRIDGE A Á K 7 6 2 V A D 8 ♦ 5 2 ♦ 862 A 8 ¥ 10 6 4 3 ♦ 10 9 7 6 4 3 * 10 3 A 9 3 ¥ 7 5 2 ♦ A K * A K D G 9 7 5 komst í 6 lauf og út kom T 10. S byrjar nú á því að ná trompunum af andstæðioguin og þau voru 2 á hvorri hönd, svo að hann getur átt innkomu í borði á L8 ef hann kærir sig um. Nú er spilið unnið, ef spaðarnir eru 2:4 hjá andstæðingum, en hvernig fer ef spaðarnir eru 1:5? Þá ætti það að bjarga að í borði eru 6 og 7. S slær út S 3 undir kónginn og kemur sér svo inn á tígli. Svo slær hann út S 9. Þa kemur í ljós að V er spaðalaus. S lætur þá S 2 í og A fær slaginn á 10 Nú er A í klípu, ekki má hann slá út tigli undir tromp báðum megin; ekki má hann spila hjarta. og eina úr- ræði hans er því að slá út háspaða. Hann er tekinn með ás. Svo kemur S 7 og A neyðist til að drepa, og þar með er S 6 frí í borði. Hvernig vísur feðrast. Skki veit eg hver eða hvenær fyrsta vitleysan í hendingum var, sem valt upp úr mér. Reyndi að rifja það upp, þegar eg ritaði Andvökur upp, en mundi ekkert eldra en vísurnar, sem þær byrja með, en þá hefi eg verið stálpaður og mikið hnoð um garð gengið. Kunningi minn einn fullyrðir að hann kunni stöku úr bréfi frá mér á unga aldri þá, en eg er viss, að hún er ekki eftir mig, er of vel kveðin fyr- ir þann aldur minn. En eg hefi líklega farið með hana sem „viðeigandi", án þess að telja hana neinum. Eg hefi rek- ið mig á það, að vísur sem eg hefi haft yfir, án þess að feðra þær, hafa síðai verið eignaðar mér, án þess eg viidi eða vissi. — (Stephan G. Steph- ansson). Prentsmiðjan i Skálholti. Þórður biskup Þorláksson flutti prentverkið frá Hólum að Skálholti 1665 og var fyrsta bókin prentuð þar það ár. Það var Forfeðrabænabókin, en nafni hennar var breytt og hún kölluð Lykill Paradísar. Fyrsti prent- ari í Skálholti var Henrich Kruse, danskur maður, en síðan tók þar við Jón Snorrason, norðlenzkur, sem áður var prentari á Hólum. Þórður biskup varð mjög stórvirkur í bókagerð og lét fyrstur manna hérlendis prenta ís- lenzkar sögur (Skálholtssögur), en bA aðallega guðsorðabækur. Giima á Austurvelli. Glíman er sú íþrótt, sem íslendingar hafa hjá öðrum þjóðum jafnan haft virðingu af, en ekki vansæmd. Hafa og margir útlendingar meðan þeir voru hérlendis haft mikla skemmtan af glímum og má með fleiri dæmum telja til þess Englendinginn Savínus, þegar hann var vetursetumaður í Reykjavík. Hann efndi til bændaglímu mikillar á Austurvelli; var hún gerð með viðhöfn mikilli; var hann sjálfur annar bóndi, en hinn danskur kaupmaður og varð aí hin mesta skemmtan. (íslendingur 1864). Máni skáld var með Magnúsi konungi Erlings- syni. Hann skemmti konungi og hirð- mönnum með því að kveða Útfarar- drápuna, er Halldór skvaldri orkti um Sigurð konung Jórsalafara, móðurföð- ur konungs. Fekk þetta kvæði góðan róm, þótti og vel skemmt. En leikarar voru í stofunni og líkaði þeim ekki vei. Konungur bað Mána yrkja um þá. Þá kvað Máni: Gígja syngur þar’s ganga grípa menn til pípu, færa fólsku stóra fram leikarar bleikir. Undur ’s hve augum vendir umb sás þýtur í trumbu, kniðan lít eg á kauða kjaft og blásna hvafta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.