Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Qupperneq 1
33. tbl,
XXXIII. árg.
J&tirjjim Wa&g ins
Sunnudagur 14. september 1958
Hjá Albert Schweitzer í Lambarene
EG STEIG á eintrjáningsbát. Ræð-
ararnir voru fjórir. Þeir höfðu allir
verið holdsveikir áður, en var nú
batnað. Við lögðum út á Ogowe-
ána, sem rennur um frönsku mið-
jarðar-nýlenduna. Frumskógur
náði alveg fram á árbakkann og
sums staðar náðu rótarfléttur út í
ána sjálfa. Hitinn var óþolandi og
loftið var rakt.
Dr. Schweitzer ferðast aldrei i
flugvélum. Hann fer með gufuskip-
um og síðan á báti upp eftir ánm,
en það eru rúmlega 200 km. frá
ströndinni upp að Lambarene. En
eg hafði komið langleiðis í flugvél.
Þegar við komum á móts við
eyna, þar sem Lambarene stendur,
blöstu fyrst við mér rauðmáluð
bárujárnsþök undir hæð nokkurri.
Eg gekk á land, og maðurinn,
sem tók á móti mér, var nú nær
83 ára gamall. Hann hafði farið
til Afríku þegar hann var um fer-
tugt, og síðan hafði hann eytt ævi
sinni að miklu leyti á þessum stað,
sem er einhver hinn óheilnæmasti
staður á öllu jarðríki.
Hann talar ekki ensku. Hann er
fæddur í Elsass og talar því þýzku
og frönsku jöfnum höndum. En
hann segir að aðeins ein tunga geti
verið móðurmál manns, og þýzkan
er hans móðurmál. Hann hugsar á
þýzku og talar altaf þýzku, nema
þegar hann á við Svertingja. Þá
talar hann frönsku.
Á leiðinni upp að bústað hans
varð hæna með unga á vegi okk-
ar. Hann dró þá upp úr vasa sín-
um ofurlítinn léreftspoka með
korni, og stráði korninu á veginn.
Svo komum við að girðingu, þar
sem hann geymir fimm antílópur.
Þá dró hann salt upp úr vasa sín-
um og gaf þeim að sleikja. Það
var auðséð að hann hafði ánægju
af þessu.
'k -k -k
Næstu daga kynntist ég svo stöð-
inni í Lambarene.
Hátt í hæðinni eru bústaðir
Schweitzers og hinna hvítu starfs-
manna hans, en það eru þrír lækn-
ar, 15 hjúkrunarkonur og aðstoð-
arfólk. Þetta eru löng og hvítmál-
uð hús.
Aðal sjúkr^húsið er í rauninni
margir skálar, með þröngum stíg-
V
4