Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
459
-nær sem þeir kölluðu, annaðhvort
sjóveg út í Viðey, eða upp á Kjal-
arnes, og svo landveg til Skild-
inganess. Enn urðu þeir að slá einn
dag hvor úti í Viðey og gjalda tvo
heyhesta til falkanna, eftir að farið
var að flytja þá út í Hólmi.
Bessastaðavaldið var sjaldan
nærgætið við landseta konungs.
Það hafði þó átakanlegast komið
í ljós í fardögum 1681. Þá kom
maður frá Bessastöðum og krafð-
ist þess af einum ábúanda Arnar-
hóls, Ásbirni Jóakimssyni (sem
líklega hefir búið á Litia-Arnarhóli
en var þá að flytja sig búferlum
þaðan), að hann ferjaði sig yfir
Kollafjörð (eða inn í sund). Ás-
björn þóttist ekki skyldugur til
þess, þar sem hann var að flytja
burt af jörðinni. En fyrir þessa
neitun var hann hýddur á Kópa-
vogsþingi stórhýðingu, er næst
gekk lífi hans. Og aldrei fekk hann
leiðrétting sinna mála.
Tukthúsið kemur
Árið 1759 olli straumhvörfum í
sögu Arnarhóls. Þá gaf konungur
út skipun um að þar skyldi reisfc
tukthús. Er mælt að Skúli Magnús-
son landfógeti hafi verið hvata-
maður þess, og hafði hann ráðlagt
stjórninni að leggja eignir Þing-
eyra klausturs til stofnunarinnar.
Stjórnin fellst á þetta á þann hátt,
að tekjur Þingeyraklausturs og
Arnarhóll skyldi lagt tukthúsinu
þangað til það gæti séð um sig
sjálft. Þótti henni sem tukthúsið
væri vel sett þarna, því að það
gæti alltaf fengið ull hjá iðnstofn-
ununum og látið fangana tæta úr
henni, og þar að auki lægi jörðin
svo vel við sjó, að ætíð væri hægt
að fá fisk handa föngunum.
Magnús Gíslason amtmaður
fann upp á því snjallræði, að nota
skyldi íslenzka afbrotamenn til
þess að vinna að byggingu tukt-
hússins, og skyldu þeir með því
kaupa sig undan Brimarhólmsvist.
Þetta þótti stjórninni fyrirtak, því
að með þessu móti mundi kostnað-
ur við bygginguna verða minni.
Var svo byijjað á því 1762 að láta
hina sakfelldu grafa fyrir grunni
og draga að grjót.
Tukthúsið mun hafa verið talið
fullsmíðað árið 1764. Þótti þetta
furðumikið hús, 44 alna langt og
16 alna breitt. Það hafði líka kost-
að 700—800 ríkisdali.
Til tukthússins voru ráðnir tveir
embættismenn, ráðsmaður (kallað-
ur ökonomus) og fangavörður.
Skyldu þeir hafa hálfar tekjur
hvor af Arnarhóli, auk launa sinna.
Fyrsti „ökonomus“ varð Guðmund-
ur Vigfússon lögréttumanns Sig-
urðssonar í Hjörsey. Hafði hann
stundað lögfræðinám við háskól-
ann í Kaupmannahöfn í fjögur ár,
en ekki lokið prófi. Var talið að
hann hefði hlotið þetta embætti
vegna þess, að hann var systurson-
ur Þórunnar konu Magnúsar amt-
manns Gíslasonar. Hann gegndi
þessu starfi í 22 ár, eða fram til
1786.
Um þessar mundir bjó á Arnar-
hóli Gissur Jónsson lögréttumaður.
Hann var kvæntur Silfu dóttur
Jóns Oddssonar Hjaltalíns sýslu-
manns, sem var seinasti ábúandi
í Vík (Reykjavík). Gissur var tal-
inn meðal fremstu manna hér um
slóðir á sinni tíð. Var hann hrepp-
stjóri um 25 ára skeið og meðhjálp-
ari í 20 ár. Hann var fæddur á
Arnarhóli, ólst þar upp og fekk
byggingarbréf fyrir jörðinni 1744,
líklega lífstíðar ábúð.
Vorið 1768 byggði Guðmundur
„ökonomus" honum út af jörðinni.
Gissuri kom þetta mjög á óvart, og
þóttist hart leikinn. Leitaði hann
þá á náðir stiftamtmanns, ritaði
honum bréf á alþingi við Öxará
þá um sumarið og bað hann að
styrkja sig til þess að hann fengi
haldið jörðinni. En það bar engan
árangur. Gissur varð að flæmast
þaðan. Fluttist hann þá suður með
sjó. Silfa kona hans var enn á lífi
1777 og átti þá heiina í Kirkju-
vogi í Höfnum.
Arnarhóli hrakar
Nú tók Guðmundur „ökonomus'*
undir sig túnið á Arnarhóli, sem
var stórt og gott og girt með ram-
efldum grjótgarði. Náði garður sá
utan frá sjó um það bil er Klapp-
arstígur kemur nú niður á Skúla-
götuna og lá svo skáhalt uppeftir
um það bil er nú stendur hús
prentarafélagsins við Hverfisgötu,
neðan við Traðarholt og að Lauga-
vegi 3 sem nú er, en þaðan beint
niður að læk, eins og gangstéttin
norðan Bankastrætis liggur nú. En
tún þetta skiptist í tvennt af tröð-
unum miklu, sem náðu frá Traðar-
koti niður að lækjarósnum, og
voru aldar 120 faðmar á lengd.
Eftir að Gissur var hrakin frá
Arnarhóli bjuggu þar tómthús-
menn, fyrst Sigurður Magnússon
smiður frá Skálabrekku. Hann var
jafnan kallaður timburmaður, og
við hann var kenndur Timbur-
mannsbærinn, nú Tjarnargata 5 B.
Húsakosti jarðarinnar tók mjög
að hnigna upp úr þessu, því að
þurrabúðarmenn voru ekki skyld-
ugii að sjá um viðhald húsa, og
ekki mun Guðmundur „ökonomus“
hafa hugsað um það. Þegar hann
lét af ráðsmennsku tukthússins,
voru húsin tekin út og voru „í
mestu niðurlægingu" Baðstofan
þar er þá talin 10 alnir á lengd, en
ekki nema 3% alin á breidd. Þetta
ár fluttist þangað Ólafur Valdason
frá Rauðará og átti þar lengi
heima. Hann var faðir Hróbjartar
í Traðarkoti, sem var hinn efnileg-
asti maður í æsku, heljarmenni að
burðum og syndur sem selur. En
hann lagðist í óreglu og gat sér
það orð, að hann væri mesti brenni
-vínsberserkur bæarins. Ólafur