Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1958, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 453 Venjuleg eldíluga. Annars eru þetta ekki flugur heldur bjöllur. svepp, sem sezt hefir í fúabletti. Gamlir trjábolir varpa stundum frá sér gulgrænni glætu, og það er alvanalegt að stoðir í námum verða sjálflýsandi af sveppum, sem setj- ast á þær. Sumir stærri sveppir, svo sem ætisveppir og gorkúlur, geta og gefið af sér birtu. ELDFLUGURNAR eru kunnastar af öllum sjálflýsandi skordýrum. Þetta eru Þó ekki reglulegar flug- ur, heldur bjöllutegund. í líkama þeirra er eitthvert efni, sem iram- leiðir ljós, sem birtist með nokk- urn veginn reglulegu millibili, iíkt og vitaijós. Vísindamenn halda að þær bregði upp þessu ljósi, þegar þær leita sér að maka. Karlbjailan er á flugi og gefur ljósmerki með svo sem 6 sekúnda millibili. Kven- bjallan, sem ekki er fleyg, situr á einhverjum áberandi stað, og svar- ar með ljósmerkjum á 2 sekúnda millibili. Mismunurinn á ljósahrað- anum halda menn að sé til pess að karlbjöllurnar sjái hvar kven- bjöllurnar eru. Þau gefa hvort öðru merki þannig, Þangað til þau ná saman, en þá er maddaman svo hæversk að „slökkva" sitt ljós. í Siam og víðar hafa menn veitt einkennilegu fyrirbrigði eftirtekt, án þess að nokkur skýnng hafi fengist á því. Á hlýum sumar- kvöldum safnast eldflugur saman í trjám, sem standa á árbökkum. Og allt í einu, og á sama andar- taki, bregða allar flugurnar í ein- hverju tré upp ljósum sínum, svo að tréð virðist uppljómað. Stund- um kemur það þá fyrir, að eld- flugur í öðrum trjám gera hið sama. Verður þá af Þessu svo mikil birta, að það er eins og verið sé að kveikja og slökkva á víxl á trján- um. . Tvö einkennilegustu sjálflýsandi skordýrin eru hinn svokallaði járn- brautarormur og „cucujo“-bjallan. Jámbrautarormurinn er mjög víða í Suður-Ameríku og þar er hann kallaður „ferrocarril“. Þetta er bjöllutegund, en það eru aðeins Ljósbjalla frá Vesturindíum. fullvaxnar kvenbjöllur og lirfur, sem eru sjálflýsandi. Járnbraut- arormsnafnið hefir bjallan fengið af því, að á hverri hlið hennar eru 11 grænir „lampar“, en á hausnum rautt ljós. Ef hún verður óróieg, bregður hún upp rauða ljósinu en ef hætta er á ferðum, birtast öll grænu ljósin. Þegar hættan er lið- in hjá, „slekkur“ hún grænu ljós- in, og seinast hverfur svo rauða ljósið. „Cucujo“-bjallan (pyrophorus noctilicus) á heima í Vestur Indí- um og hefir skærara ljós en nokk- urt annað skordýr. Hún hefir tvo „lampa“ rétt hjá hausnum og eru þeir svo bjartir, að af þeim hefir hún fengið auknefnið „Bíl-bjall- an“. Af kviðnum stafar einnig björtu gulu ljósi. Sagt er að stúlk- ur Þar hafi þann sið, að binda þess- ar bjöllur við tærnar á sér svo að þær sjái fótum sínum forráð þeg- ar þær eru á ferð í myrkri. Þá er og sagt, að amerískur herlæknir, William C. Gorgas, hafi einu sinni gert hættulegan uppskurð og ekki haft annað ljós, en fulla flösku af „cucuj os“-bj öllum. Þetta er nú um sjálflýsandi ver- ur á jörðinni, en þá koma sjálf- lýsandi verur í sjónum. KALDA LJÓSIÐ í sjónum, sem sumir nefna maurildi, hefir valdið vísindamönnum mörgum heilabrot- um frá því er sögur hófust. Benja- mín Franklin kom fyrst fram með þá kenningu, að það stafaði af raf- magni, sem myndaðist við árekstur vetniseininga og salts. En seinna, er hann hafði hugsað málið betur, sagði hann: „Það er mjög sennilegt, að Þessari birtu valdi einhverjar lífverur, svo örsmáar, að þær eru ekki sýnilegar í stækkunargleri". Þar hitti hann naglann á höfuðið. Maurildi má oft sjá í kjölfari skipa, eða jafnvel þegar árum er drepið í sjó. Þessu valda ýmsar örsmáar lífverur, sem eru sjálflýs- andi. Kunnust af þeim er „nauti- luca miliaris“, sem er um öll höf. Þegar hún er trufluð, gerist hún sjálflýsandi og hún veldur maur- ildinu í sjónum. En svo eru einnig til miklu stærri sjálflýsandi verur i sjónum, svo sem kolkrabbar og fiskar. Kol- Sjálílýsandi fiskur í suðurhöíum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.